Vísbending


Vísbending - 12.02.2010, Blaðsíða 2

Vísbending - 12.02.2010, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 6 . t b l . 2 0 1 0 Slæm staða Grikklands hefur vakið mörgum ugg (og öðrum vonir) um að samstarfið um evruna muni lið- ast í sundur. Spákaupmenn veðjuðu á það að evran veiktist gagnvart Bandaríkjadal og virðist hafa orðið að von sinni, þó að fallið hafi stöðvast um sinn að minnsta kosti. Það er vissulega áhyggjuefni þegar illa gengur í ríkisrekstri og þjóð stend- ur frammi fyrir erfiðleikum sem virðast munu endast í mörg ár. Upptaka evru og þau ströngu efnahagslegu skilyrði sem fylgdu henni áttu að tryggja efnahagsstöð- ugleika. Grikkir virðast hins vegar hafa markvisst og lengi hafa stundað blekking- ar til þess að komast framhjá skilyrðunum og fela slóðina. Lærðu af Enron Það kom mörgum á óvart á sínum tíma þegar Grikkir komust inn í Evrópska myntbandalagið. Þjóðin hefur ekki ver- ið þekkt fyrir ráðdeild í ríkisfjármálum og virtist þar litlu skipta hvort hægri eða vinstri menn voru við stjórnvölinn. Á þeim tíma virtist sem litið væri svo á, að þó að Grikkir væru varla tækir inn í samstarfið nema með mjög góðum vilja, myndu þeir bæta ráð sitt eftir að þeir hefðu tekið upp evruna. Svo reyndist þó alls ekki vera. Strax árið 2001 vann gríska stjórnin í samvinnu við bandaríska bankann Goldman Sachs að lántökum sem féllu utan þess ramma sem Maastrict-viðmiðin svonefndu leyfðu. Þetta var gert með því að kalla lánin gjald- miðlasamninga, en þeir féllu utan þess sviðs sem eftirlit var haft með. Aðrir bankar lögðu sitt af mörkum til þess að geta veitt lán sem eftirlitsmenn sæju ekki. Samningarnir áttu það sameig- inlegt að strax voru greiddir út peningar gegn því að gríska ríkið borgaði síðar. Sem dæmi má nefna að Grikkir hafa selt frá sér flugvallargjöld og lottógróða í framtíð- inni. Þetta voru ekki formleg lán heldur skuldbindingar sem ekki voru færðar í bækur. Grikkir voru ekki einir um samn- inga af þessu tagi. Ítalir munu hafa verið duglegir við svipaða iðju. Og dæmin finn- ast víðar. Auk þessa virðist sem fjárlagahallinn hafi verið vanreiknaður. Gefið hafði ver- ið í skyn að hann yrði milli þrjú og fjög- ur prósent, en þegar upp var staðið nam hann 12,7%. Hagstofustjórinn var rekinn, sakaður um að hafa hjálpað til við að fela raunveruleikann. Hann segist hins vegar hafa verið undir pólitískum þrýstingi og að fjármálaráðuneytið hafi beitt afli til Grikkir og klækir þess að fegra tölur. Ekki er víst að sú skýr- ing geri hlut embættismannsins betri, því að hann átti auðvitað að fara að reglum en ekki pólitískum skipunum. Hvað um Ísland? Fjármálagjörningar Grikkja leiða hugann að Íslandi. Getur verið að svipaðir gern- ingar hafi verið gerðir hér á landi? Alþekkt er að einkafjármögnun framkvæmda á vegum sveitarfélaga hefur bundið fjár- magn þeirra um langa framtíð. Íslenskir bæjarstjórnarmenn þóttust hafa himin höndum tekið, þegar upp komu hug- myndir um að einkafyrirtæki gætu reist íþróttahús og önnur mannvirki fyrir þau og ekkert þyrfti að borga. Aðeins skulda- binda bæjarfélagið til þess að leigja húsið í framtíðinni. Það virtist svo vel boðið að tilboðinu yrði ekki hafnað. Smám sam- an hefur það runnið upp fyrir mönnum að búið er að ráðstafa með þessum hætti stórum hluta tekna um langa framtíð og lítið eða ekkert eftir til þess að greiða þann rekstur sem fyrir var. Þetta er að hluta skýringin á miklum vanda nokkurra sveitarfélaga. Íslendingar hafa það þó fram yfir flestar Evrópuþjóðir að hér er gott lífeyrissjóða- kerfi sem byggt hefur verið upp með sparn- aði. Þar er þegar búið að leggja til hliðar fyrir stórum hluta lífeyrisskuldbindinga þjóðarinnar. Hins vegar er sérhver hækkun á lífeyri almannatrygginga óútfyllt ávísun á greiðslur um langa framtíð. Það er alls ekki víst að þjóðin geti staðið undir þeim lof- orðum öllum og mikilvægt að menn horf- ist í augu við það strax. Evrudruslan Gengi evrunnar hefur lækkað gagnvart Banda ríkjadal um nokkurra mánaða skeið. Undanfarna daga hefur mátt rekja lækk- unina til vantrúar á að lausn finnist á vanda Grikkja. Til lengri tíma er skýring- in sú að batamerki virðast sjást fyrr í hag- kerfinu í Bandaríkjunum en í Evrópu- löndum. Á meðfylgjandi mynd sést gengi evrunnar gagnvart dollar frá upphafi. Þar sést að fyrstu árin veiktist evran um nær 30% m.v. Bandaríkjadal, en síðan hefur hún styrkst mjög, þó að sveiflur hafi ver- ið talsverðar. Fall evrunnar í upphafi varð til þess að íslenskur stjórnmálamaður gaf henni nafnið sem kemur fram í fyrirsögn þessa kafla. Vandi Grikkja, Íra og Spánverja sýn- ir að ekki dugir að fylgja aðeins hluta af Maastricht-markmiðunum. Grikkir sýndu ábyrgðarleysi í ríkisfjármálum. Á Írlandi og Spáni var verðbólga mun meiri en markmiðin mæla fyrir um. Sama vandamál gæti reyndar orðið Dönum að falli, en þar hefur kostnaður smám sam- an aukist mun meira en á evrusvæðinu. Öll dæmin sýna að skilyrðin voru ekki út í loftið. Evran er metnaðarfull tilraun til þess að styrkja innri markaðinn, en heimskreppan hefur leitt í ljós að ekki voru öll ríkin tilbúin til þess að fylgja þeim aga sem sameiginlegur gjaldmiðill krefst. Margir telja að gengisfelling hefði leyst vanda margra ríkja, en hún er í raun aðeins tilfærsla á fjármunum. Kjör al- mennings eru skert með óbeinum hætti fremur en beinum. Kjör versna, skuldir hækka og eignir rýrna; allt á einu auga- bragði. Þróunin í Grikklandi og víðar bend- ir til þess, að víða átti stjórnmálamenn sig alls ekki á því að ríkishalli leiðir til skulda, sem aftur skerða lífskjör kom- andi kynslóða. Þetta verða Íslendingar líka að læra. Mynd: Gengi evru í Bandaríkjadölum 1999-2010 Heimild: Yahoo! Inc Mynd: Gengi evru í Bandaríkjadölum 1999-2010 Heimild: Yahoo! Inc

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.