Vísbending


Vísbending - 09.01.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.01.2012, Blaðsíða 1
9. janúar 2012 2. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 1Miklar deilur hafa verið í Evrópusambandinu um nýjan skatt á fjármagnsfærslur. Nú þykir það við hæfi að stjórnir fyrirtækja fari yfir störf sín á hverju ári. Það er því gagnlegt í upphafi árs að birta spurninga lista með þeim atriðum sem fara skal yfir. Laun seðlabankastjóra voru lækkuð þegar Már Guðmundsson tók við. Áður var þessu öfugt farið. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 . T B L . 2 0 1 2 1 2 4 Þegar David Cameroon beitti neitunarvaldi gegn sameiginlegum aðgerðum Evrópusambandsins vakti aðgerðin sjálf mesta athygli en minna fór fyrir því að ræða hvað það var sem hann hafnaði. Cameroon vildi að breski fjármálamarkaðurinn væri undanþeginn „ákveðnum reglum“. Ein af þeim hug- myndum sem sett hafa verið fram er að settur verði skattur á fjármagnsfærslur (e. financial transactions), afbrigði af svonefndum Tobin-skatti. Hér á eftir verður fjallað um kosti og galla skatta af þessu tagi. Hugmynd Tobins James Tobin var bandarískur hagfræðingur sem kenndi bæði við Yale og Harvard háskóla og fékk Nóbelsverðlaun í hagfræði árið 1981. Tobin naut mikillar virðingar og var meðal annars einn af efnahagsráðgjöfum Kennedys Bandaríkjaforseta. Upprunaleg hugmynd hans var að setja skatt á gjaldeyrisviðskipti. Í hvert sinn sem skipt er úr einum gjaldmiðli í annan yrði greiddur ákveðinn skattur eða gjald af fjárhæðinni sem skipti um hendur. Hug mynd hans var sú að slíkur skattur myndi auka stöðugleika í gengi gjaldmiðla eftir að Nixon Bandaríkjaforseti tilkynnti að dalur inn væri ekki lengur tengdur gullfæti. Skatt urinn myndi letja spákaupmenn sem fara frá einni mynt í aðra með von um skammtíma gróða. Tíðar hreyfingar gætu orðið til þess að skerða gróðann af tilfærslum þeirra mikið. Það er fróðlegt fyrir Íslendinga að ein af ástæðunum sem Tobin gaf upp var að með slíkum skatti myndu fjárfestar hika við að færa sig alltaf í það land sem greiddi hæstu vextina. Enn situr þjóðin uppi með „hræddar krónur“ fólks sem lét glepjast af háum vöxtum Seðlabankans sem vildi halda uppi sjálfstæðri peningastefnu. Tobin benti einmitt á slík dæmi frá Rússlandi og Mexíkó. Kannski hefði Tobin-skattur dregið kjark úr einhverjum og þannig minnkað bæði vanda hans og Íslands. Auk þess benti hann á alvarlegar afleiðingar af gengisflökti Er skattur á fjármagnsfærslur lausn á vanda Evrópu? á verðbólgu, atvinnustig og eftirspurn. Á þessu væru tvær lausnir: Sameiginlegur gjaldmiðill og fjármálastefna, sem hann taldi ákjósanlegt, eða skattur af því tagi sem hann setti fram með trega að eigin sögn. Útvíkkaður skattur Það er athyglisvert að hugmyndirnar um Tobin-skatt koma nú fram í nýrri mynd til þess að bjarga svæði sem hefur þegar tekið upp sameiginlegan gjaldmiðil (en ekki samræmda hagstjórn í raun). Nú ganga hugmyndirnar út á að taka skatt af öllum fjármagnsfærslum, þ.m.t. kaupum á hlutabréfum, skuldabréfum, gjaldeyri og framvirkum samningum. Rætt hefur verið um að skatturinn sé 0,1% af hverjum við- skiptum með hlutabréf og skuldabréf en 0,01% á afleiðuviðskiptum. Olli Rehn, efnahagsstjóri Evrópusambandsins, sagði í viðtali við BBC að það væri sanngjarnt að bankar og fjármálafyrirtæki sem bæru mikla ábyrgð á vandanum tækju þannig þátt í að leysa hann. Miðstöðvar fjármála í Evrópu eru London og Frankfurt og þar myndi slíkur skattur hafa langmest áhrif. Það er athyglisvert að Bretar snúast hart gegn honum meðan Þjóðverjar eru ásamt Frökkum helstu talsmenn hans. Engum dylst óvild Sarkozys í garð Cameroons og orðaskipti undanfarna daga benda til þess að sú óvild sé gagnkvæm. Cameroon sagði að Bretar myndu ekki taka upp slíkan skatt nema hann yrði settur á um allan heim. Hins vegar væri Frökkum heimilt að taka hann upp einum og sér. Hugmyndin er auðvitað sú að skatturinn dregur úr viðskiptum (sem að hluta til var hugmynd Tobins) og ef hann er aðeins settur á í sumum löndum er ljóst að umsvifin munu færast til þangað sem gjaldið er lægst. Þetta segir sig sjálft í alþjóðlegu fjármálaumhverfi. Hluti af þeim aðgerðum sem t.d. Bandaríkjamenn hafa gripið til eftir hrunið er að þjarma að skattaskjólum og felulöndum þar sem auðmenn hafa getað falið misvel fengið fé. Evrópusambandið gengur út á það að allir fylgi sömu reglum, einmitt í því skyni að efla viðskipti. Er skatturinn raunhæfur? Tobin sjálfur áttaði sig á því að það yrði nánast ómögulegt að setja skatt af þessu tagi á nema allar þjóðir gerðu það samtímis. Þess vegna taldi hann að skatturinn væri fyrst og fremst fræðilegt innlegg líkt og Laffer-kúrfan svonefnda sem sýnir að tekjur ríkisins geta aukist ef skattprósentan lækkar. Tobin var hugsjónamaður og vildi að skatturinn rynni til alþjóðastofnunar eins og AGS eða Alþjóðabankans. Sjálfur sagði hann að skattur á gjaldmiðlatilfærslur væri í raun runninn undan rifjum Keynes, sem hefði lagt til fjármagnsfærsluskatt árið 1936, þannig að skatturinn er kominn í hring. Svíar reyndu á sínum tíma að setja skatt á ákveðin skuldabréfaviðskipti. Jafnvel í þeirri paradís skattheimtumannsins mistókst skattlagningin algerlega og tekjur urðu innan við 5% af því sem upprunalega var gert ráð fyrir. Allir sem gátu hættu viðskiptum af því tagi sem skatturinn náði til eða færðu þau til annarra landa. Þó að Tobin-skatturinn sé settur til höfuðs spákaupmennsku er bent á það að engin leið sé að skilja á milli hennar og „eðlilegra“ viðskipta. Því yrði hann byrði á þeim sem þyrftu að stunda viðskipti sem ekki eru í eðli sínu til þess að auka áhættu í öllu fjármálakerfinu. Eins og aðrir skattar hefur hann áhrif á hegðun þeirra sem þurfa að greiða hann og margir munu feta í fótspor Svía og finna leiðir framhjá honum. Stjórnmálamenn sjá að er vinsælt meðal kjósenda að skattleggja fjármálastofnanir, en Cameroon hefur á móti náð fylgi með því að sýna sjálfstæði gagnvart „evrópska skrifræðinu“ með því að verja „hagsmuni Breta“. Þess vegna er ólíklegt að skattur af þessu tagi verði samþykktur í Evrópusambandinu öllu og þar með verða önnur ríki tregari til slíkrar skattlagningar, ef þau sjá fyrir sér að fjármálaviðskipti flytjist í auknum mæli til London.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.