Vísbending


Vísbending - 07.01.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 07.01.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 1 T B L 2 0 1 3 3 draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu sem er það dýrasta í heiminum. Aðgerðir Um áramótin var vandanum í raun frestað um tvo mánuði eða fram að því að Bandaríkin rekast næst upp undir skuldaþakið. Skattar voru sem kunnugt er hækkaðir á þá sem hafa meira en 400 þúsund dali í árslaun (um 50 milljónir króna) auk þess sem nokkrar aðrar breytingar voru gerðar, án þess þó að nein grundvallarbreyting yrði á skuldinni eða hallanum. Skuldin í heild skiptist í tvennt, annars vegar beina skuld vegna ríkisskuldabréfa sem eru í eigu fjárfesta innan og utan Bandaríkjanna og hins vegar skuldbindingar, einkum vegna almannatrygginga. Beina skuldin er um 2/3 hlutar heildarskuldarinnar. Ríkið fór reyndar upp í þakið strax þann 7. janúar, en þingið hefur tveggja mánaða frest til aðgerða. Ef ekkert er að gert stoppa ríkisstofnanir og ekki er hægt að greiða út bætur almannatrygginga. Þverstæðan er sú að ef þingið lætur núverandi lög gilda áfram mun hallinn minnka og skuldirnar lækka. Ýmiss konar tímabundnar frestanir og undanþágur valda því að líklegast er að skuldirnar aukist um 17% af VLF á næsta áratug. Færi þingið hins vegar í frí og léti fjárlaganefndar fulltrúadeildarinnar, sem síðar varð varaforsetaefni Romneys. Á fundinum fór forsetinn svo háðulegum orðum um andstæðinga sína sem fannst eins og hann hefði leitt þá í gildru til þess að niðurlægja þá. Hengiflugið Þegar Bandaríkin voru um það bil að rekast upp undir skuldaþakið svonefnda í ágúst 2010 sömdu flokkarnir um að setja á stofn enn eina nefndina til þess að reyna að ná sáttum um nauðsynlegar aðgerðir. Til þess að tryggja að báðir flokkar hefðu ríka ástæðu til þess að semja var ákveðið, að ef ekki næðist samkomulag um aðgerðir fyrir árslok 2012 myndu skattar hækka og útgjöld minnka, meðal annars til hersins og heilbrigðismála. Í febrúar 2012 notaði seðlabankastjórinn Ben Bernanke fyrst orðalagið „hengiflug“ til þess að lýsa þeim vanda sem þjóðfélagið gæti lent í ef ekki næðust samningar. Hækkandi skattar og minni ríkisútgjöld munu draga úr krafti efnahagslífsins og margir hagfræðingar óttast að með því móti gæti hagkerfið dregist saman, þvert á það markmið sem flestir eru sammála um. Aðrir hafa bent á það að skattar séu ekkert sérstaklega háir í Bandaríkjunum og útgjöld til hermála dragi úr hagvexti til lengri tíma litið. Jafnframt lýsi það mikilli uppgjöf að ekki sé leitað leiða til þess að Mynd 1: Skuldir bandaríska ríkisins sem hlutfall af vergri landsframleiðslu 1929-2012 Bandaríkjamenn frestuðu ákvörðunum Eftir að heimsbyggðin hafði staðið á öndinni yfir svonefndu fjárhagslegu hengiflugi sem Bandaríkin áttu að fara framaf um áramótin tók þingið loks á sig rögg og ákvað um áramótin að gera ekki neitt. Líklega hefur úrræðaleysi bandarískra stjórnmálamanna sjaldan birst jafn dapurlega og þessa daga. Þrátt fyrir það að enginn efist um að þeir beri ábyrgð á því að leysa vandann virðist bandarískum stjórnmálamönnum algjörlega ofviða að semja um lausn. Langur aðdragandiÍ bók sinni The Price of Politics sem kom út síðastliðið sumar rekur Bob Wood ward aðdragandann að þessari löngu stjórnmálakreppu. Saga hans hefst um það leyti sem Obama tók við árið 2009. Fyrstu tvö árin í embætti studdist Obama við meirihluta demókrata í báðum deildum þingsins. Samkvæmt bókinni má rekja stóran hluta vandans til þess tíma, því að þá vildu fylgismenn forsetans ekkert af repúblikönum vita. Starfsmannastjóri Hvíta hússins, Rahm Emanuel, sem nú er borgarstjóri í Síkagó, var afar hrokafullur og taldi að í ljósi þess að forsetinn hefði meirihluta þingmanna að baki sér væri engin ástæða til þess að semja um stórmál. „Fari þeir fjandans til, við höfum atkvæðin!“ var viðkvæði hans. Þegar repúblikanar endurheimtu meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningum haustið 2010 var þeim alls ekki í huga nein auðmýkt gagnvart forsetanum. Þeir voru staðráðnir í að sýna honum að nú hefðu þeir atkvæðin sem þurfti. Það einfaldaði ekki málið að stór hluti þeirra hafði undirritað loforð um að hækka aldrei skatta. Þeim eru eflaust enn í fersku minni háðsglósurnar sem George Bush eldri varð fyrir þegar hann braut loforð sitt um „enga nýja skatta.“ Í bókinni er rakið hvernig hver hópurinn á fætur öðrum reynir að semja um að minnka skuldir ríkisins án nokkurs árangurs. Woodward telur að forsetinn eigi þar mikla sök. Hann hafi gefið til kynna að hann væri til í að draga úr útgjöldum á ýmsum sviðum en svo dregið í land. Sérstaklega er sagt frá ræðu sem hann flutti vorið 2011 og bauð forystumönnum repúblikana, meðal annars Paul Ryan, formanni Heimild: About.com/US economy framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.