Vísbending


Vísbending - 25.06.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.06.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 5 T B L 2 0 1 2 1 Gull í greipar Njarðar Tafla: Áætlaðar heildartekjur af veiðigjöldum 2012-2017 framhald á bls. 4 25. júní 2012 25. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Lögin um veiðigjald eiga eftir að reynast útgerðum og þjóðarbúinu dýr. Dómar um erlend lán hafa flækt málin og mörgu er enn ósvarað. Erlendar búðakeðjur hafa snúið við þróuninni og bætt við starfsfólki. Dramað í Evrópu hefur tekið á sig nýja mynd undanfarnar vikur. 1 32 4 Líklega munu fá lög frá Alþingi hafa jafnmikil áhrif á komandi árum og veiðigjaldalögin sem afgreidd voru í þinglok. Þau gera ráð fyrir því að veiðigjöld á sjávarútveginn næstum fimmfaldist á komandi fiskveiðiári og hækki svo í áföngum og verði loks nær áttfalt það veiðigjald sem greinin greiddi áður. Stærðargráðan af gjaldinu (sérstaka og almenna) er um 1,1% af vergri landsframleiðslu í upphafi og það hækkar svo í áföngum upp í um 1,7% af VLF. Á sama tíma ákvað meirihluti alþingismanna, þar með talið flestir þeir sem vildu skattleggja sjávarútveginn sem mest, að setja stóran hluta af þeim skatti sem innheimta á næsta ár í ótímabæra og óarðbæra gangagerð. Frumvarpið, sem upprunalega var lagt fram, er líklega einsdæmi í þing sögunni. Í greinargerð sem fylgdi frumvarpinu var bent á skelfilega ágalla á því. Höfundar greinargerðarinnar, Daði Már Kristófersson og Stefán B. Gunnlaugsson, hafa áréttað, að þótt úr sumum ágöllum hafi verið bætt í meðförum þingsins, séu enn miklir skavankar á lögunum. Í þessari grein er farið yfir áhrif laganna á greinina í heild og á nokkur stærstu sjávarútvegsfyrirtækin. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs. Í áliti meirihluta þingnefndar kom fram tekjuáætlun sem miðast við að heildarafli næstu ár samsvari meðalafla árin 2001– 2010 að viðbættum 30 þús. þorskígildis- tonnum. Þar er gert ráð fyrir 395 þús. þorskígildistonnum í botnfiskafla og 73 þús. tonnum í uppsjávarafla. Er þá reiknað með auknum þorskafla. Áætlaðar tekjur af veiðigjöldum, ef þessi aflaáætlun gengur eftir, má sjá í töflu. Samkvæmt töflunni er áformað að nettótekjur ríkissjóðs vegna álagningar sérstaks veiðigjalds á fiskveiðiárinu 2012/2013 muni nema 12,8 milljörðum kr. Meirihluti nefndarinnar bendir þó á, að mögulega kunni nettótekjurnar að hækka í allt að 13,8 milljarða kr. vegna ýmissa óvissra þátta. Meirihlutinn gerir ráð fyrir að verði nettótekjurnar meiri en 13,8 milljarðar kr. muni ráðherra bregðast við og hlutast til um að lækkun veiðigjalda nemi því sem umfram þau mörk fer. Áhrif á útgerðirnar Á mynd má sjá áætlun um áætlað veiðigjald nokkurra stærstu útgerða landsins fyrir næsta fiskveiðiár. Rétt er að leggja áherslu á að veiðigjaldið á einstakar útgerðir er talsverðri óvissu háð. Ekki er enn búið að úthluta kvóta fyrir komandi ár og jafnframt hafa stuðlar sem breyta aflaheimildum í þorskígildistonn ekki enn verið ákveðnir. Sumar útgerðir mega draga frá kostnað vegna kvótakaupa. Loks er að þess geta að meiri óvissa er um veiðar á síld, loðnu og makríl en flestum öðrum tegundum. Á myndinni sést, að gjaldið í heild nemur hundruðum milljóna króna fyrir tuttugu stærstu útgerðirnar og nálgast tvo milljarða hjá HB Granda, stærsta útgerðarfélaginu. Hagnaður HB Granda í fyrra nam um sex milljörðum króna, þannig að einhver gæti Milljónir kr. 2012/2013 2013/2014 2014/2015 2015/2016 2016/2017 Almennt gjald 4.446 4.446 4.446 4.446 4.446 Sérstakt gjald 14.294 16.709 18.326 19.943 21.560 Ívilnun vegna kvótaskulda 1.500 1.500 1.500 1.500 1.500 Áætlaðar tekjur 12.794 15.209 16.826 18.443 20.060 Mynd: Áætlað veiðigjald stærstu útgerða 2012/13 Blár hluti sérstakt veiðigjald, rauður almennt veiðigjald. Heimild: Áætlun Vísbendingar Heimild: Nefndarálit meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.