Vísbending


Vísbending - 03.08.2010, Blaðsíða 4

Vísbending - 03.08.2010, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 2 5 . t b l . 2 0 1 0 Aðrir sálmar Á orði er haft hversu hatrömm átök hafi verið milli manna á Íslandi fyr- ir um 100 árum eða svo. Ekki þótti það bæta rökræður þegar Jónas Jónsson frá Hriflu var upp á sitt besta (eða versta), en hann hafði einstakt lag á því að per- sónugera umræðu. Hann hikaði aldrei við að skipa flokksbræður í embætti og reka pólitíska andstæðinga þegar honum hentaði. Meðal annars mun hann hafa rekið Svein Þórarinsson listmálara sem þjóðgarðsvörð í Ásbyrgi. Þegar Jónas var spurður hvers vegna svaraði hann að Sveinn hefði ekki sinnt sínu starfi, hann hefði hleypt kindum inn í þjóðgarðinn. Sveinn kannaðist ekki við það, en Jón- as sagðist hafa sönnunargögn, það sæj- ust kindur á myndum sem Sveinn hefði málað úr Ásbyrgi. Þó að oft hafi verið tekist harkalega á, er samt óhætt að fullyrða að næstu áratugina færðist umræðan í rétta átt. Þjóðviljinn hikaði þrátt fyrir það ekki við að kalla þá sem vildu að Ísland væri í NATO landráðamenn og Bjarni Benediktsson var af sósíalistum kallaður leppur Bandaríkjamanna. Síðar tók góðlátlegt grín við af hatri og níði um andstæðinga. Á seinni árum hefur umræðunni farið aftur. Sífellt fleiri draga alla í dilka; vini og óvini, góða menn og slæma, hálf- vita og nytsama sakleysingja. Blöð gera sér mat úr ávirðingum þekktra manna, meintum eða raunverulegum. Dylgjað er um menn og málefni, hvort sem eitt- hvað býr að baki eða ekki. Líklega hefur aldrei verið jafnmikil þörf á málefnalegri umræðu og nú eftir hrun, en þá er eins og öllu sé snúið á haus. Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn er málaður sem óvættur sem vill eyðileggja landið, þegar í raun er aðeins verið setja skilyrði um eðlilega fjármálastjórnun. Evrópusambandinu er líkt við Sovétríkin eins hlægilegt og það nú er, þegar ríkin sem nýsloppin eru undan ógnarstjórn kommúnismans sóttust eftir aðild af fúsum og frjálsum vilja. Erlendir fjárfestar eru sagðir vilja arðræna þjóðina, ef þeir taka sjálfir áhættu af rekstri með því að kaupa hann í stað þess að lána til hans. Öld öfug- mælanna hefur tekið við af öld upp- lýsingarinnar. bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Málefnaleg umræða Í samfélagi manna verður sjálfstæði bæði margrætt og afstætt. Algert sjálfstæði veitist þeim einum sem einangrar sig frá samskiptum og viðskiptum við aðra í sínu félagi. Þó að einseta og meinlætalifn- aður kunni að henta einhverjum örfáum sýnir sagan að flestir sækjast eftir samfé- lagi við aðra og vilja njóta þess ávinnings sem hafa má af verkaskiptingu og verslun. Sá sem vill vera öllum óháður er jafnframt að kalla yfir sig hlutfallslega lakari lífskjör en sá nýtur sem vill deila fullveldi og sjálf- stæði með öðrum. En eru ekki lök lífskjör ein tegund ósjálfstæðis? Íslendingar sem þjóð eru nú í þeim sporum að velta fyrir sér sjálfstæðishug- takinu. Verður Ísland sjálfstæðara ef dreg- ið er úr tengslum við Evrópu? Hvernig myndi aukið sjálfstæði lýsa sér? Og hversu miklu þyrfti til að kosta í lífskjörum í bráð og lengd? Þegar Íslendingar styrktu tengsl sín við Evrópu við upphaf 10. áratugar síðustu aldar fékkst bættur aðgangur að mörk- uðum, aukið atvinnufrelsi og lækkun tolla á fiskafurðum gegn því skilyrði að sömu reglur giltu á Íslandi og í Evrópusamband- inu og að sameiginlegur dómstóll skæri úr um ágreiningsmál. Íslensk fyrirtæki voru fljót að notfæra sér markaðsaðgang og atvinnufrelsi, sum af skynsemi sem enn er tekjuuppspretta, fjármálastofnanir með offorsi sem íslenskar eftirlitsstofnanir gerðu lítið til að hemja. Töluverð umskipti hafa orðið í fjár- málaheiminum og peningamálum frá því samningurinn um Evrópska efnahags- svæðið var undirritaður. Myntsvæði hafa stækkað og hömlur á fjármagnsflæði minnkað. Gengis- og peningastefna lýð- veldisins íslenska hefur hrakist af einu skerinu á annað í því umróti. Aukið frelsi í fjármagnsflutningum gróf undan fastgengisstefnu 10. áratugarins. Við tók tímabil fljótandi gengis sem tengt var verðbólgumarkmiði. Hrunið í október 2008 sýndi svo ekki varð um villst að þess- ari stefnumörkun var ekki nægjanlega vel fylgt eftir. Stjórnvöld hefðu þurft að beita Þórólfur Matthíasson prófessor Að smíða sér hlekki úr krónu og aurum meiri aga á svið ríkisfjármála auk þess sem gjaldeyrisvarasjóðurinn hefði þurft að vera 20-30 sinnum stærri en raun var á. Hrunið markaði endalok tilraunarinnar með íslensku krónuna. Ef þjóðin vill halda áfram að nota hana, þurfum við að lifa við gjaldeyrishöft, háa innlenda vexti og tölu- vert flökt á genginu. Festist gjaldeyrishöftin í sessi er jafnframt einboðið að forsendur aðildar Íslands að Evrópska efnahagssvæð- inu eru brostnar. Aukin tengsl við Evrópu snúast þess vegna ekki um tollaívilnanir á fiski heldur áframhaldandi aðgang fyr- irtækja að mörkuðum fyrir vöru og þjón- ustu og einstaklinga að evrópskum vinnu- markaði. Og ekki síður um möguleika einstaklinga og fyrirtækja til að fjármagna stærri fjárfestingar á viðráðanlegum kjör- um og geyma sparnað með sæmilega trygg- um hætti. Það er hægt að nota krónuna og gjaldeyrishöft sem grundvöll peningastefn- unnar. En það mun óhjákvæmilega hafa í för með sér lakari lífskjör og hægari hag- vöxt en sé leið aukins Evrópusamstarfs valin. Svo ekki sé minnst á svartamarkaðs- brask og spillingu sem er óhjákvæmilegur fylgifiskur gjaldeyrishafta. Nokkur árangur hefur unnist til skamms tíma í stjórn íslensks efnahagslífs. En sá ávinningur verður fljótur að hverfa verði gjaldeyrishöft, gjaldeyrisskömmtun og fjármálaleg einangrun fest í sessi. Von- andi gera ráðgjafar stjórnvalda, Seðlabanki, Peningastefnunefnd og Gjaldeyrissjóður sér grein fyrir þeirri staðreynd. Vonandi hlusta stjórnmálamennirnir, vonandi kasta þeir krónunni, helst fyrr en seinna. Hrunið markaði enda- lok tilraunarinnar með íslensku krónuna. Ef þjóðin vill halda áfram að nota hana, þurfum við að lifa við gjald- eyrishöft, háa innlenda vexti og töluvert flökt á genginu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.