Vísbending


Vísbending - 02.07.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 02.07.2012, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 6 T B L 2 0 1 2 Íslendingar standa vel að vígi efnahagslega í samanburði við margar þjóðir þrátt fyrir bakslag árin 2007 til 2009. Í sögu mannkyns hafa ýmsar þjóðir efnast vel og búið við hagsæld og velferð en glatað veraldlegum eignum sínum aftur og ekki náð fyrri styrk um langa hríð. Öðrum hefur tekist að líta á áfall sem tímabundinn skell svo að hagsæld og velferð skaðast ekki til frambúðar. Á 20. öld eru Argentínubúar dæmi um hið fyrrnefnda. Árið 1913 eru þeir í hópi 10 best stæðu þjóða veraldar. Óáran leiddi til þess að þjóðin glataði þeirri stöðu sinni og hefur ekki náð fyrri styrk aftur. Áföll Þjóðverja á síðustu öld eru ein hin verstu sem um getur. Framsýni, aðgæsla og dugnaður leiddu til þess að efnahagsskaðinn varð ekki varanlegur. Markaður fyrir hlutabréf gegnir mikilvægu hlutverki á 20. og 21. öldinni við uppbyggingu eigna og dreifingu hagnaðar af atvinnurekstri meðal almennings og á milli kynslóða. Fyrir Íslendinga skiptir miklu máli að byggja upp eignir til síðari ára vegna hækkandi meðal aldurs. Eignir íslenskra lífeyrissjóða eru góðar í alþjóðlegum samanburði, en í þriggja stoða lífeyriskerfi skipta beinn sparn aður og eignamyndun heimila í landinu einnig miklu. Mikilvægt er að hluti þessara eigna sé ávaxtaður í útlöndum, bæði vegna eðlilegrar eigna- dreifingar og ávöxtunar, en líka vegna þess að Íslendingar eru lítil þjóð og áhættusamt er að reiða sig einvörðungu á fjárfestingu í eigin atvinnurekstri. Árin 2006 til 2009 var hlutfall alþjóðlegra eigna íslenskra lífeyrissjóða yfir 25% af heildareignum þeirra, en er nú um 23%. Norðmenn eru fyrirmynd í fjárfestingum Norðmenn hafa gengið alla leið í þessu efni. Norski lífeyrissjóðurinn eins og hann nefnist nú, eða norski olíusjóðurinn, ávaxtar 100% eigna sinna í útlöndum, þar af 60% í hlutabréfum og 40% í skuldabréfum. Þær eignir eru byggðar upp af tekjum frá olíusölu og hafa því ekki áhrif á gjaldeyrisjöfnuð. Öðru máli gegnir á Íslandi þar sem hörgull er á erlendum gjaldeyri til uppbyggingar eigna utan landsteinanna. Komum að þeirri hlið málsins hér á eftir en víkjum fyrst að ávöxtun eigna á alþjóðlegum markaði. Alþjóðlegur hlutabréfamarkaður nær til liðlega 50 kauphalla sem aðild eiga að World Federation of Exchanges og er verðmæti skáðra hlutabréfa þar alls um 50 þúsund milljarðar Bandaríkjadollara í janúar 2012. Heimsframleiðsla árið 2011 er talin hafa verið um 70 þúsund milljarðar dollara. Til samanburðar eru skráð hlutabréf í Bandaríkjunum um 17 Alþjóðleg hlutabréf eru Íslendingum mikilvæg Sigurður B. Stefánsson Hagfræðingur Mynd 1: Verðbreyting á 48 þáttum fjármálamarkaðs frá 30. mars til 29. júní 2012 Myndin sýnir hækkun og lækkun helstu þátta á fjármálamarkaði undanfarna fjóra mánuði. Heimild: Bloomberg og útreikningar höfundar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.