Vísbending


Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 3

Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 4 1 T B L 2 0 1 2 3 framhald á bls. 4 Á tímamótum - Ritdómur skuldafangelsi. Árin þar á undan hækkuðu laun mun meira en verðbólgan ár frá ári. Þarna notar Magnús gáleysilegt orðalag sem er miður, því að annars staðar gerir hann ágætlega grein fyrir helstu göllum krónunnar og verðtryggingar. Þar bendir hann réttilega á að vandinn er verðbólgan en ekki verðtryggingin. Ólafur Björnsson prófessor taldi á sínum tíma að með verðtryggingunni myndu Íslendingar gera sér grein fyrir því hve mikið böl verðbólgan er. Sú spá hans hefur ekki ræst, meðal annars vegna þess að stjórnmálamenn hafa ruglað saman sökudólgnum og skaðanum sem af honum hlýst. Allt á réttri leið Magnús fer öðru hvoru úr gervi stjórnmálahugsuðar í flíkur stjórnmála- mannsins. Hann rekur hve vel stjórninni hafi tekist, en minnist líka á Alþjóða gjaldeyris- sjóðinn og þátt hans. Hætt er við að margir leggi bókina frá sér þegar fjallað er um hve vel hafi tekist til í skattlagningu og vísað til rannsókna Stefáns Ólafssonar. Magnús nefnir ekki hinn skattgúrú stjórnarinnar, Indriða H. Þorláksson, sem samdi skattkerfið sem nú hrekur fólk úr landi. Magnús vitnar í tölur Stefáns um að skatt- hlutfall á hátekjufólk hafi hækkað frá 2007. Skýringin er ekki sú að það borgi nú meiri skatta, heldur að fjármagnstekjur eru nú miklu minni en þá, en skatthlutfall var lægra á þær. Annars staðar í bókinni skrifar Magnús að markmiðið með sköttum sé fyrst og fremst að afla ríkinu tekna. Hann segir líka, réttilega, að skattkerfið þurfi að vera einfalt og hlutlaust. Til þess að hækka byrðar þeirra sem meira fá í tekjur hefur kerfið hins vegar verið gert flóknara en áður. Magnús bendir á margar brotalamir á kerfinu, en hann virðist ekki hafa verið í aðstöðu til þess að bæta það undanfarin fjögur ár. Ekki er vikið orði að skilanefndum og slitastjórnum sem hafa makað krókinn í þrotabúum í skjóli ríkisstjórnarinnar. Á bls. 16 segir: „Mikilvægasta verk efn ið var að ná jafnvægi í tekjum og gjöldum hins opinbera enda traustur rekstur grundvöllur þess sem gera þurfti.“ Ummælin eru hárrétt og því sár grætilegt að ríkisstjórnin skuli hafa gefist upp við að reka ríkissjóð hallalausan næsta ár. Reyndar getur Alþingi tekið í taumana, en í minnum er haft þegar fjárlaga- nefnd undir forystu Karls Steinars Guðna- sonar minnkaði halla frá fjárlagafrumvarpi fyrir um tuttugu árum. Magnús og félagar gætu enn fylgt því fordæmi. Margt hárrétt Þó að bent hafi verið á ýmislegt sem ekki fellur að stefnu Vísbendingar er meirihluti bókarinnar þó jákvætt innlegg í stjórnmálin. Magnús segir að það sé ekki hlutverk ríkisins að skapa störf heldur að búa til umgjörð um heilbrigðan vinnumarkað. Tryggja verði að ungt fólk sem nú kemur inn á vinnumarkaðinn flýi ekki land heldur kjósi að búa á Íslandi og finni áhugaverð störf við hæfi. Í því sérkennilega hagkerfi sem ríkti á Íslandi fyrir hrun soguðu bankarnir til sín vel menntað fólk frá öðrum greinum. Margt bendir til þess að enn í dag yfirborgi bankarnir fyrirtæki á almennum vinnumarkaði. Fróðlegt hefði verið að ræða um það hvernig koma megi í veg fyrir að ástandið frá því fyrir hrun endurstaki sig. Magnús fjallar líka um það að vandinn er ekki að skapa tekjur heldur virðisauka. Margar af okkar helstu atvinnugreinum séu annað hvort við eða nálægt sínum stærðarmörkum. Stóriðjustefnan hefur allt of mikið markast af því að ráðamenn hafa haldið að útlendir peningar væru æskilegri en aðrir, en gleymt því að hagnaðurinn af orkusölunni þarf að vera viðunandi. Þegar nýr forstjóri Landsvirkjunar lagði fram framtíðarsýn þar sem hagnaður af orkuauðlindum yrði notaður til þess að byggja upp sjóð, sem þjóðin getur nýtt til langrar framtíðar, fékk hann skammir frá þekktum virkjunarsinna. Magnús skrifar líka um það að engin ástæða er til þess að umhverfismál snúist um ás milli hægri og vinstri. Reyndar hafa margir virkjunarsinnar á Íslandi líka verið miklir náttúruunnendur. Frá gangur við mannvirki Landvirkjunar og Orku- veitunnar er t.d. yfirleitt til mikillar fyrir- myndar. Kárahnjúkavirkjun hefur breytt náttúrunni, en unnið margt til hins betra. Aðgengi að ýmsum náttúruperlum er nú betra en áður vegna samgöngubóta sem tengjast mannvirkjum. Skemmtilegt er að lesa skrif Magnúsar um tölvuleikjaiðnaðinn. Á sínum tíma benti Oddur heitinn Benediktsson prófessor á að af tölvuleikjum mætti vel hafa góðan arð og uppskar góðlátlegt bros sumra. Sem betur fer létu íslenskir hugvitsmenn það ekki stoppa sig. Ekki allir jafnhávaxnir Magnús vill að Ísland verði virkt á alþjóðavettvangi og er talsmaður þess Magnús Orri Schram, Við stöndum á tímamótum Veröld 2012, 136 bls. Stjórnmálamenn á Íslandi skrifa yfirleitt ekki mikið. Stundum eru skrifin þó annað hvort í ökkla eða eyra, sumir skrifa svo mikið að fáir nenna að lesa langlokur þeirra, en flestir þegja þunnu hljóði, sérstaklega þegar kemur að grundvallartriðum. Þess vegna er lofsvert að Magnús Orri ákveður nú að gera grein fyrir skoðunum sínum í stuttri bók. Niðurstaðan er sú að Magnús hægri krati og þykir nóg um hve langt margir félagar hans hafa færst til vinstri. Kannski kemur það einherjum mest á óvart hve hrifinn hann er af markaðslausnum og lýsir yfir eindregnum stuðningi við frjáls viðskipti milli þjóða og erlenda fjárfestingu. Þó er það í samræmi við málflutning hans á þingi. Vonbrigðin með bókina felast í því hve ógagnrýninn hann er á hinn einfaldaða málflutning Samfylkingarinnar undanfarin ár. Hann gleymir þætti hennar í mörgu sem hann gagnrýnir. Til dæmis voru einkavæðing bankanna og Kárahnjúkavirkjun með stuðningi meirihluta flokksmanna, auk þess sem vera Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni 2007-9 virðist jafngleymd Magnúsi og flestum flokkssystkinum hans. En þó að bókin sé ekki hnökralaus er fengur að því að fá slíka stefnuyfirlýsingu frá ungum stjórnmálamanni. Aðdragandi hrunsinsÁ bls. 11 talar Magnús um að stefnan í ríkisfjármálum hafi aukið á ójafnvægið í þjóðarbúskapnum. Það er rétt að útgjöld ríkisins jukust allt of mikið undir stjórn sjálfstæðismanna, en því má þó ekki gleyma að nettóskuldir ríkisins voru um núll við upphaf kjörtímabilsins sem hófst árið 2007. Magnús komst ekki á þing fyrr en tveimur árum síðar, en engu að síður er það staðreynd sem margir samfylkingarmenn hafa gleymt, að flokkurinn var í ríkisstjórn árin 2007-8 og að kröfu hans voru ríkisútgjöld aukin enn meira og skattar lækkaðir, þegar ástæða hefði verið til þess fyrir ríkið að leggja peninga til hliðar. Á bls. 22 talar Magnús um „skulda- fangelsi verðtryggingar, verðbólgu og íslenskrar krónu“. Þetta er ekki nákvæmt orðalag, því að frá janúar 2008 til ágúst 2012 hækkaði lánskjaravísitala um 7% meira en launavísitala. Þar hallar á lántaka, en varla ástæða til þess að tala um

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.