Vísbending


Vísbending - 12.02.2010, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.02.2010, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 6 . t b l . 2 0 1 0 3 aðeins að nota til þess að tryggja að ekki verði greiðslufall á afborgunum og vöxtum af lánum ríkisins og þeirra lögaðila sem ríkið hefur gengist í ábyrgð fyrir. Inngrip Seðlabankans í verðmyndun gjaldeyris er ekkert annað en tær spákaupmennska og hana á ábyrgur og faglegur Seðlabanki ekki að stunda. Þegar spákaupmönnum verður ljóst að Seðlabankinn mun ekki verja gengi krónunnar með inngripum munu þeir fremur kaupa sig út með kaupum á ríkisskuldabréfum í evrum og dollurum, eins og að ofan er rakið, ellegar halda áfram að fjárfesta hérlendis næstu árin í þeirri trú að þannig ávaxti þeir fé sitt best. Það verður ekki auðvelt eða sársaukalaust að losna við höftin, en tafir munu verða dýrar fyrir íslenskt efnahagslíf til lengri tíma litið. Vonandi hafa stjórnvöld og Seðlabankinn kjark til þess að afnema öll gjaldeyrishöft áður en árið 2010 er úti. Erlendur Magnússon Meðeigandi og stjórnandi Total Capital Partners framhald á bls. 4 Það verður að afnema gjaldeyrishöftin á þessu ári eigi endurreisn efnahags-lífsins að takast. Tómt mál er að tala um að verja velferð eða efla menningarlíf nái efnahagslífið ekki að rétta sig af. Höft leiða til ófarnaðar Gjaldeyrishöft skekkja verðmyndun á fjármagni, vörum og þjónustu og þau eru þeim mun líklegri til þess að leiða til rangra fjárfestingaákvarðana því lengur sem þau haldast. Höft halda aftur af því að erlent fjármagn berist til fjárfestinga innanlands. Í kjölfar þess að höftin verða algjörlega afnumin mun án efa eitthvert fjármagn fara úr landi, en jafnframt mun nýtt fjármagn berast til landsins. Mesti vandinn við endurreisn atvinnu- lífsins er miklar skuldir landsmanna (rík- isins, sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila) í erlendum gjaldmiðlum þar sem lántakar eru ekki með mótvægi í tekjum í sömu gjaldmiðlum. Til þess að þessir aðilar geti staðið í skilum með vexti og afborganir af lánum þurfa þeir að kaupa erlendan gjald- eyri á markaði. Síðustu áratugina hefur innflæði gjaldeyris komið frá útflutningi á vörum og þjónustu, með lántökum og í minna mæli beinum fjárfestingum er- lendra aðila hérlendis. Útflutningstekjur hafa reyndar sjaldnast náð að standa und- ir innflutningi og stærstur hluti erlendra skulda hefur verið greiddur með nýjum lánum. Það er lítill áhugi meðal lánveitenda að veita ný lán til Íslands meðan óvissa ríkir um greiðslugetu landsmanna og því verð- ur innflæði gjaldeyris til þess að standa undir vöxtum og afborgunum erlendra lána að stórum hluta að byggjast á afgangi af viðskiptum við útlönd næstu árin. Góður afgangur af viðskiptum við útlönd er forsenda þess að ná jafnvægi í eignum og skuldum við umheiminn. Náist hann ekki vaxa erlendar skuldir hagkerfinu yfir höfuð, sem leiðir til við- varandi samdráttar í lífskjörum komandi kynslóða. Þess eru því miður þekkt dæmi að velmegunarsamfélög hafi lent í var- anlegri hnignun vegna of mikillar erlendr- ar skuldsetningar. Þau sem hafa brugðist við slíkum aðstæðum með höftum hafa átt erfiðast með að vinna sig út úr vand- anum. Afnám gjaldeyrishafta Breytt atvinnulíf Þetta er ný staða og hún kallar á breyt- ingu á samsetningu atvinnulífsins. Lyk- illinn að endurreisninni felst í öflugu út- flutningshagkerfi. Uppbygging þess kallar á lágt raungengi krónunnar næstu árin. Lágt raungengi heldur aftur af ýmsum innflutningi og flýtir þannig hagræðingu í innflutningsgreinum, með samrunum fyrirtækja, meiri áherslu á hagkvæm inn- kaup og svo frv. Á sama tíma eflast út- flutningsgreinar og nýjar verða til. Lágt raungengi stuðlar að því að mestur hagn- aður og hæstu launin verði í útflutnings- tengdum greinum og því munu bæði vinnuafl og fjármagn leita þangað. Vissu- lega verða sjávarafurðir, ál og ýmsar iðn- aðarvörur áfram mikilvægar útflutnings- greinar. Þjónustugreinarnar verða einnig gríðarlega mikilvægar, svo sem flugrekstur og ferðaþjónusta, en ekki síður greinar þar sem virðisaukinn myndast vegna sérfræði- þekkingar, til dæmis í læknis-, tölvu- og verkfræðiþjónustu. Hvernig á að losna við höftin? Til þess að hægt sé að afnema höftin þarf að gera tvennt: (a) Breyta lánum í erlendum gjald- miðlum til heimila og fyrirtækja sem eru ekki með tekjur í þeim gjald- miðlum yfir í íslenskar krónur. (b) Losa óþolinmóða fjárfesta sem fest- ust inni með stöður í jöklabréfum út úr fjárfestingum í íslenskum krónum. Skoðum þetta nánar. Lánum í erlendum gjald- miðlum breytt í lán í krónum Bankarnir bjóða nú þegar lækkun á höfuðstól lána í erlendum gjaldmiðlum gegn því að slíkum lánunum sé breytt í lán í óverðtryggðum eða verðtryggðum íslenskum krónum. Í lok ársins 2010 ættu aðeins þeir sem eru með tekjur í erlend- um gjaldmiðlum að skulda erlend lán, svo og þeir sem kjósa að halda áfram að taka áhættu (stunda spákaupmennsku) í erlendum gjaldmiðlum. Gengislækkun í kjölfar afnáms haftanna ætti því ekki að snerta efnahag og afkomu þeirra sem eru með tekjur í íslenskum krónum, nema hvað innfluttar vörur munu hækka í verði, en það er nauðsynlegur þáttur í umbreyt- ingu atvinnulífsins. Þeir sem ekki breyta lánum sínum yfir í þá gjaldmiðla sem þeir fá tekjur í á næstu mánuðum verða að eiga það við sjálfa sig verði þeir fyrir frekari tapi þegar höftin hverfa. Útgönguleið fyrir óþolin- móða erlenda fjárfesta Það þarf að losna við óþolinmóða erlenda fjárfesta sem eiga verðbréf í íslenskum krónum. Margir þeirra keyptu upphaflega svokölluð jöklabréf, en flestir hafa nú keypt ríkisskuldabréf eða lagt peningana inn í íslenska banka. Án efa hefur einhver hluti þessa fjármagns skipt um eigendur og sumir nýju eigendanna eru mun þol- inmóðari en þeir sem fyrir voru. Það er hins vegar mikilvægt að þessir fjárfestar reyni ekki allir að skipta krónunum sín- um yfir í erlenda gjaldmiðla um leið og höftunum verður aflétt. Það myndi leiða til of mikillar lækkunar á gengi krónunnar á stuttum tíma, sem yrði engum til góðs. Því þarf að finna skipulega útgönguleið fyrir þessa fjárfesta. Ein leið til lausnar felst í því að rík- issjóður gefi út flokk langtímaskuldabréfa með 15-20 ára endurgreiðsluferli í evr- um og dollurum. Vextir bréfanna verði hinir sömu og núverandi ávöxtunarkrafa á skuldabréf ríkissjóða Þýskalands og Bandaríkjanna í viðkomandi gjaldmiðlum. Bréfin verði boðin öllum sem áhuga hafa, en þau verði aðeins seld á nafnvirði og að- eins gegn greiðslum í íslenskum krónum á markaðsvirði þegar viðskiptin eiga sér stað. Þau yrðu síðan skráð í viðurkenndri kauphöll erlendis, þannig að eigendur geti selt þau þegar þeim hentar. Á þennan hátt gefst þeim sem vilja losna við eignir í íslenskum krónum kostur á að eignast verðbréf í evrum eða dollurum á núverandi markaðsgengi. Þeir erlendu fjárfestar sem eiga krónur og eru þolinmóðari munu bíða og jafnvel festa einhvern hluta þeirra inn- anlands til lengri tíma. Vissulega munu þeir sem skipta krónum fyrir ríkisskuldabréf í dollurum og evrum þurfa að sætta sig við að þessi skuldabréf munu í upphafi falla í verði á eftirmark- aði, þar sem ávöxtunarkrafa á skuldabréf Lýðveldisins Íslands á alþjóðamörkuðum er mun hærri en ávöxtunarkrafa á Þýskaland og Bandaríkin. Seðlabankinn ætti hins vegar að hafa fulla heimild skv. skilmálum bréfanna til þess að kaupa þau á eftirmark- aði. Slíkt ákvæði gæfi ríkissjóði kost á að leysa til sín eigin skuldabréf á undirverði leiti markaðsverð of langt niður og jafn- framt styrkja verðmyndun skuldabréfanna til lengri tíma litið. Það er mun hagkvæmara fyrir ríkið að taka erlend lán í þessu formi, en fá lán frá AGS eða erlendum ríkjum til mun

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.