Vísbending


Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 19.11.2012, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 6 T B L 2 0 1 2 og Framsóknar. Þar leiddi hann útfærslu landhelginnar í 200 mílur til sigurs. Þetta var undirstaða að stórauknum sjávarafla við landið og bætti lífskjör landsmanna. Viðsnúningur Árið 1977 hafði verðbólga minnkað niður í 27% en hafði farið upp í 40-60% árin á undan. Þá voru gerðir samningar um miklar launahækkanir og allt fór úr böndum á ný. Margir hafa bent á að Geir hefði átt að rjúfa þing þá um haustið eða snemma árs 1978 til þess að óvinsælar, en nauðsynlegar efnahagsaðgerðir, bitnuðu ekki á fylgi flokksins í kosningum. Geir gerði það ekki og kannski fannst honum að slíkt hefði verið brot á leikreglum, en Geir var mikill prinsippmaður. Í borgarstjórnarkosningum um vorið féll meirihluti sjálfstæðismanna naumlega, en þetta var í fyrsta sinn sem þeir misstu meirihlutann. Síðar um sumarið galt ríkisstjórnin svo afhroð, þó að hún héldi naumum meirihluta, en flokkarnir töpuðu fimm þingsætum hvor. Styrmir lítur fullmikið á efnahagsmálin þegar hann skýrir áföll Sjálfstæðisflokksins og Geirs. Meðal sjálfstæðismanna var lítil hrifning af því að vinna með Framsóknar- flokknum sem hafði markvisst unnið gegn öllum breytingum í frelsisátt. Ólafur Jóhannesson var ekki ein lægur í sam- starfinu og hélt Geir ekki alltaf upp lýstum. Geirfinns mál eitruðu samfélagið þar sem kjafta sögur urðu að veruleika í hugum bæði almennings og lögreglu. Vilmundur Gylfason hafði hafið siðvæðingarferil sinn í sjón varpi og hamaðist á móti einkennilegum fjárfestingum í virkjunum í Kröflu, en sú virkjun var reist undir handarjaðri Gunnar Thoroddsens iðnaðarráðherra. Þjóðfélagið var að mörgu leyti í andlegri kreppu. Bæði Gunnar og Geir fóru halloka í prófkjöri; Geir lenti í öðru sæti, fyrir neðan Albert Guðmundsson, en Gunnar í því fimmta. Leiftursókn gegn Geir Við tók fimm ára óstjórn. Fyrst myndaði Ólafur Jóhannesson stjórn með Alþýðu- bandalagi og Alþýðuflokki. Það var að mörgu leyti fráleitt að hugsa sér að Vil- mundur Gylfason og Ólafur gætu unnið saman, enda sprakk stjórnin eftir rúmlega ár. Við tóku kosningar þar sem sjálfstæðismenn lögðu af stað með „leiftursókn gegn verðbólgu“. Leiftursóknin var vel hugsað efnahagsátak, en í Þjóðviljanum var henni snúið upp í „leiftursókn gegn lífskjörum“. Styrmir Gunnarsson: Sjálfstæðis­flokkur inn – Átök og uppgjör. Útg. Veröld, 280 bls. Styrmir Gunnarsson vinnur þarft verk þegar hann segir sögu Sjálfstæðisflokksins út frá sjónarhóli stuðningsmanna Geirs Hallgrímssonar. Allt of lengi hefur verið slagsíða á umfjöllun um þennan tíma. Sagan hefst í stórum dráttum árið 1970 þegar Bjarni Benediktsson féll frá og fjarar svo út eftir að Geir hætti í ríkisstjórn árið 1985, þó að þráðurinn sé lauslega rakinn áfram. Styrmir var virkur þátt takandi í mörgum þeim við burðum sem lýst er í bókinni. Allan tím ann voru hann og Matthías Johannessen í sambandi við flesta af þeim sem sagt er frá í bók inni. Auðvitað er sagan aldrei öll sögð, það er eðli málsins samkvæmt ómögu legt. Styrmir og Matthías skrifuðu minnis blöð um símtöl og fundi og í þeim eru oft upp- lýsingar sem ekki hafa komið fram fyrr en nú. Þessi gögn eru mikilvægar heimildir, en þau lýsa auðvitað aðeins því sem sagt var á ákveðinni stundu. Viðhorf geta breyst á stuttum tíma. Menn hafa verið líklegri til þess að tala við ritstjórana þegar eitthvað bjátaði á en þegar allt lék í lyndi. Þess vegna verður saga sem sögð er af blaðamanni svona löngu seinna meiri átakasaga en atburðirnir sjálfir gáfu tilefni til. Sagan hálf Sem fyrr segir byrjar frásögnin árið 1970. Geir Hallgrímsson hafði þá verið borgarstjóri í 11 ár. Í mars var efnt til opins prófkjörs í Sjálfstæðisflokknum til þessa að stilla upp lista í borgarstjórnarkosningum. Þetta var fyrsta opna prófkjörið og tæplega sjö þúsund manns tóku þátt í því. Til samanburðar má geta þess að í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík í nóvember 2012 kusu um 7.500. Geir fékk 99% atkvæða sem var auðvitað fáheyrt utan Sovétríkjanna en sýndi miklar vinsældir hans. Í borgarstjóratíð hans voru nánast allar götur í Reykjavík malbikaðar og hitaveita lögð í hvert hús. Þessi framkvæmdatími var mikil breyting frá ládeyðunni sem áður var, en Reykjavík var nánast eins og stór sveitabær þegar Geir tók við. Borgarstjóraferill Geirs fellur utan frásagnarinnar, en þar vann hann marga sína stærstu sigra. Þegar Bjarni Benediktsson féll snögglega frá árið 1970 höfðu fáir leitt hugann að því hver yrði eftirmaður hans. Bjarni var aðeins 62 ára og við góða heilsu. Nokkrar umræður voru þó um það árið 1965, hvort ekki væri rétt að kjósa hinn unga borgarstjóra Að skrifa söguna - bókardómur varaformann í stað Gunnars Thoroddsen sem sagðist hættur í pólitík og varð sendiherra í Kaupmannahöfn. Styrmir víkur að þessu og segir að fleira hafi búið að baki hjá Gunnari en löngun hans til þess að verða forseti, en glíman við Bakkus var honum erfið á þessum tíma. Niðurstaðan varð sú að Jóhann Hafstein var kosinn varaformaður að kröfu nokkurra þingmanna. Árið 1970 kom í ljós að Jóhann var varla heppilegur formaður og leiðtogi, þó að hann hafi verið vinsæll innan flokksins og duglegur í því að skipuleggja flokksstarfið. Styrmir segir frá því að Jóhann hafi „þótt ónærgætinn í umgengni við áfengi.“ Eftir aldalangt daður forystumanna þjóðarinnar við alkóhól var óhófsdrykkja nú litin hornauga. Geir vann svo um haustið 1970 prófkjör til Alþingis en í þriðja sæti lenti Gunnar Thoroddsen, sem aldrei sætti sig við það að jafnhliða Danmerkurdvöl hans og forsetaframboðinu völdust aðrir menn til forystu sem vildu svo ekki víkja, þegar honum hentaði að snúa aftur. Það er athyglisvert hve ólíkir þeir voru, Gunnar og Geir. Geir var hugsjóna- og framkvæmda- maður, meðan Gunnar lagði mikið upp úr því að ímynd hans út á við væri sem glæstust. Báðir voru þeir prúðir í fasi, en Gunnar átti til meinfýsni og illkvittin tilsvör sem voru Geir framandi. Á árunum 1969 til 1973 missti Sjálfstæðisflokkurinn fjóra forystumenn sem féllu frá eða veiktust: Pétur Benediktsson, Bjarna bróður hans, Jóhann Hafstein og Magnús Jónsson frá Mel. Þetta setti auðvitað svip sinn á flokksstarfið og skerpti átökin. Sigurganga Geir varð formaður Sjálfstæðisflokksins árið 1973 og leiddi flokkinn í stjórnarandstöðu. Styrmir segir frá því hvernig honum tókst að koma í veg fyrir brottför varnarliðsins en undirskriftasöfnun Varins lands safnaði 55.522 nöfnum gegn áformum ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar um að reka herinn. Þetta var löngu fyrir daga Netsins og því miklu meira afrek en nú. Í kosningunum það sumar voru gild atkvæði um 114 þúsund svo að undirskriftirnar jafngiltu rétt tæplega helmingi þeirra sem tók þátt í kosningunum. Sumarið 1974 hrökklaðist vinstri stjórnin frá og boðað var til kosninga. Sjálfstæðis- flokkurinn vann mikinn sigur og fékk 42,7% atkvæða og hefur aldrei fengið jafnmikið síðan (og nánast aldrei áður). Geir varð forsætisráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.