Vísbending


Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 4 1 T B L 2 0 1 2 1 15. október 2012 41. tölublað 30. árgangur ISSN 1021-8483 Skýrslan um Orkuveituna tæpir á einkennilegu máli frá árinu 2006. Magnús Orri Schram hefur skrifað bók þar sem hann lýsir pólitískri stefnu sinni. Framtakið er lofsvert því að nú er auðvelt að rökræða við Magnús eða samsinna honum. Sumir stjórnmálamenn hafa ekki gefið út bækur heldur haldið sig við bloggsíður. 1 32 4 Skýrsla úttektarnefndar um Orku-veitu Reykjavíkur hefur vakið athygli, sérstaklega eftirfarandi setningar: „Engar skýringar hafa komið fram á rekstrarlegum ástæðum umfangs- mikilla uppkaupa veitna á vegum Orkuveitu Reykjavíkur, ... Hið sama má segja um ýmsar þær aukaskyldur sem Orkuveita Reykjavíkur hefur samið um, samhliða kaupum á jaðarveitum, auk samstarfssamnings við sveitarfélagið Ölfus, sem að mati úttektarnefndarinnar þarfnast sérstakrar könnunar við.“ Hér á eftir verður staldrað við síðasta atriðið, samninginn við Ölfus. 500 milljónir? Þann 26. apríl 2006 voru samningsdrög milli OR og Ölfuss sam þykkt í stjórn Orkuveitu Reykja víkur með fimm atkvæðum og einn sat hjá. Tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks tóku fram að þeir hefðu fyrirvara um lagningu ljósleiðara í byggðarlaginu skv. samkomulaginu. Ekki er fyllilega ljóst fyrir hvað sveitarfélagið fær greiðslur og greiða, en í 2. grein samningsins segir: „Bæjarstjórn Ölfuss veitir framkvæmdaleyfi og greiðir fyrir skipulagsmálum eins hratt og unnt er vegna umræddra framkvæmda enda byggi þær á lögum um mat á umhverfisáhrifum fyrir hvern áfanga og viðkomandi verkþætti. Orkuveita Reykja víkur greiðir Sveitarfélaginu Ölfuss skv. 11. gr. fyrir aukið álag og vinnu sem framkvæmd­ irnar kalla á hjá sveitarfélaginu. Þetta gerir sveitarfélaginu kleift að hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf er á.“ Greiðslurnar voru 7,5 milljónir króna á ári í sjö ár, alls 52,5 milljónir króna. OR tók að sér að byggja upp nýja fjárrétt og hesthús við Húsmúla og mun annast viðhald þessara mannvirkja ... að byggja upp og lagfæra það sem snýr að smölun og afréttarmálum sem virkjunarframkvæmdirnar hafa áhrif á. Auk þessa greiðir OR Ölfusi fyrir uppgræðsluverkefni, 12,5 milljónir á ári í sex ár, eða 75 milljónir króna. Ýmis fleiri Er partíið búið? framhald á bls. 4 atriði eru nefnd, m.a. ljósleiðaratengingin. Daginn eftir eða 27. apríl voru drögin tekin fyrir í sveitarstjórn Ölfuss og segir í fundargerð: „Samkomulagið sem má meta á um kr. 500 miljónir [svo] …“ Samningur inn var samþykktur samhljóða í bæjarstjórninni og undirritaður daginn eftir. Frétt birtist af samningnum í Sunnlenska fréttablaðinu undir fyrir- sögninni Upplýstur Þrengslavegur. Í frétt- inni er sagt að samningurinn sé met inn á um 500 milljónir króna, þar af kostnaður vegna lýsingar um 250 milljónir. Allt eðlilegt? Úttektarnefndin staldrar sem fyrr segir við þennan samning. Í skýrslunni stendur: „Er í samningnum vísað beint til þess að [greitt sé] vegna þeirrar umfangs miklu vinnu sem hafi fylgt virkjunar framkvæmdum fyrirtækisins á skipulags svæði sveitarfélagsins, en í samningnum kom fram að um væri að ræða greiðslu vegna þess aukna álags og vinnu sem fram kvæmdir Orku veitunnar kölluðu á hjá sveitar félaginu og sem gerði sveitar- félaginu kleift að hraða öllum umsögnum og leyfisveitingum sem þörf væri á. [Leturbr. Vísb.] Í viðtölum úttektarnefndar hafa viðmælendur bent á að slíkt þurfi ekki að vera óvenjulegt og hafa m.a. vísað til dóms Hæstaréttar nr. 579/2010 frá 10. febrúar 2011 þar sem Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Flóahreppi hefði verið heimilt að heimta viðbótargreiðslu frá Landsvirkjun í tengslum við gerð aðal skipulags. Þótt ekki verði tekin endan leg afstaða til þess af hálfu úttektar nefndarinnar er á það bent að í fyrr greindum dómi Hæstaréttar var á því byggt að viðbótar kostnaðurinn, 6,5 millj. kr., hlyti að teljast óveru legur enda hefði áður verið unnið að skipulagi þeirrar virkjunar sem þar um ræddi á vegum sveitar félagsins og annarra nærliggjandi sveitar félaga. Í samningi Sveitar félagsins Ölfuss við Orkuveitu Reykjavíkur er hins vegar samið um, auk annarra aukaskyldna, greiðslu að fjárhæð 52,5 millj.kr. sem greiðast átti á sjö árum, til þess stjórnvalds sem fór með skipulag svæðisins og fóru greiðsl urnar fram á skipulags tíma, m.a. fyrir- hugaðrar Bitru virkjunar. Auk þess var samið um árlegt framlag Orku veitunnar til upp- græðslu fram til ársins 2012, að fjár hæð 75 millj.kr. auk annarra greiðslna og framlaga.“ Í viðtali við núverandi forstjóra OR í Kastljósi haustið 2011 kom fram að hann telji saminginn enn í gildi, en ekki yrði gerður slíkur samningur nú. Stjórnar- formaður fyrirtækisins hefur þó efasemdir í viðtali á vefsvæðinu visir.is þann 13. okt. 2012. Blaðamaður telur sig hafa heimildir fyrir því að formaðurinn hafi sagt um málið „að partíið væri búið, samningurinn yrði ekki fullefndur.“ Af samtali við formanninn má skilja að hann vilji láta á það reyna hvort samningurinn sé ólöglegur. Í fréttinni kemur fram að enn hafi ekki verið lagður ljósleiðari eða greidd veglýsing við Þrengslaveg eins og kveðið var á um í samningnum. Ámælisvert brot Haustið 2006 birtist í dagblaðinu Blaðið, sem dreift var með Morgunblaðinu frétt um framkvæmdir OR á Hellisheiði og samninginn. Þar sagði meðal annars: „Gerður var sérstakur samningur sem metinn er á fimm hundruð milljónir króna sem renna í sjóði sveitarfélagsins.“ Í leiðaraskrifum Blaðsins var vitnað til orða Björns Pálssonar héraðsskjalavarðar sem sagði: „Hreppurinn hefur selt OR sálu sína fyrir þessa framkvæmd.“ Túlka megi samninginn sem mútugreiðslur. Orkuveitan undi ekki þessum málflutningi og kærði Blaðið fyrir siða- nefnd Blaðamannafélags Íslands. Var í kærunni sérstaklega vikið að 500 milljónunum og virðist sem OR sé ósam- mála því mati, án þess að nokkurs staðar komi fram hvert mat hennar á verðmæti samningsins sé. Það mat kom t.d. ekki fram í fundargerð stjórnar Orkuveitunnar þegar samningsdrög voru samþykkt. Athygli vekur að Sunnlenska fréttablaðið var ekki kært til siðanefndarinnar, þó að

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.