Vísbending


Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 4

Vísbending - 12.11.2012, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 5 T B L 2 0 1 2 háum raunvöxtum ofan á verðtrygginguna. En segjum að lán hefðu verið óverðtryggð og borið vexti Seðlabankans á árunum 2008-10. Lánþegar hefðu þurft að greiða vextina sem fóru upp í 21% á þessum tíma. Sá sem skuldaði 20 milljónir hefði þá þurft að borga yfir fjórar milljónir á einu ári, aðeins í vexti. Langflestum hefði reynst þetta ofviða og þeir hefðu þurft að fá að bæta stærstum hluta vaxtanna á höfuðstólinn. En þetta er einmitt það sem verðtryggingin gerir, þannig að staðan væri alls ekki betri. Vandinn er fyrst og fremst verð bólgan en ekki verðtryggingin. Sanngirnisrök mæla með því að reynt verði að leysa vanda þeirra sem skulda mest með því að lækka greiðslubyrði. Þeim sem skulda meira í húsum sínum en þeir eiga verði leyft að skila húslyklunum og vera þannig lausir allra mála. Skynsemisrök mæla með því að horft sé heildstætt á þennan vanda því að þjóðfélagið líður fyrir hann. Hann verður aldrei minnkaður ókeypis og eiginfjárvandinn aldrei bættur að fullu. Á það ber þó að líta að þegar ríkið ákvað að tryggja innistæður í bönkunum talaði enginn um það hver ætti að borga. Hver greiddi fyrir gjaldþrot útrásarvíkinga upp á tugi eða hundruð milljarða króna? Allt gerist slíkt með eignatilfærslum, frá þeim sem eiga til hinna sem skulda. Ef ríkið tekur á sig að lækka skuldir hækkar það skatta í framtíðinni. En hinu má ekki gleyma að vanskil hafa aukist og í mörgum tilvikum væri lækkun lána aðeins viðurkenning á þegar orðnum hlut. Lánardrottnar væru bara að viðurkenna staðreyndir. Aðrir sálmar Gamli sorrí gráni Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. framhald af bls. 1 Þátttaka í prófkjörum hefur verið fremur dræm að undanförnu. Niðurstaðan er þannig að fyrrverandi þingmenn hafa lent í efstu sætum og lítið hefur sést af nýjum stjörnum. Í sjálfu sér er þetta ekki óvenjulegt. Oftast hefur endurnýjun orðið þannig á þingi að frambjóðendur hafa byrjað sem varaþingmenn og unnið sig upp þegar hinir urðu sendiherrar eða fóru á elliheimili. Svo er reyndar eitthvað um að fólk hefur dottið inn án annars tilefnis en að vera í framboði. Sjálfstæðismenn fengu yfirleitt fremur lítið fylgi á Austurlandi. Þegar blaðamaður hringdi í Sverri Hermannsson daginn eftir einhverjar kosningar og sagði: „Og Egill komst inn“, er sagt að Sverrir hafi svarað: „Hvaða andskotans Egill?“ Engum hafði dottið í hug að Egill á Seljavöllum kæmist inn sem annar maður á lista flokksins. Svo oft komst Egill inn við ótrúlegar aðstæður að einhverjum varð að orði: „Skyldi hann þurfa að bjóða sig fram?“ Aðrir hafa hins vegar sóst hart eftir þingsæti og ekki náð. Meðal þeirra er Ólafur Ragnar Grímsson, sem bauð sig fram þrisvar án þess að ná kjöri, árin 1974, 1983 og 1987. Í seinni tvö skiptin tapaði flokkurinn og missti sæti sem Ólafur var í og hafði áður verið þingsæti. En fall er fararheill. Að því kom að sá sem fyrir ofan hann var ákvað að hætta og Ólafur færðist upp. Stöku sinnum koma inn nýir frambjóðendur með hvelli. Vilmundur Gylfason vann frækinn sigur í prófkjöri árið 1978 og kom Alþýðuflokknum svo upp í 14 þingmenn af 60. Davíð Oddsson og Björn Bjarnason náðu 1. og 3. sæti í prófkjöri í Reykjavík 1991 og þannig má telja nokkur dæmi. Hitt er miklu algengara að þingmenn nái inn á þolinmæðinni. En þó að endurnýjun virðist lítil í fyrstu prófkjörum er útlit fyrir að kom- andi þing verði eitthvert hið reynslu- minnsta frá endurreisn alþingis. Í mesta lagi 25% þingmanna munu hafa setið lengur en sex ár eftir kosningar. Heppilegast væri að blanda saman fólki með ferskar hugmyndir og þeim sem þekkinguna hafa. Alþingi fer nú í gegnum svipað ferli og atvinnulífið á árunum 2004-8 þar sem reynsla var lítils metin. Allir þekkja afleiðingarnar. bj Mynd 2: Eiginfjárhlutfall þess sem keypti íbúð í janúar árið 2007 eftir stofnframlagi eiginfjárhlutfall þeirra nú milli 10 og 20%. Þeir hafa tapað frá 50 til 75% af því sem þeir áttu upphaflega. Því má þó ekki gleyma að í mörgum tilvikum hafa lánastofnanir boðið upp á greiðsluaðlögun, frystar greiðslur og fleira. Þessi ráð breyta því ekki að skaði fólks er mikill. Það á ekki að fara með fólk sem skuldar peninga eftir hagkerfishamfarir eins og glæpamenn eða bónbjargarlýð. Mynd 2 sýnir hve mikið (eða lítið) er eftir af eiginfé þeirra sem keyptu íbúð í ársbyrjun 2007 og tóku verðtryggt lán. Staðan í raun getur verið annað hvort heldur betri eða verri. Þeir sem hafa greitt samviskusamlega af láninu eiga heldur meira. Þeir sem ekki hafa einu sinni greitt vextina eru verr staddir. Svo má ekki gleyma því að íbúðir hafa hækkað eða lækkað mismikið. Sumir þeir verst settu hafa farið svonefnda 110% leið og skulda því „aðeins“ 10% meira en þeir eiga. Vandinn í raun Þessar tölur eru vissulega gremjulegar, en þær segja ekki alla sögu. Slæm eigin- fjárstaða húseigenda núna skýrist meira af háu íbúðaverði á árunum 2005-8 en hækkun lánskjaravísitölunnar. Á mynd 1 sést líka hvernig eiginfjárstaðan væri ef lán hefðu fylgt launavísitölu (blár ferill). Eiginfjárstaða þeirra sem áttu 40% í íbúð- inni þegar þeir keyptu á árunum 2006-8 væri nú 20-25%. Margir telja að vandinn verði leystur með því að afnema verðtryggingu. Það er vissu lega rétt að það orkar mjög tvímælis að lán sem eru verðtryggð skuli vera með Myndin sýnir að sá sem upprunalega átti 70% í íbúðinni og tók verðtryggt lán á nú tæplega 60%, ef hann hefur bara borgað vexti. Sá sem átti 25% eða minna í upphafi hefur tapað öllu. Heimild: Útreikningar Vísbendingar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.