Vísbending


Vísbending - 10.03.2011, Blaðsíða 3

Vísbending - 10.03.2011, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 1 0 . t b l . 2 0 1 1 3 framhald á bls. 4 Góðir stjórnarhættir - ef ekki núna, hvenær? Enginn vafi leikur á því að eitt-hvað brást í þeim hamförum sem íslenskt viðskiptalíf hefur farið í gegnum. Engu að síður virðist enginn vera tilbúinn til að viðurkenna mistök, nema þá með semingi í orði frekar en á borði. Stjórnir fyrirtækja geta ekki vikið sér undan ábyrgð. Margt hefði betur mátt fara. Íslenskt atvinnulíf er svipur hjá sjón frá því sem áður var og stjórnun margra fyrirtækja minnir á rústabjörgun frekar en uppbyggingu til framtíðar. Engu að síður hafa orðið ótrúlega litlar breyting- ar á stjórnarháttum. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni. Ef eitthvað er, hafa þær litlu betrumbætur síðustu ára á stjórnarháttum íslenskra fyrirtækja skolast út með skítugu baðvatninu. Eftir stendur fátt sem getur verið leiðarljós í uppbyggingu á íslensku atvinnulífi. Engu að síður virðist viljinn til þess að breyta einhverju takmarkaður. Þegar sakamálin hrannast upp, ráðlausar rústabjörgunarsveitir leita að sjálfum sér í von um gæði og frama og stjórnvöld og forysta viðskiptalífsins eru eins og fána- beri í aftakaveðri, hlýtur að vakna spurn- ing um hvort að nú sé ekki rétti tíminn til þess að gera stórátak í stjórnarháttum ís- lenskra fyrirtækja. Ef ekki núna, hvenær? Af hverju rannsóknarsetur? Í lok árs 2009 var sett á fót Rannsókn- arsetur í stjórnarháttum við Háskóla Ís- lands. Þetta var einstaklingsframtak frek- ar en vilji viðskiptalífsins og stjórnvalda eins og víðast hvar erlendis. Þrátt fyrir að flestir sæju, að oft væri þörf en nú væri nauðsyn að gera eitthvað uppbyggjandi í stjórnarháttum, var lítill áhugi á því að leggja eitthvað til málefnisins. Ráðuneyti hundsuðu bréf og fyrirspurnir seturs- ins og viðskiptalífið var til í að vera með í almannatengslamálum, en ekki leggja krónu í uppbyggingu. Þetta var flott verk- efni í orði. Rannsóknarsetrið hélt hins vegar velli með sjálfboðavinnu góðs fólks sem hefur sett saman áhugaverðar tillögur um hvernig má hafa áhrif á stjórnarhætti á Íslandi. Verkefnið er ærið enda er hægt að skapa miklu meiri verðmæti fyrir fyrirtæki og samfélagið með góðum stjórnarháttum en flestir gera sér grein fyrir. Þá er ekki einungis verið að tala um viðhorf lögfræð- inga til stjórnarhátta sem varða ábyrgð og réttlæti heldur uppbyggingu stjórna, sem móta hlutverk sitt með það að leiðarljósi að þjóna fyrirtækinu, hluthöfum og öðr- um hagsmunaaðilum – að hafa tilgang og skapa verðmæti fyrir fyrirtækið. Þessi skilningur á stjórnarháttum er sjaldgæfur hér á landi. Í raun er skilningur á stjórnarháttum afar takmarkaður á Íslandi og markast af reglum um fundarsköp og gömlum hefð- um frekar en umræðum um góða stjórn- arhætti. Hlutverk rannsóknarseturs er að vekja upp slíka umræðu, frekar en að setja skilyrði, með það að leiðarljósi að gera stjórnendum og stjórnarmönnum kleift að nýta stjórnarhætti til þess að efla upp- byggingu og rekstur fyrirtækja. Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Í byrjun árs 2011 var skipulagt verkefni til þess að vekja athygli á mikilvægi stjórn- arhátta. Fulltrúar Viðskiptaráðs Íslands, KPMG og Rannsóknarseturs í stjórn- arháttum hafa skipulagt hvatningarátak í því skyni að fá stjórnir fyrirtækja til þess að hugsa um stjórnarhætti. Ákveðið var að verðlauna fyrirtæki fyrir góða stjórn- arhætti frekar en að refsa skussunum. Rannsóknarsetur í stjórnarháttum hefur búið til ákveðinn stjórnarháttaramma sem má nota til þess að skapa umræðu í stjórn- um fyrirtækja um góða stjórnarhætti. Þessi rammi felur í sér mat á stjórnarhátt- um en reynt er að falla ekki í gryfju stofn- anahugsunar sem gengur út frá því að öll fyrirtæki séu eins. Til grundvallar á mati á stjórnarháttum er ritið Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefið er út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq OMX Iceland hf. Til hliðsjónar eru erlendar leiðbein- ingar og fræðileg umræða um góða stjórn- arhætti. Fræðileg umræða er mikilvæg í þessu samhengi enda hafa reglugerða- menn oft farið fram úr sér hvað varðar skilning á góðum stjórnarháttum. Fyr- irtækjum gefst tækifæri til þess að sækja um að fá viðurkenningu sem „Fyrirmynd- arfyrirtæki í stjórnarháttum“ (e. Excellence in Corporate Governance). Í þessu verkefni er reynt að forðast klassísk eyðufylling- arverkefnaform sem hafa oft einkennt mat á stjórnarháttum erlendis. Til þess að fyr- irtæki geti fengið viðurkenningu sem fyr- irmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum þurfa þau að útskýra og staðfesta hvernig þau nálgast stjórnarhætti. Upplýsingar um að- ferðafræði fyrirmyndarfyrirtækja verða svo birtar opinberlega. Það gerir öðrum fyr- irtækjum kleift að sjá hvernig fyrirmynd- arfyrirtæki nálgast stjórnarhætti og læra af þeim og nýta eftir því sem við á. Búið er að skapa víðtæka samstöðu um þetta verk- efni þar sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland, Samtök lífeyrissjóðanna og Rannsókn- arsetur í stjórnarháttum við Háskóla Ís- Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður Rannsóknarseturs í stjórnarháttum Mynd: Stjórnarháttaramminn Stjórn þarf að ákveða hvert hlutver hennar á að ver ; ætlar hún að leggja áherslu á, t.d. eftirlit, ráðgjöf og tengslamyndun og/eða stefnumótun og hvernig stjórnin mun vinna með stjórnendum fyrirtækisins. Verkefni stjórnar ákvarðast að miklu leyti af hlutverki stjórnar og s ýst um hv ð hún gerir og gerir ekki, um hv ð málefni er rætt, hvers konar ákvarðanir eru teknar og hvernig aðkoma stjórnar og þátttaka er í einstökum málaflokkum. Skipulag stjórnar snýst um utanumhald starfshátta stjórnar, tímann sem fer í starfsemi stjórnarinnar, skipulag f nda, nefndir og hvernig tengsl stjórnar er við st rfsmenn fyrirtækisins annars vegar og utanaðko andi aðila hins vegar. Starfshættir stjórnar snúast um hvernig stjórnin vinnur, hvernig málefni eru rannsökuð og rædd, hvernig ákvarðanir eru teknar, hvernig eftirfylgni ákvarðana er og hvernig upplýsingagjöf er háttað svo dæmi séu tekin. Lokst er það skipun stjórnar, hverjir eru stjórnarmenn. Þetta er spurning um hæfni stjórnarmanna, samsetningu stjórnar og nýliðun. Allt eru þetta þættir sem þurfa að vinna saman til þess að stjórnarhættir geti verið til fyrirmyndar. Skref í rétta átt Bættir stjórnarhættir, umræða um þá og fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum tryggja það vorki að einstök fyrirtæki falli ekki í valinn né koma þeir í veg fyrir einbeittan brotavilja stjórnarmanna. En þeir eru skref í rétta átt. Fyrsta skref af mörgum til þess að hafa áhrif á það hvernig hugsað e um s jórnarhætti á Íslandi. Það mun hafa góð áhrif. Hversu mikil áhrif er óljóst, en að gera ekkert leiðir til einskis. Sagan hefur kennt okkur að það er þörf fyrir umræðu um stjórnarhætti og að íslensk fyrirtæki h f talsvert svigrúm til þess að bæta sig. Ef ekki núna, hvenær?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.