Vísbending


Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 04.02.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 5 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Ekki segja ekki neitt Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Þegar fjölmargir hjúkrunarfræðingar ákváðu að segja upp störfum hjá Landspítalanum á sama tíma, gættu þeir sín vandlega á því að segja að það væri algjör tilviljun. Þeir væru svo sannarlega ekki í samráði um uppsagnir, enda vissu þeir vel að fjöldauppsagnir eru ólöglegt tæki í kjarabaraáttunni. Smám saman hefur þetta gleymst eftir að ráðherra ákvað að taka uppsögnunum sem verkfallsboðun, sem ætti að bregðast við með launahækkun. Þá bregður svo við að hjúkrunar- fræðing arnir hittast á fundum og 93% þeirra hafna tilboðinu. Nú eru það ekki lengur nokkur hundruð hjúkrunarfræðinga, sem af tilviljun sögðu upp á sama degi, sem svara hver í sínu horni. Nei, nú er talað við formann félagsins, sem telur að allt of lítið felist í tilboðinu. Aðrar heilbrigðisstéttir hafa boðað að þær ætli líka að segja upp, að sjálfsögðu sem einstaklingar en ekki hópur, til þess að bæta sína stöðu. Skýringar á hegðun hjúkrunar- fræðinganna eru tvær. Í fyrsta lagi gaf velferðarráðherra upp boltann með því að hækka laun forstjórans um ríflega hjúkrunarfræðingslaun, þegar hann ætlaði, einn og sér og án samráðs við aðra forstjóra spítalans, að segja upp og taka starfi erlendis. Til þess að hægt væri að hækka launin þurfti ráðherrann að fara í kringum lög og reglur um Kjararáð. Hann bjó til sögu um að það væru alls ekki forstjóralaunin sem hefðu hækkað heldur „læknislaun“ mannsins sem í hlutastarfi væri forstjóri. Ráðherrann gaf merki um að uppsögn væri ásættanlegt vopn í kjarabaráttunni. Undirliggjandi er að verðmæti launa á Íslandi hefur snarlækkað í samanburði við nágrannalöndin. Munurinn er orðinn svo mikill að stéttir sem geta auðveldlega fengið vinnu í útlöndum eru tilbúnar að leggja á sig það umstang og óþægindi sem fylgir því að taka sig upp og flytja. Sumir láta sér nægja að taka „vaktatúra“ þar sem þeir fá há laun fyrir mikla vinnu á einhverjum afskektum stað. Aðrir ákveða taka skrefið til fulls. Það er vandi íslensks samfélags að ef kjörin batna ekki, verða aðeins þeir eftir á Íslandi sem enginn annar vill. bj framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 um sparnað, sem hafa áhrif á samfélagið og verða mörgum að umræðuefni þegar fátt er í fréttum. Vissulega var það heldur ekki til fyrirmyndar hvernig bankarnir voru reknir fyrir hrun, þar sem meginmarkmiðið virtist að auðga eigendur og einstaka starfsmenn með sýndargerningum. Eftir á að hyggja söknuðu margir gamaldags bankamanna sem settu varkárni og fyrirhyggju í fyrsta sæti. Hvað er til ráða? Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins segir m.a.: „Ef litið er til rekstrarkostnaðar allra þeirra 32 lánastofnana sem starfsleyfi höfðu árið 2001 og hann borinn saman við kostnað þeirra 14 lánastofnana sem starfsleyfi höfðu árið 2011 kemur í ljós að rekstrarkostnaður lánastofnana árið 2011 var um 30% hærri heldur en árið 2001, metið á föstu verðlagi.“ Skýringin liggur eflaust meðal annars í því að laun starfsmanna hafa hækkað mikið og sýnilega alls ekki í samræmi við árangur, sem ekki getur talist mikill þegar allir bankarnir fara á höfuðið. Yfirlýsingar sumra þeirra sem báru ábyrgð á Icesave-reikningunum alræmdu eftir EFTA-dóminn eru með ólíkindum og sýna að menn kunna ekki að skammast sín. Á mynd á bls. 1 sést hvernig rekstarkostnaður hefur þróast í bönkunum að undanförnu annars vegar og hins vegar í Landspítalanum og í níu stórum fyrirtækjum. Þar sést að mjög hallar á bankana. Hluti af hækkuninni skýrist af því að á tímabilinu hafa sérstakir skattar verið lagðir á fjármálafyrirtækin, bæði til þess að standa straum af auknu eftirliti og að því að virðist sem eins konar refsing fyrir að gömlu bankarnir komu Íslandi á kaldan klaka. Samt segja þessi orð í skýrslu Samkeppniseftirlitsins sína sögu: „Rekstrarkostnaður íslensku bankanna er hár í alþjóðlegum samanburði. Rekstrarkostnaður bankanna þriggja sem hlutfall af eignum nam 2,3% á árinu 2011. Í skýrslu um starfsemi Bankasýslu ríkisins árið 2012 kemur fram að rekstrarkostnaður 15 lítilla norrænna banka og stórra evrópskra banka sem hlutfall af eignum var á bilinu 0,6% til 1,5% á árinu 2011.“ Forráðamenn bankanna eiga ekki að bregðast illa við þessari skýrslu heldur þvert á móti að nýta sér hana til þess að standa fyrir viðamikilli endurskipulagningu á starfsemi sinni. Vera kann að endurskipulagning á atvinnulífinu í heild, skuldastöðu og eignarhaldi á fyrirtækjum hafi kallað á mikinn mannafla. Nú þegar þeim verkefnum lýkur er nauðsynlegt að hugsa málin upp á nýtt. Aðskilnaðarstefna Mjög víða um heim hafa menn staldrað við þá hættu sem felst í því að hafa fjárfestingabankastarfsemi undir sama þaki og viðskiptabanka. Þannig sé hætt við því að peningar sparifjáreigenda séu lagðir í áhættustarfsemi. Skýrsla Samkeppniseftirlitsins ræðir þetta: „Sjónum hefur einkum verið beint að aðskilnaði viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi sem lausn á þeirri hættu sem áhættusöm fjárfestingarbankastarfsemi getur skapað fyrir öryggi sparifjáreigenda í bönkum sem stunda alhliða bankastarfsemi. Þetta er þó ekki einhlýtt eins og hin alþjóðlega umræða ber glöggt vitni um. Þá eru engar vísbendingar um að ein útfærsla hvað þetta varðar hafi reynst betur en önnur. Hér á landi hefur allmikil umræða átt sér stað um aðskilnað viðskiptabanka- og fjárfestingarbankastarfsemi enda vandfundinn sá bankamarkaður sem fór jafn illa út úr fjármálakreppunni. Þetta kemur m.a. til af því að alhliða bankastarfsemi með samtvinnaða viðskiptabanka- og fjárfestingarstarfsemi hófst ekki hér á landi fyrr en með samruna Íslandsbanka og FBA árið 2000. Áður höfðu verið til sérhæfðir fjárfestingalánasjóðir fyrir einstakar atvinnugreinar, svo sem Fiskveiðasjóður og Iðnlánasjóður. Í kjölfar einkavæðingar bankanna árið 2003 jukust þóknanatekjur bankanna af fjárfestingarbankastarfsemi mikið. Ógætileg lán, m.a. til eignarhaldsfélaga, virðast hafa verið veitt til að búa til þóknanatekjur í fjárfestingarbankastarfsemi viðkomandi banka og jafnframt í strategískum tilgangi fyrir bankana og eigendur þeirra. Þessi bankastarfsemi fór út af sporinu og út fyrir þann ramma sem almennt er skilgreindur sem fjárfestingarbankastarfsemi. Þrátt fyrir að samkrull ógætilegra lánveitinga og fjárfestingarbankastarfsemi hafi átt ríkan þátt í hruni bankanna er þó unnt að benda á ýmis tilfelli fyrir bankahrun þar sem íslenskir bankar og sparisjóðir sem stunduðu einungis hefðbundna viðskiptabankastarfsemi þurftu á aðstoð að halda. Hrein viðskiptabankastarfsemi er því ekki trygging fyrir því að samfélag verði ekki fyrir tjóni af völdum fjármálafyrirtækja.“

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.