Vísbending


Vísbending - 16.07.2010, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.07.2010, Blaðsíða 1
16. júlí 2010 24. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1Nú er farið að sjást hverjar afleiðingar dóms Hæsta- réttar verða en þó er spurn- ingum enn ósvarað. Miðað við að atvinnu- rekstur gefi af sér eðlilega arðsemi borgar sig núna að leggja fram hlutafé. Þorkell Helgason skrif- ar þriðju greinina um stærðfræði í stjórnmálum og leggur til margföldun. Margir vilja banna erlenda fjárfestingu þó að þeir vilji gjarnan fá erlent fjármagn til landsins. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 2 4 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Afleiðingar dómsdags Þegar dómur Hæstaréttar í gengis-lánamálunum féll voru viðbrögð mismunandi. Flestir tóku dómn- um þó fremur vel í orði. Í Morgunblaðinu þann 17. júní sagði Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, að dómur Hæstaréttar muni frekar hafa góð en slæm áhrif fyrir efnahagskerfið og fjármálakerfið í heildina. „Þetta hefur auðvitað einhver þjóðhagsleg áhrif en ég fæ nú ekki betur séð en að mestu séu þau bara til góðs,“ sagði Gylfi. Hann hélt áfram: „Þó að þetta sé visst áfall fyrir stóru bankana þá er þetta langt innan þolmarka fyrir þá, þannig að þó þetta séu ekki góðar fréttir fyrir þá er þetta engan veginn til þess fallið að slá þá út af laginu.“ Hann taldi að sama ætti við um stærri lánafyrirtæki. Ríkisstjórnin hafi verið búin undir þessa niðurstöðu og verið væri að kortleggja málið en ekki lægi fyrir hvort stjórnvöld þyrftu að grípa til aðgerða. Sama dag fjallaði fjármálaráðherra um málið og var heldur dempaðri í fögnuði sínum: „Ég býst við að mörgum létti sem finnst sanngjarnara að reikningurinn endi þar sem hann endar heldur en að hann hvíli á heimilunum,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon í Fréttablaðinu. Óveðursský birtast Ekki leið þó á löngu áður en menn átt- uðu sig á því að eins brauð gæti verið ann- ars dauði. Þó að efnahagsráðherra teldi að áfall stóru bankanna væri langt „innan þolmarka“ er ljóst að inni í bönkunum sjálfum voru ekki allir jafnrólegir. Út á við sýndu menn stillingu en inni í bæði nýju bönkunum og þrotabúum gömlu bank- anna kepptust menn við að meta samn- inga og reikna hver áhrifin gætu orðið. Vandi bankanna er meðal annars sá að dómurinn svarar því ekki afdráttarlaust hvort öll gengistryggð lán voru ólögleg. Það er vitað að lán sem greidd voru í íslenskum krónum með viðmiðun í hlut- föllum erlendra mynta og innheimt í íslenskum krónum með sömu viðmiðun eru ólögleg (sjá 21. tbl. Vísbendingar). Jafnframt er ljóst að lán sem greidd voru út í erlendum gjaldeyri eru lögleg. Því er hins vegar ósvarað hvort löglegt var að veita lán. sem greidd voru út í íslenskum krónum og sett voru fram í „jafngildi“ íslenskrar fjárhæðar, en jafnframt tiltekið að þau jafngiltu ákveðnum erlendum fjár- hæðum í evrum, jenum og svissneskum frönkum, svo að dæmi sé tekið, og inn- heimtuseðlar gefnir út í sömu myntum. Um þetta ríkir vafi þar til fleiri dómar falla og lögmenn alls ekki sammála. Flest bílalán með erlendri myntvið- miðun eru hins vegar ólögleg og það sama gildir um íbúðalán þar sem skilmálar voru með svipuðu orðalagi. Þess vegna er ljóst að þau fyrirtæki sem fyrst og fremst veittu slík lán eru í vanda stödd. Fyrstu fórn- arlömbin eru komin fram. Bílalánafyr- irtækið Avant og eigandi þess Askar eru bæði orðin gjaldþrota. Jafnframt kemur fram á sama tíma að áhrif slíkra gjaldþrota geta valdið keðjuverkun. Sjóvá, sem átti skuldabréf á fyrirtækin, lendir í vanda. Í fyrra lagði ríkissjóður Sjóvá til fé með kaupum Seðlabankans á 73 prósenta hlut í félaginu. Kaupverðið var 11,6 milljarðar króna, 6,2 milljarðar í formi bréfa í Ösk- um Capital og 2,9 milljarðar í formi bréfa í Avant. Skuldabréf Aska eru tryggð með bréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Í Frétta- blaðinu 16. júlí segir að skuldabréf Av- ant séu tryggð með öðrum hætti og óvíst hversu mikið tap félagsins vegna þessa geti orðið. Stærstu eigendur Sjóvár ábyrgist að félagið muni standast skilyrði Fjármálaeft- irlitsins um eigið fé og gjaldþol með því að leggja Sjóvá til aukið fé ef þörf krefji. Þarna sjást dómínó-áhrifin skýrt. Avant fellur, Askar verða gjaldþrota, eignir Sjóvá spillast og ríkissjóður, Glitnir og Íslands- banki þurfa að taka á sig frekari skuld- bindingar. Ein möguleg áhrif sem ekki hafa verið rædd opinberlega eru auknar byrðar ríkisins vegna Icesave-málsins. Ef dómurinn hefur áhrif á eignir Landsbank- ans verður geta hans til þess að standa við sínar skuldbindingar minni en ella og þar með skuldbindingar ríkisins vegna lág- markstryggingar meiri. Líklegt er að áhrif af þessu tagi sjáist víðar á næstunni. framhald á bls. 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.