Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsbending

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsbending

						2  V í s b e n d i n g  ?  1 9 .  t b l .  2 0 1 0
Að ræna banka innanfrá.
Lærdómur frá Bandaríkjunum og Íslandi
Bandaríkjamaðurinn William K. Black sem skrifaði bókina The best way to rob a bank is to own one var 
hér á landi fyrir skömmu. Í bókinni fjallar 
hann um það hvernig sparisjóðakerfið 
bandaríska hrundi eins og spilaborg á 
skömmum tíma. Afar valdamikill einstakl-
ingur náði tangarhaldi sparisjóðunum, en 
það sem ekki skipti minna máli hafði líka 
mjög sterk pólitísk ítök. Þannig gat hann 
náð ótrúlega langt og leikið lengi lausum 
hala. Hér á eftir verður ekki fjallað sér-
staklega um sparisjóðamálið í Bandaríkj-
unum heldur aðallega skoðað sumt af því 
sem var hliðstætt við hrunið á Íslandi.
Svik stjórnenda
Aðalaðferð þeirra sem hugðust hagn-
ast á sparisjóðunum fólst í því sem Black 
nefnir stjórnunarsvik (e: control fraud). Í 
þeim fólst að eigendurnir beittu fyrirtækj-
unum bæði sem sverði og skildi. Þetta 
þekkist líka á Íslandi. Fram kom í fréttum 
að Baugur hefði eytt meira en milljarði 
króna til þess að verja Jón Ásgeir Jóhann-
esson í máli sem höfðað var gegn honum 
persónulega. Þetta hefði ef til vill þótt eðli-
legt, ef málið hefði ekki snúist um það, að 
Jón Ásgeir náði að græða persónulega með 
því að fá lán hjá Baugi, almenningsfyr-
irtækinu sem hann stjórnaði,  til þess að 
kaupa Vöruveltuna eða 10-11, og seldi svo 
aftur almenningsfyrirtækinu Baugi með 
miklum persónulegum hagnaði. Vörnin 
gekk svo vel að dómarinn taldi að þarna 
væri aðeins um eðlileg viðskipti að ræða. 
Aldrei hefur komið fram hvort skattayfir-
völd hafa skoðað þessa milljarðs greiðslu 
til málsvarnar Jóns Ásgeirs vegna brota 
hans gegn fyrirtækinu sem skattskylda. 
Fyrirtækið var líka notað sem sverð. 
Á árunum 2003-4 var Baugsmiðlunum 
beitt af mikilli hörku gegn andstæðing-
um. Gegndarlausar árásir voru á Davíð 
Oddsson, ekki síst eftir að hann hafnaði 
300 miljóna króna greiðslunni í Lond-
on. Reyndar hefði verið ástæða til þess að 
kanna sannleiksgildi sögunnar með lög-
reglurannsókn. Það er alvarlegt mál þegar 
reynt er að múta forsætisráðherra. Allir 
málsaðilar staðfestu atvik, aðeins var deilt 
um hvort um alvöru hefði verið að ræða. 
Kannski hefur vantað broskarlana hjá 
Hreini og Jóni Ásgeiri.
Traustur vinur getur gert 
kraftaverk
Þó að stjórnendur bandarísku spari-
sjóðanna hafi verið óheiðarlegir var þeim 
ljóst að þeir kæmust ekki áfram í heim-
inum án vina. Þeir vinguðust við hóp 
virtra manna sem settust í stjórnir fyr-
irtækjanna. En til þess að allt liti vel út 
skipti mestu að endurskoðunarfyrirtækin 
væru með í liðinu. Með því að tryggja sér 
topp endurskoðendur sem voru vel að sér 
í öllum bókhaldsbrellum gátu sparisjóð-
irnir sýnt mikinn hagnað ár eftir ár, án 
þess að nein ný verðmæti hefðu skapast. 
Þess vegna var hægt að greiða út mikinn 
arð og það sem skipti ekki minna máli, 
háa bónusa. Þess vegna voru allir með í 
liðinu. Það hefði verið skrítinn yfirmað-
ur sem hefði kvartað yfir viðskiptum sem 
færðu honum sjálfum í aðra hönd millj-
ónir dala. 
Það kom sér líka vel að eiga trausta vini 
í stjórnmálunum. Sparisjóðirnir studdu 
suma stjórnmálamenn ótæpilega. Fimm 
öldungardeildarþingmenn fengu svo mik-
ið, að þeir voru nefndir Keating fimman, 
en Keating var höfuðpaur í sparisjóðamál-
inu. Meðal þingmannanna voru þekktir 
menn eins og John Glenn geimfari og 
John McCain, síðar forsetaframbjóðandi. 
Þeir reyndu að hafa áhrif á rannsókn á 
viðskiptunum og losna við eftirlitsmann-
inn sem gerði Keating lífið leitt.
Hér á landi var háum fjárhæðum varið 
til flokka og einstakra stjórnmálamanna. 
Að minnsta kosti einn stjórnmálamaður 
hafði miklar efasemdir um rannsóknir á 
stórfyrirtækjum og útrásarvíkingum árið 
2003. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði 
í frægri ræðu í Borgarnesi vorið 2003: ?Í 
efnahags- og atvinnumálum hljótum við 
líka að leiða til öndvegis leikreglur hins 
frjálslynda lýðræðis. Okkur kemur ekk-
ert við hvað þeir heita sem stjórna fyr-
irtækjum landsins eða hvaða flokki þeir 
fylgja að málum. Gamlir peningar eru 
ekkert betri en nýir. Ef ketti er ætlað að 
veiða mýs þá má einu gilda hvort hann er 
svartur eða hvítur ? svo lengi sem hann 
gegnir sínu hlutverki. Í atvinnu- og efna-
hagslífinu eru það umferðarreglurnar sem 
gilda og þær eiga að vera skynsamlegar og 
í þágu alls almennings. Stjórnmálamenn-
irnir bera ábyrgð á leikreglunum en leik-
endur bera ábyrgð á því að fara eftir þeim. 
Það má leiða að því rök að afskiptasemi 
stjórnmálamanna af fyrirtækum landsins 
sé ein aðalmeinsemd íslensks efnahags- og 
atvinnulífs. ... Sama má segja um Baug, 
Norðurljós og Kaupþing. Byggist gagn-
rýni og eftir atvikum rannsókn á þessum 
fyrirtækjum á málefnalegum og faglegum 
forsendum eða flokkspólitískum? Ertu í 
liði forsætisráðherrans eða ekki ? þarna 
er efinn og hann verður ekki upprættur 
nema hinum pólitísku afskiptum linni 
og hinar almennu gegnsæju leikreglur 
lýðræðisins taki við.? (Setningin um kött-
inn mun vera tilvitnun í Deng Xiaoping, 
leiðtoga kínverska kommúnistaflokksins).
Ingibjörg hélt áfram í september 2005 
og þá ályktuðu starfsmenn efnahags-
brotadeildar ríkislögreglustjórans: ?Yf-
irlýsing Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, 
formanns Samfylkingarinnar, í fréttum 
í gær þess efnis að upphaf Baugsrann-
sóknarinnar eigi rætur í að ráðamenn hafi 
gefið veiðileyfi á fyrirtæki og einstaklinga 
eru svo alvarlegar að við þær verður ekki 
unað. Þingmaðurinn er að gefa í skyn að 
starfsfólk ríkislögreglustjóraembættisins 
hafi framið alvarleg hegningarlagabrot. 
Við starfsmenn efnahagsbrotadeildar rík-
islögreglustjórans krefjumst þess að Ingi-
björg útskýri það nákvæmlega hvað hún 
er að meina og hvað hún hefur fyrir sér. 
Það er óþolandi að kjörnir fulltrúar á lög-
gjafarþinginu bjóði starfsmönnum, sem 
valdir hafa verið til þess að rannsaka og 
saksækja efnahagsbrot, spillingarmál, ör-
yggismál og önnur vandasöm sakamál, 
upp á slíkar dylgjur.? 
Þó að stjórnendur 
bandarísku 
sparisjóðanna hafi 
verið óheiðarlegir 
var þeim ljóst að 
þeir kæmust ekki 
áfram í heiminum án 
vina. Þeir vinguðust 
við hóp virtra manna 
sem settust í stjórnir. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4