Vísbending


Vísbending - 12.05.2011, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.05.2011, Blaðsíða 1
12. maí 2011 18. tölublað 29. árgangur ISSN 1021-8483 1 Frumvarp sjávar-útvegsráðherra um fiskveiðistjórnun er skemmdarverk. Tveir frjálshyggju- menn telja ríkið bera ábyrgð á hruni efnahagskerfisins. Voldugir menn og ríkir virðast halda að þeir megi haga sér eins og þeim sýnist. Á ríkið að ryðjast inn á heimilin og bursta tennurnar í börnum? 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 8 . t b l . 2 0 1 1 1 2 4 Boðaðar breytingar á lögum um stjórn fiskveiða benda til þess að stjórnvöld haldi áfram feigðarflani sínu í því að spilla því sem vel hefur verið gert í íslensku atvinnulífi. Eftir hrun hef- ur hagur sjávarútvegsfyrirtækja vænkast, þó að mörg þeirra séu enn í vanda vegna yfir skuldsetningar. Þó er lítill vafi á því að í fáum atvinnugreinum hafi orðið jafn- mikil umskipti og í sjávarútvegi eftir að kvótakerfið var tekið upp, einkum eftir að ríkisstjórn þeirra Steingríms J., Jóhönnu og Steingríms Hermannssonar samþykkti frjálst framsal kvóta árið 1990. Það eru almenn sannindi, að eftir því sem fyrirtæki hafa meira frelsi til þess að laga sig að aðstæðum, þeim mun betur gengur reksturinn. Ef sett eru skilyrði um stærð, staðsetningu eða hverjum má selja er líklegt að fyrirtækin sýni verri afkomu en ella. Á sínum tíma var það stefna vinstri stjórna að á hverju smáplássi skyldu vera að minnsta kosti einn togari og eitt frysti- hús. Réttlætingin var sú að með þessu móti skapaðist atvinna um allt land. Það sem skipti hins vegar máli var ekki að skapa atvinnu heldur verðmæti. Vegna þess að fiskiskip voru allt of mörg gengu veiðar nærri fiskistofnunum og sífellt varð að grípa inn í reksturinn. Sjóðasukkið Árið 1988 tók við ríkisstjórn sem ákvað að bjarga fyrirtækjum um land allt með því að stofna nokkra sjóði. Atvinnutrygg- ingarsjóður útflutningsgreina átti að skuldbreyta lánum í vanskilum í lang- tímalán. Hlutafjársjóður Byggðastofnunar var stofnaður í svipuðu skyni og átti að kaupa hlutabréf í illa stöddum fyrirtækj- um. Mikið tap varð á rekstri þessara sjóða, en einhver fyrirtæki lifðu þó af. Í framhaldinu varð hins vegar hreyf- ing í þá átt að stækka sjávarútvegsfyrirtæki með sameiningu og mörg fyrirtæki voru skráð á markað sem almenningshlutafélög. Eyðileggingarstarfsemi sjávarútvegsráðherra Sum þeirra náðu talsvert mörgum hlut- höfum, en í bankadansinum eftir aldamót voru flest þeirra tekin af markaði aftur og komust í eigu fárra. Mörg fyrirtækin fóru í gegnum svonefnda skuldsetta yfirtöku og eiginfjárhlutfall þeirra minnkaði. Auk þess voru þau sum nýtt til kaupa á hlutabréfum í öðrum fyrirtækjum eins og bönkunum. Öll sú eign hvarf í hruninu en skuldir stóðu eftir. Hagkvæmni og sanngirni Mörgum fannst ósanngjarnt, að þeir sem áttu fyrirtækin þegar kvótakerfið var sett á, gætu selt hluti í þeim með miklum hagnaði. Var þá einkum vísað til þess að kvótann hefðu fyrirtækin eignast án endur gjalds, en þau gætu síðan selt hann eða leigt frá sér. Uppruni hagnaðarins væri sem sé gjöf frá ríkinu. Þessar raddir eru skiljanlegar, en nú er hefndaraðgerð- um beitt gegn þeim sem keyptu kvótann en ekki hinum sem búnir eru að selja. Enginn vafi er á því að með því að leyfa frjálst framsal kvóta var ýtt undir hag- kvæmni í rekstri í sjávarútvegi og ekkert er að því að menn selji hlut í fyrirtæki í einni grein og færi peningana annað. Það sem einkum fór fyrir brjóstið á fólki var hve margir seldu hlutabréf sín og keyptu fyrir andvirðið lúxusjeppa eða sumarhús á Spáni. Það getur hjálpað fyrirtækjum mikið í rekstri að leigja frá sér kvóta tímabundið. Í stað þess að þau þurfi að eltast við allar tegundir geta þau einbeitt sér að ákveðn- um veiðum, til dæmis með því að skipta á veiðiheimildum í mismunandi tegundum. Nýtt frumvarp Ríkisstjórnin lýsti því yfir á sínum tíma að hún vildi fara svonefnda fyrning- arleið þar sem allur kvóti væri tekinn af útgerðinni og settur á markað á 20 árum eða svo. Guðbrandur Hannesson var for- maður nefndar um málið og hún komst einróma að þeirri niðurstöðu að vænleg- ast væri að fara svonefnda sáttaleið, þar sem hagsmunaaðilar kæmu að útfærslu málsins. Kjarasamningar voru dregnir um nokkrar vikur með ærnum tilkostnaði fyr- ir atvinnulífið í því skyni að ríkisstjórnin hyrfi frá kollsteypu í málinu. Niðurstaðan virðist hafa orðið sú að báðar orustur hafi tapast. Lögð hafa verið fram drög að frum- varpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þar segir, að sögn Fréttablaðs- ins, að með gerð tímabundinna nýtingar- samninga sé rofið hið meinta eignar- réttarlega samband veiðiheimilda. Það sé tvímælalaust mikilvægasta atriðið sem frumvarpið feli í sér. Í því er skýrt tekið fram að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu í þjóðareign og að sala á auðlindinni eða varanlegt framsal sé óheimilt. Samningar um nýtingarleyfi verða í upphafi að jafn- aði til fimmtán ára en leyfishafi eigi rétt á viðræðum um endurskoðun og hugs- anlega framlengingu samningsins um átta ár. Hér er um mjög veigamiklar breyt- ingar að ræða. Þetta þýðir að þeir sem hafa keypt kvóta hafa í raun keypt kött- inn í sekknum, því að veiðiheimildir sem áttu að vera varan legar verða í raun aðeins tímabundnar. Veiðigjaldið hækkar jafn- framt og verður í framtíðinni tvöfalt það sem áður var. Þetta er í sjálfu sér það sem auðveldast er að ná sátt um. Hækkunin er úr 9,5 prósentum í 19 prósent af aflaverð- mæti. Þá er gert ráð fyrir að tekjur af veiði- gjaldi skiptist þannig að 50 prósent renni í ríkissjóð, 30 prósent til sjávarbyggða og 20 prósent til þróunar og markaðsmála í sjávarútvegi. Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður Granda, sagði í fyrra í Vísbendingu (15. tbl.): „Ef það sjónarmið vegur þungt að baki yfirlýstum áformum um innköllun veiðiheimilda að ná meira fé út úr sjáv- framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.