Vísbending


Vísbending - 15.03.2010, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.03.2010, Blaðsíða 1
15. mars 2010 10. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1Þétting byggðar getur sparað kostnað en hún er ekki gallalaus. Kreppan hefur vissulega leikið Íslendinga mjög grátt og sér ekki fyrir endann á vandanum. Sú spurning er áleitin hve miklu það hefði breytt ef Íslendingar hefðu haft evru. Fjármálaráðherra telur ákveðna eiginleika skipta sköpum. Hefur það áhrif á stjórnmálin? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 0 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Á að þétta byggðina? Höfuðborgin teygir sig yfir stórt svæði. Víða er stutt í óbyggt land þar sem börn leika sér og gaman er að ganga um. Færri íbúar eru á ferkíló- metra en í flestum stórum bæjum í öðrum Evrópulöndum. Þessir bæir byggðust að vísu margir hverjir meðan fólk ferðaðist enn gangandi og í hestvögnum og það hélt aftur af stærð þeirra. Ísland er líka stórt og minni ástæða til þess að spara land hér en víðast hvar annars staðar. En þrátt fyrir þetta heyrast sterkar raddir um að þétta beri byggðina. Mesti ávinningurinn af þéttari byggð er að styttra er í vinnu og þjónustu en ella og styrkari grundvöllur er undir almenningssamgöngum. Í miðbæ Reykjavíkur og í grennd við Kringluna eru íbúðir dýrari en í úthverfum. Lóðaverð er meginskýringin. Verð lóða endurspegl- ar notagildi byggingarlands undir íbúðir eða atvinnurekstur. Ef markaðurinn væri einn látinn ráða þróun byggðarinnar er líklegt, að í miðbænum væri byggt hátt og þétt. Þar myndu þeir eiga heima sem helst vildu geta farið flestra sinna erinda gang- andi eða í strætisvagni. Þeir sem vilja eiga stóran garð og njóta útivistar í lítt byggðu umhverfi myndu sækja í úthverfin. En færð hafa verið rök að því að ekki sé skyn- samlegt að markaðurinn ráði einn hvernig borgir þróast. Skýringin liggur í úthrifum. Þetta eru áhrif, góð eða slæm, sem byggð hefur á umhverfi sitt, en ekki er borgað fyrir. Þar sem byggð er þétt þrengja nýir íbúar að nágrönnum sínum (slæm úthrif ) um leið og þeir búa í haginn fyrir betri þjónustu í hverfinu (góð úthrif ). Sá sem flyst í úthverfi og sækir vinnu og þjónustu um langan veg tefur aðra umferð (slæm úthrif ). Ekki er augljóst hvort góðu áhrif- in eða þau slæmu vega þyngra. Hagfræði byggða Eitt af viðfangsefnum byggðahagfræð- innar er að meta kostnað og ábata af þétt- ingu byggðar. Stuðst er við upplýsingar úr mörgum áttum við slíkt mat. Lóðaverð ræðst af einkaverðmæti byggingarréttar, en til viðbótar koma áhrif byggðarinnar á aðra en kaupendur og seljendur lóða og húsnæðis. Í fyrri rannsóknum var yfirleitt gert ráð fyrir að þéttari byggð hefði í för með sér slæm úthrif. i Þegar byggð þéttist missa nágrannar útsýni og útivistarsvæði og leiksvæði fyrir börn hverfa. Nýrri rann- sóknir, þar sem metin eru fleiri úthrif þétt- ari byggðar, benda hins til þess að þau séu í heildina góð. Þar skiptir mestu að leið til vinnu styttist og umferðartafir verða því minni.ii Rétt er að benda á að ekki er allur ferðakostnaður í borgum úthrif. Stór hluti er einmitt innifalinn í húsnæðisverði. Fyr- ir nokkrum árum var fermetraverð hæða, einbýlishúsa og raðhúsa tæplega 70% hærra í nágrenni Kringlunnar en á Kjal- arnesi. Stærsta skýringin á muninum er ferðakostnaður. En í þessari tölu er ekki sá kostnaður sem íbúarnir valda öðrum með því að ferðast um göturnar og tefja aðra umferð. Þetta eru úthrifin af akstri í borgum. Önnur jákvæð ytri áhrif af þéttri byggð eru að grundvöllur skapast fyrir meiri verslun en áður og önnur nærþjón- usta gæti einnig batnað. Þá er jafnan hag- kvæmara að reka almenningssamgöngur þar sem byggð er þétt en þar sem hún er dreifð. Wheaton (1998) skoðar hvaða byggða- þéttleiki er hagkvæmastur í borg þar sem annars vegar er ekki reiknað með umferð- artöfum og hins vegar þar sem áhrif um- ferðartafa hafa verið tekin með í reikn- inginn. Í talnadæmi kemst hann að þeirri niðurstöðu að byggð verði fjórum sinnum þéttari í miðju borgar ef reiknað er með áhrifum af umferðartöfum en hagkvæmt virðist ef ekki er horft á þau. Munurinn minnkar eftir því sem nær dregur jaðri borgarinnar. Ef áhrif af umferðartöfum eru talin með er styttra er í jaðarinn, borg- in verður mun minni um sig en ella. Þegar borgin þéttist eykst velferð um 4% í dæmi Wheatons, og það er mikið þegar horft er á að ferðakostnaður og landleiga eru um 10% af heildarneyslu í dæminu. Þessar tölur eru vissulega ekki algildar, en þær gefa hugmynd um hvað gæti verið í húfi. Reyna má að láta ökumenn taka eðlilegt mið af umferðartöfum sem þeir valda með því að leggja skatt á hvern kílómetra sem ekinn er innan borgar. Segja má að þetta sé þegar gert að nokkru leyti með skatti sem lagður er á bensín. Önnur leið væri að veita þeim styrk sem setjast að nærri miðju borgar eða skattleggja þá sem eiga heima í úthverfum. Þétting byggðar í höfuðborginni Í Reykjavík verður byggð gisnari eftir því sem fjær dregur miðbænum. Í gamla mið- bænum eru víða um 100 íbúðir á hektara, í Vesturbænum og í Hlíðunum eru um 60 íbúðir á hektara en í Foldahverfi og Rimahverfi eru 20-30 íbúðir á hektara.iii Hér og þar eru óbyggðar lóðir, en auk þess eru óbyggð svæði á milli hverfa sem nýtast til útivistar (Elliðaárdalur, Öskjuhlíð) auk Vatnsmýrarinnar þar sem flugvöllurinn er. Í úttekt ParX á kostnaði og ábata við að flytja Reykjavíkurflugvöll er hagkvæmni þess að reisa nýtt hverfi í Vatnsmýrinni borin saman við að koma svipuðu hverfi upp á Geldinganesi. Geldinganes var tal- ið vera næst miðju höfuðborgarsvæðisins af þeim stöðum sem komu til greina, ef Vatnsmýrin var ekki talin með. Miðja höfuðborgarsvæðisins er ekki í gamla mið- bænum heldur í Fossvogi. Byggð á Geld- inganesi hefur í för með sér meiri umferð, því að það er 7,3 kílómetra frá miðjunni, en Vatnsmýrin er 3,5 kílómetra frá henni (vegtengingar skipta hér líka máli, en ekki bara fjarlægðin, en hér er reiknað með Sundabraut og Hlíðarfæti og göngum undir Öskjuhlíð). Notað var umferðarlík- an VSÓ til þess að meta kostina. Mikið sparast í ferðum ef byggt er í Vatnsmýr- inni. Þá er ekið 44,5 milljónum kílómetra minna á ári. Sparnaðurinn nemur rúmlega 2 milljörðum króna á ári og núvirtur ábati rúmlega 40 milljörðum króna (kostnaður vegna flutnings flugvallar er ekki talinn með í þeirri tölu). Þarna munar mest um framhald á bls. 4 Sigurður Jóhannesson hagfræðingur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.