Vísbending


Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 28.01.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 T B L 2 0 1 3 Alþjóðaviðskipti og hagsmunir Íslands Kreppan mikla opnaði augu manna fyrir því hversu mikilvægt er að tryggja frjáls viðskipti á milli landa. Í lok seinna stríðsins voru settar á fót alþjóðlegu stofnanirnar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn. Við bættist sérstakur samráðsvettvangur, Almenna samkomu lagið um tolla og viðskipti, (e. General Agreement on Tariffs and and Trade, GATT), sem varð síðar að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (e. World Trade Organization, WTO). Þessar stofnanir skyldu tryggja stöðugleika og efla alþjóðaviðskipti jafnframt því að fjármagni var beint til þróunarlandanna (Alþjóðabankinn). Í umræðulotum (e. negotiation rounds) innan GATT/WTO fyrst eftir seinna stríð var mest áhersla lögð á lækkun tolla í vöruviðskiptum. Mikill árangur náðist á næstu áratugum og meðaltollar í viðskiptum iðnríkja eru nú 5% eða minna. Til grundvallar tollalækkunum innan WTO er reglan um bestu kjara viðskipti (e. Most Favored Nation Clause, MFN) sem á raunar rætur að rekja til miðalda. Þessi regla tryggir að einungis tvö stig viðskiptaréttinda eru í gildi um viðskipti milli landa, það er þjóðarréttur og alþjóðlegur réttur1. Leyfilegt er að útvíkka þjóðarrétt til annarra landa og mynda þannig fríverslunarsvæði eða tollabandalög. Með vaxandi þýðingu þjónustu- viðskipta og bankastarfsemi á alþjóða- markaði beindust sjónir manna að þessum sviðum (í Uruguay-lotunni) og varð svonefnt GATS (e. General Agreement on Trade in Services) afrakstur fjölþjóða viðræðna um afnám hindrana á sviði þjónustu. Meðal þess sem áunnist hefur er beiting bestu kjara reglu í þjónustuviðskiptum. Þótt grunnur undir árangursríkar viðræður hafi verið lagður er langt í land með að aðildarríki WTO hafi opnað markaði sína fyrir þjónustuviðskiptum. Meðal óleystra vandamála eru bankaviðskipti yfir landamæri, samhæfing við fjármálaeftirlit og hvernig viðskiptafrelsi samræmist fjármálastöðugleika og þjóðhagsvarúð auk verndunar höfundarréttar2. Doha-viðræðurnar áttu að tryggja frjálsari markaðs aðgang undir GATS. Samningalota WTO í Doha var svæfð árið 2008, meðal annars vegna ósamkomulags um markaðsaðgang fyrir landbúnaðarvörur og þjónustu. Það er forsenda fyrir frekari efnahagsframförum í heiminum að þessar samningaviðræður fari aftur í gang. Mikilvægt er að þeim ljúki með bættum markaðsaðgangi og lækkun tolla fyrir landbúnaðarafurðir og almennt frjálsari þjónustuviðskiptum svo sem bankastarfsemi yfir landamæri. Tengsl framleiðslu og viðskipta Sá mikli árangur sem náðst hefur í samninga lotum GATT/WTO er ekki aðeins að þakka víðsýni ríkisstjórna heldur endurspeglar hann einnig þarfir nútíma iðnaðar. Að vísu voru viðskipti með hráefni til iðnaðar tiltölulega frjáls þegar fyrir fyrri heimsstyrjöld undir Pax Britannica. Með tækniframförum og stóraukinni rannsóknar- og þróunarstarfsemi eftir fyrri heimstyrjöld varð framleiðsla á vörum sem höfðu stuttan líftíma miðað við undirliggjandi rannsóknar- og þróunarferli æ mikilvægari. Til að standa undir kostnaði við rannsókn og þróun slíkra vara verður að selja mikið á stuttum tíma og samkeppnisformið er aðallega gæðasamkeppni fremur en verðsamkeppni. Þetta útheimtir aðgang að stórum markaði án viðskiptahindrana. Aukið viðskiptafrelsi og lækkun tolla innan GATT/WTO hélst því í hendur við þarfir iðnaðar fyrir aðgang að nýjum og stærri mörkuðum. Frumframleiðsla, svo sem landbúnaðar afurðir og afurðir byggðar á nýtingu náttúruauðlinda, krefst einnig mikillar rannsóknar- og þróunarstarfsemi, en hér birtist árangurinn einkum í nákvæmari stöðlun ásamt aukinni framleiðslu enda líftími vöru yfirleitt langur. Framleiðsla byggð á nýtingu náttúruauðlinda er yfirleitt með hækkandi jaðarkostnaði og aðallega keppt í verði. Því vilja framleiðendur eðli málsins vegna fyrst og fremst tryggja sinn heimamarkað, en sókn á nýja markaði er þeim minna kappsmál. Minni árangur hefur náðst innan GATT/WTO í opnun viðskipta og lækkun tolla fyrir landbúnaðarvörur og ýmsar aðrar vörur sem njóta mikillar verndar á heimamarkaði. 3 Frjálsari viðskipti á milli iðnríkja leiddu ekki endilega til aukinnar verkaskiptingar og sérhæfingar á milli iðngreina og landsvæða eins og búast hefði mátt við samkvæmt kenningum um viðskipti byggð á hlutfallslegum yfirburðum. Hins vegar jókst verkaskipting og sérhæfing innan iðngreina ásamt stórauknum vexti á viðskiptum með sambærilegar vörur4. Einkum varð þessi þróun sterk innan Evrópusambandsins (t.d. kaupa Þjóðverjar Peugot bíla af Frökkum en selja þeim Volkswagen á móti). Forsendur slíkra viðskipta eru þær sömu og ýttu undir sókn til aukins viðskiptafrelsis innan GATT/WTO; það er fallandi einingarkostnaður og stærðarhagkvæmni sem tengist stækkun markaða. Jafnframt hafa viðskipti yfirleitt aukist hraðar en framleiðsla og útflutningur þannig leitt hagvöxt. Innangreinaviðskipti eru nú á milli 70%-90% af utanríkisviðskiptum flestra stærri iðnríkja innan ESB5. Samþætting hagkerfanna á sviði vöru- framleiðslu er því gagnkvæm að þessu leyti. Þróun Evrópusambandsins og EES Evrópusambandið varð ekki aðeins tollabandalag með sameiginlegan ytri toll heldur þróaðist sambandið í nána samvinnu aðildarlandanna á öllum sviðum viðskipta, stjórnmála og fjármála. Eitt mikilvægasta skrefið til að efla viðskipti og hagvöxt var fjórfrelsið þar sem flæði framleiðsluþátta yfir landamæri var auðveldað. Ríki sem gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu geta einnig nýtt sér fjórfrelsið auk víðtækrar fríverslunar á innri markaði ESB sem vissulega gefur möguleika á að nýta kosti frjálsari viðskipta og auka arð af utanríkisverslun sér til hagsbóta. Gallinn við EES-aðild er að aðildarríkin taka við regluverki ESB án þess að hafa mikið að segja um setningu laga eða reglna. Öll nýrri aðildarríki ESB höfnuðu þeirri leið að stíga skrefið aðeins til hálfs með EES-samningi. EES- samningurinn hefur því ekki þroskast að neinu leyti og hin örfáu aðildarríki hans verið áhrifalitlir útlagar um stjórnmálalegt samstarf innan ESB. Á sviði þjónustuviðskipta hefur margt áunnist innan ESB og samvinnan gengur Björn Ólafsson Stjórnmálahagfræðingur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.