Vísbending


Vísbending - 10.03.2011, Blaðsíða 1

Vísbending - 10.03.2011, Blaðsíða 1
10. mars 2011 10. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1Bankahrun á Íslandi kom öllum á óvart. Þó mátti sjá það fyrir í byrjenda- bók um bankafræði. Paul Krugman, Nóbels- verðlaunahafinn knái, er yfirlýsingaglaður um velsæld Íslendinga. Góðir stjórnunar- hættir eru fyrsta skrefið í átt til farsæls fyrirtækjareksturs. Íslendingar fá nú að njóta þess að þeir sem lögreglan þarf að yfirheyra eru handteknir. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 0 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Margir hafa velt því fyrir sér hve-nær hægt var að sjá að bank-arnir á Íslandi myndu sigla í strand. Langar skýrslur um málið komast ekki að óyggjandi niðurstöðu, en það eina sem allir eru sammála um er að vandinn er einhverjum öðrum að kenna. Þeir sem ráku bankana hljóta að hafa haft sérþekk- ingu á bankarekstri almennt. Enginn fær að keyra bíl nema með því að fara á nám- skeið og taka próf. Það sama gildir um flugvélar og skip. Læknar þurfa að læra og þjálfa sig í fjölmörg ár áður en þeir mega kalla sig sérfræðinga. Hárskerar hengja prófskírteinin upp á vegg, þannig að enginn haldi að þar séu fúskarar. Þess vegna er líklega ekki til of mikils mælst að bankamenn hafi lokið inngangsnámskeiði um banka og peninga. Ein byrjendabók um efnið nefnist: The Economics of Bank- ing, Liquidity, and Money eftir Peter M. Gerber og Steven R. Weisbrod. Bókin kom út árið 1992 og því síður en svo glæ- ný vísindi. Hér á eftir könnum við hvað þessi bók segir um siðferðilega áhættu í bankarekstri. Hvernig verður góður banki slæmur? Sá sem vissi svarið við þessari spurningu hefði getað sparað íslenska ríkinu, fyr- irtækjum og einstaklingum hundruð, ef ekki þúsundir milljarða. Ekki er líklegt að svör hans hefðu notið almennrar við- urkenningar. Á Íslandi á lýðskrumið yfir- leitt greiðan aðgang að bæði fjölmiðlum og hjörtum almennings. Rödd skynseminnar á þó að komast að hjá þeim sem hafa aka- demískt nám að baki, ekki síst þeim sem telja sig sérfræðinga á einhverju sviði. Hvar er líklegt að siðferðið bregðist? Þeir Ger- ber og Weisbrod nefna fjögur aðal dæmi um að slíkt geti gerst. Þeir segja að þess- ar leiðbeiningar séu gagnlegar fyrir banka hvar sem er í heiminum. Gott hefði verið ef einhver Íslendingur hefði rennt yfir þær á árunum 2003-5, en atriðin fjögur kom- ast fyrir á hálfri blaðsíðu í bókinni: Allt samkvæmt bókinni Varist að stækka of mikið og of hratt. Ef efnahagsreikningur banka vex mjög hratt getur það orðið til þess að hann láni of mikið í hlutfalli við eiginfé. Það getur líka leitt til þess að bankinn fari að lána á sviðum sem stjórnendur þekkja ekki vel. Hraður vöxtur getur komið til vegna þess að sparifjáreigendum eru boðnir vextir sem eru miklu hærri en lán með lítilli áhættu geta staðið undir. Hafið lánaflóruna fjölbreytta til þess að varast að lána mjög stóran hluta af eiginfé bankans til eins lántakanda eða hóps lán- taka sem eru undir sömu áhættu. Ef eitt fyrirtæki lendir í vanda, eða heil atvinnu- grein eða landssvæði komast í kröggur, getur það þurrkað út allt eiginfé banka, ef áhættunni hefur ekki verið hæfilega dreift. Þess vegna ættu lán til einstakra aðila aldrei að vera nema brot af eiginfé bankans. Varist lán til þeirra sem tengjast bank- anum. Slík lán geta verið til fyrirtækja sem tengjast bankanum í flóknum fyrirtækja samsteypum. Þau gætu verið til bankamannanna sjálfra, vina þeirra og ættingja, eða jafnvel pólitískra vernd- ara þeirra. Lán af þessu tagi er auðveld- lega hægt að nota til þess að tína eignir af bankanum í gegnum einhvers konar svik. Gætið þess að eignir og skuldir stand- ist á. Dæmigert ójafnvægi skapast þegar bankinn fjármagnar sig með skamm- tímalánum en lánar viðskiptavinum sín- um til langs tíma. Það getur haft skelfileg áhrif ef eignir og skuldir eru ekki í sama gjaldmiðli. Það er freistandi að álíta að bókin sé skrifuð á Íslandi árið 2009 en ekki í Bandaríkjunum fyrir 1992. Fylgdist enginn með? Það leið örugglega ekki á löngu frá því að ríkisbankarnir tveir á Íslandi voru afhent- ir handvöldum aðilum, þar til hægt hefði verið að fara yfir þennan lista og haka við hvar hættur gætu myndast. Inni í bönk- unum virðist enginn hafa haft áhuga á því að vara við hættunni. Tómas O. Hansson sem sat í stjórn Eimskipafélagsins fyrir Björgólfsfeðga varaði hins vegar við stíf- ari reglum í grein í Morgunblaðinu vorið 2004: „Samt sem áður telja menn sérstaka vá fyrir dyrum. Þetta hefur m.a. kallað fram frumvarp nokkurra þingmanna um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti þar sem herða á ákvæði um yfirtöku- skyldu, sem t.d. setur ríkari skyldur á feðga en bræður í viðskiptum. Við getum aðeins giskað á hver sé tilgangur slíkra sérreglna.“ Engar slíkar reglur voru settar. Þvert á móti tókst sérfræðingum Lands- bankans að sýna fram á hið gagnstæða, þ.e. að feðgarnir væru óskyldir. Bókin segir fleira: Banki getur haldið áfram starfsemi löngu eftir að hann er í raun kominn á höfuðið. Hann heldur áfram að fá lánað og getur jafnvel borg- að arð og bónusa til stjórnenda. Þetta er sífellt gert í von um að betri tíð sé fram- undan. Lán sem ekki eru greidd á gjald- daga eru einfaldlega endurfjármögnuð og þannig er hægt að halda því stöðugt fram að öll lán séu í skilum. Slíkir bankar eru kallaðir lifandi lík vegna þess að þeir halda áfram starfsemi og bæta sífellt í tap- ið. Stjórnendur bankans halda af krafti áfram að lokka fjármagnseigendur til þess að leggja inn í bankann, sem ekki á fyrir skuldum. Hvers vegna láta þeir sem eiga að hafa eftirlit með starfseminni hjá líða að stoppa banka sem er kominn í þrot? Ein skýr- ingin er tryggingasjóðurinn, sem verður sjálfur gjaldþrota, ef gjaldþrot bankans eða bankanna er nógu stórt. Þess vegna hika eftirlitsaðilar við að loka bönkunum og vonast til þess að tíðin batni. Stjórn- málamenn sem oft eru vinir bankamann- anna draga lappirnar. Þetta stendur allt í bókinni. Námsbók fyrir byrjendur í bankafræðum á bls. 572- 588. Kannski náði enginn af sérfræðing- um bankanna að lesa svona langt.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.