Vísbending


Vísbending - 28.01.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 28.01.2011, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 1 1 3 Magnús Bjarnason Doktor í stjórnmálahagfræði Markmið landbúnaðarstefnu á Íslandi og í Evrópusambandinu Áhrif landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins á Íslandi 1 Áhrif landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins á Íslandi Dr. Magnús Bjarnason Ísland tekur þátt í Evrópusambandinu að stórum hluta til gegnum Evrópska efnahagssvæðið. Utan EES-samstarfsins eru fimm stórir málaflokkar: Landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, myntbandalagið, tollamál og fjárlög ESB. Um þessi mál munu samningaviðræðurnar snúast fyrst og fremst. Í þessari grein verður litið á landbúnaðarmálin. Fullt hús matar Matvæli er mikilvægasta afurð jarðarbúa. Flestir Evrópubúar telja sjálfsagt að búðir séu fullar af mat á viðráðanlegu verði. Það eru þó ekki nema 60 ár síðan matarskortur var í Vestur-Evrópu – og austan járntjaldsins sem áður var fylltust verslanir fyrst af vörum fyrir 20 árum. Eftir seinni heimsstyrjöldina settu stjórnmálamenn sér það takmark að Evrópu skorti aldrei aftur mat. Matvælaframleiðsla skyldi studd af hinu opinbera og var því ekki eingöngu háð lögmálum markaðarins. Landbúnaður var styrktur og innflutningshöft innleidd, bæði í ríkjunum á meginlandi Evrópu og á Íslandi. Árangurinn lét ekki á sér standa, fyrst með gnægð matar en fljótlega með offramleiðslu og sóun á fjármunum. Offramleiðsla, þótt hún kosti fjármuni, er í sjálfu sér ekki alslæm þar sem hún er eins konar trygging gegn ófyrirsjáanlegri vá, náttúruhamförum, stríði, eða sjúkdómum í plöntum og dýrum. Hins vegar veldur hún sóun. Evrópusambandið Ísland Að auka framleiðslu og framleiðni Að auka framleiðslu og framleiðni Að sjá til að markaðir, framboð og eftirspurn séu eðlileg Að sjá til að markaðir, framboð og eftirspurn séu eðlileg Að sjá til þess að bændur hafi sitt lifibrauð Að sjá til þess að bændur hafi sitt lifibrauð Að sjá til þess að matur sé á hóflegu verði Í meðfylgjandi töflu eru meginatriði landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Íslands borin saman. Þar er eitt atriði sem stingur í stúf; í íslenskum reglum er ekki rætt um að matarverð skuli vera hæfilegt. Á árunum 2003-2006 var matarverð á Íslandi um 60% hærra en meðalverð í ESB og um 20% hærra en hjá Norðurlandaþjóðunum þremur sem eru í Evrópusambandinu. Samanburðartölur rétt fyrir og eftir hrunið 2008 eru ekki nothæfar því gengi krónunnar er óþekkt eftir að hún var tekin af frjálsum markaði. Hins vegar eru íslenska landbúnaðarframleiðslan, innflutt hráefni, og kjör bænda lítt breytt frá því fyrir hrun, þannig að gera má ráð fyrir að þegar jafnvægi kemst á í íslenskum efnahag, verði matur enn talsvert dýrari hér á landi en í Evrópu. Áhrif á kaupmátt og landsframleiðslu Ísland tekur þátt í Evrópusambandinu að stórum hluta til gegnum Evrópska efnahagssvæðið. Utan EES-samstarfs- ins eru fimm stórir málaflokkar: Land- búnaðarmál, sjávarútvegsmál, mynt- bandalagið, tollamál og fjárlög ESB. Um fyrstu málin þrjú munu samningaviðræð- urnar snúast fyrst og fremst. Í þessari grein verður litið á landbúnaðarmálin. Fullt hús matar Matvæli eru mikilvægasta afurð jarðarbúa. Flestir Evrópubúar telja sjálfsagt að búðir séu fullar af mat á viðráðanlegu verði. Það eru þó ekki nema 60 ár síðan matarskort- ur var í Vestur-Evrópu – og austan járn- tjaldsins, sem áður var, fylltust verslanir fyrst af vörum fyrir 20 árum. Eftir seinni heimsstyrjöldina settu stjórnmálamenn sér það takmark að Evrópu skorti aldrei aftur mat. Matvælaframleiðsla skyldi studd af hinu opinbera og var því ekki eingöngu háð lögmálum markaðarins. Landbúnaður var styrktur og innflutningshöft innleidd, bæði í ríkjunum á meginlandi Evrópu og á Íslandi. Árangurinn lét ekki á sér standa, fyrst með gnægð matar en fljótlega með offramleiðslu og sóun á fjármunum. Of- framleiðsla, þótt hún kosti fjármuni, er í sjálfu sér ekki alslæm þar sem hún er eins konar trygging gegn ófyrirsjáanlegri vá, náttúruhamförum, stríði, eða sjúkdómum í plöntum og dýrum. Hins vegar veldur hún sóun. Í meðfylgjandi töflu eru meginatriði landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins og Íslands borin saman. Þar er eitt atriði sem stingur í stúf; í íslenskum reglum er ekki rætt um að matarverð skuli vera hæfilegt. Á árunum 2003-2006 var mat- arverð á Íslandi um 60% hærra en með- alverð í ESB og um 20% hærra en hjá Norðurlandaþjóðunum þremur sem eru í Evrópusambandinu. Samanburðartölur rétt fyrir og eftir hrunið 2008 eru ekki nothæfar því gengi krónunnar er óþekkt eftir að hún var tekin af frjálsum markaði. Hins vegar eru íslenska landbúnaðarfram- leiðslan, innflutt hráefni, og kjör bænda lítt breytt frá því fyrir hrun, þannig að gera má ráð fyrir að þegar jafnvægi kemst á í íslenskum efnahag, verði matur enn talsvert dýrari hér á landi en í Evrópu. Áhrif á kaupmátt og landsframleiðslu Ef Ísland gengur í Evrópusambandið verð- u innflutningur á evrópskum matvælum frjáls í fyllingu tímans. Þeg r Svíþjóð og Finnland gengu í sambandið árið 1995 lækkaði matarverð þar um 10% árið eft- ir. Meðal fjölskylda notar a.m.k. 15% af tekjum sínum í mat. Þar sem matarverð á Íslandi er með hæsta móti má reikna með a.m.k. 10% lækkun matvælaverðs við ESB aðild landsins, jafnvel talsvert meira. Um er því að ræða a.m.k. 1,5% kaupmátt- araukningu fyrir íslenska meðalfjölskyldu vegna lægra matarverðs. Bændur eru 2,5% þjóðarinnar og leggja til um 1,5% af þjóðarframleiðsl- unni. Meðalframleiðni bænda á Íslandi er því tæplega 60% af meðalframleiðni í þjóðfélaginu. Gera má því ráð fyrir að hægt yrði með tímanum að finna arðbær- ari störf fyrir þá bændur sem minnsta framleiðni hafa. Ef frjáls innflutningur á mat frá ESB lækkar matarverð á Íslandi munu sumir íslenskir bændur bregða búi og fara í arðbærari störf sem eru ekki eins háð styrkjum skattgreiðenda og neyt- enda. Fari helmingur bænda í meðalstörf í stað þess að framleiða ekki nema 60% af meðal manninum, mun þjóðarfram- leiðslan aukast um hálft prósentustig. (Útreikningur: 1,25% þjóðarinnar, fyrrverandi bændur, fara í meðalfram- leiðni, plús 1,25% þjóðarinnar áfram í bændastörfum á 60% framleiðni, mínus 2,5% núverandi bændur með 60% fram- leiðni. 1,25x1,0+1,25x0,6-2,5x0,6 = 0,5). Til þess að stuðla að hægfara þróun sem væri sársaukaminnst fyrir bændur er eðlilegt að semja um aðlögunartíma með- an núverandi fjárfestingar í landbúnaði eru afskrifaðar og tími gefst til að skapa önnur störf. Reynsla Finna og Svía Innganga Finnlands í ESB árið 1995 flýtti óumflýjanlegum umbótum í finnskum landbúnaði. Meðan á kalda stríðinu stóð skipti það Finna miklu að matarfram- leiðslan væri sjálfbær. Jafnframt vildu þeir halda landinu í byggð. Nálægð Rússlands minnti Finna óþægilega á það hver vann síðustu heimstyrjöld. Eftir inngönguna í Evrópusambandið fækkaði finnskum bændum og býlin stækkuðu. En heildar- framleiðslan dróst ekki saman, þótt nokk- ur tilfærsla yrði úr einni búgrein í aðra. Hjá Svíum var þessu öðru vísi farið. Í Svíþjóð höfðu jafnaðarmenn í ríkisstjórn afnumið mörg landbúnaðarhöft og dregið úr framleiðslustyrkjum, þótt tollverndin hefði verið áfram. Jafnaðarmenn fengu flest sín atkvæði frá verkamönnum í borg- um, en ekki frá bændastéttinni. Þegar Svíar gengu svo í Evrópusambandið árið 1995 þurftu þeir í raun að stíga skref aft- urábak í landbúnaðarmálefnum frá frelsi þegar landbúnaðarstefna ESB var tekin upp með sínu styrkjakerfi. Hver bruðlar mest? Evrópusambandið notar um það bil 50 milljarða evra á ári í landbúnaðarstyrki. Þetta eru um 25-30% af framleiðslukostn- aðinum (e. Producer Support Estimate). Þessi upphæð samsvarar um 100 evrum á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu á ári. Það jafngildir 400 evrum á meðalfjöl- skyldu eða um 60.000 kr. miðað við nú- verandi gengi. Á Íslandi fara um það bil 10 milljarð- ar króna á ári í landbúnaðarstyrki, dreift á 320 þúsund Íslendinga. Það eru liðlega 30.000 kr. á mannsbarn eða 120.000 kr. á fjögurra manna fjölskyldu. Um 50-60% af íslenskum landbúnaðarfram- framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.