Vísbending


Vísbending - 21.01.2011, Blaðsíða 1

Vísbending - 21.01.2011, Blaðsíða 1
 21. janúar 2011 3. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1Óstöðug króna hefur valdið verðbólgu á Íslandi undan- farinn áratug. Færeyingar sleppa við hana. Seðlabankinn hefur viljað beita stýrivöxt- um gegn verðbólgu án árangurs. Í framtíðinni er nauðsyn- legt að finna ný stýritæki ef krónan verður áfram lögeyrir á Íslandi. Seðlabankinn sagði vorið 2008 að bankarnir væru þróttmiklir og lausafjár- staða þeirra viðunandi. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 3 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Í grein í 41. tbl. Vísbendingar birtist mynd sem ekki vakti hrifningu allra lesenda blaðsins. Þar var sýnt annars vegar gengi danskrar krónu og hins veg- ar þeirrar íslensku gagnvart evru. Á henni kom fram að gengishreyfingar dönsku krónunnar voru engar meðan sú íslenska sveiflaðist mikið. Sú gagnrýni kom fram að þetta sýndi ekkert því að dönsk króna hefði verið fastbundin evru allan tímann og því væri þetta í raun sami hluturinn. Tenging dönsku krónunnar við evr- una er auðvitað vel þekkt, en vegna þess að Danir hafa ekki lagt sinni mynt geta þeir ákveðið einn góðan veðurdag að hætta samfylgdinni. Um þetta eru mörg dæmi. Argentínumenn reyndu lengi að láta gengi pesóans fylgja Bandaríkjadal, en gáfust svo upp og urðu að fella gengið um tugi prósenta. Myntin hefur aldrei aftur náð sér á strik. Margt bendir til þess að Danir gætu lent í vandræðum með krón- una, m.a. vegna þess að þeir hafa ekki fylgt sama aðhaldi í kjaramálum og Þjóðverjar. Tilgangurinn í fyrrnefndri grein var að benda á hve mikil áhrif þessi tenging hefði haft á verðbólgu í löndunum tveimur. Á meðan gengi helst stöðugt er verðbólgan ekki meiri á Íslandi en í viðskiptalönd- unum, eins og sást á síðustu árum 20. ald- arinnar. Hvers vegna ein mynt? Ýmsar skýringar eru á því að menn vilja eina mynt á sameiginlegum markaði. Ein er sú að með henni er allur verð- samanburður auðveldur og jafnframt einfaldar myntin viðskipti milli svæða á markaðinum. Meginástæðan er þó sú að þegar kreppur skella á leitast þjóðir við að færa til fjármuni með því að fella gengið. Í kreppunni á fjórða áratug 20. aldar varð eins konar keppni milli þjóða um að fella gengið meira en allar hinar. Ef allar þjóðir fella gengið jafnt eru menn í sömu stöðu og í upphafi. Hægt er að fara tvær meginleiðir að því að bæta samkeppnisstöðu vinnuafls. Annars vegar að stilla launahækkunum í framhald á bls. 4 Mynd 1: Verðbólga á Íslandi, í Danmörku og í Færeyjum 2002-2010 Mynd 2: Verðhækkanir á Íslandi, í Danmörku og í Færeyjum frá ársbyrjun 2001 Ísland blá lína, Danmörk rauð og Færeyjar fjólublá. Heimild: Hagstofa Íslands, Eurostat, Hagstova Föroya. Ísland blá lína, Danmörk rauð og Færeyjar fjólublá. Heimild: Hagstofa Íslands, Eurostat, Hagstova Föroya. Færeyska krónan gæti verið lausnin hóf, þannig að vinnuafl sé ekki dýrara en í öðrum löndum. Þetta er leið Þjóðverja, en hún hefur reynst Íslendingum algerlega ofviða. Hin leiðin er að láta launahækkanir og verðbólgu skiptast á, þangað til „leiðrétta“ þarf launin með gengislækkun. Með þessu

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.