Vísbending


Vísbending - 04.03.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.03.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 8 T B L 2 0 1 3 3 Aftur 2007 á hlutabréfamarkaði Nú hafa hlutabréf í New York í Dow Jones-vísitölunni (DJ) frægu aftur náð sama styrk og árið 2007. Þetta er mikil tíðindi, því að þó að hlutabréfin séu ekki alveg jafnverðmæt að raunvirði því að í millitíðinni hefur verðlag almennt hækkað nokkuð, þá er meðaltalið engu að síður ótrúlega hátt miðað við hrunið árið 2009. 2007 víðar en á Íslandi Margir gleyma því að hrunið er ekki bundið við Ísland þó að fáar eða engar þjóðir hafi lent í jafnmiklum hremmingum og Íslendingar. Hlutbréfamarkaðurinn í New York féll um 30% á örfáum dögum í október 2008. Ári fyrr eða í október 2007 komst hlutabréfavísitalan í tæplega 14.200 stig og hafði aldrei verið hærri. Margir trúðu því að enginn endir væri á því hvert vísitalan gæti náð. En Adam var ekki lengi í Paradís. Strax í janúar 2008 var vísitalan fallin niður undir 12.000 og þrátt fyrir hetjulega baráttu bjartsýnna spákaupmanna sem toguðu hana upp um stundarsakir féll hún niður í um 11.000 um sumarið, hélst þar um hríð uns hún hrundi um haustið. Botninum var reyndar ekki náð fyrr en í mars 2009. Á myndinni má sjá hvernig vísitalan hefur þróast undanfarinn áratug. Athyglisvert er hvernig ferillinn fer upp og niður þarna ytra með svipuðum hætti og gerðist á Íslandi. Vandi Íslendinga er að þeir hafa ekki séð neitt svipað ris og orðið hefur á DJ-vísitölunni. Hvort er kreppa eða ekki? Heimsbyggðin hefur fylgst af athygli með því hvernig Bandaríkjamenn hafa lokað sig inni í sjálfheldu í ríkisfjármálum. Forsetinn og demókratar annars vegar og repúblikanar í fulltrúadeildinni hins vegar geta varla komið sér saman um hvað klukkan sé, hvað þá hvernig brúa á fjárlagahallann. Allir keppast við að lýsa því yfir að þetta ástand muni leiða miklar hörmungar yfir Bandaríkin og hagkerfi heimsins alls. Á meðan lætur Wall Street sér lítt bregða og er innblásið af bjartsýni. Hvað er um að vera? Þriðjudaginn 5. mars 2013 fór vísitalan í 14.250 stig. Skýringin getur ekki falist í sérstakri bjartsýni á þróunina heima fyrir í Bandaríkjunum. Kínverjar lýstu því raunar yfir þennan dag að þeir hygðust auka eyðslu og jákvæðar fréttir bárust af einkaneyslu í Evrópu. Umsvif höfðu líka aukist í þjónustu í Bandaríkjunum öllum að óvörum. Þar sem um 85% hagkerfis Bandaríkjanna byggir á þjónustu var síst að undra að þessar fréttir kættu verðbréfasala. Sem fyrr segir skekkir verðbólgan samanburð við fyrri met sem reyndar var ekki árið 2007 þegar verðbólgan er tekin með í reikninginn heldur árið 2000 í bólunni miklu. Evrópa á eftir Flestir telja að bandaríska hagkerfið sé litlu heilbrigðara en það evrópska. Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa þó alls ekki náð fyrri hæðum þó að FTSE hafi farið yfir 6.400 stig á þriðjudag samanborið við 6.930 stig þegar hún náði hæst (og er þá ekki búið að leiðrétta fyrir verðbólgu). Þýska DAX-vísitalan er þó í um 7.900 stigum sem er ekki langt frá meti árið 2007 þegar hún sleikti 8.000 stig. Það virðist augljóst að bjartsýni á hlutabréfamörkuðum er miklu meiri en meðal almennings og stjórnmálamanna sem sjá lítið annað en svartnættið. Í Japan og Kína eru vísitölurnar enn langt frá sínum metum. Í Japan er hún nú um þriðjungur af því gildi sem hún var í árið 1989! Og í Kína er hún enn um 2/3 af því sem hún var árið 2007, en þar hefur ferillinn niður á við verið með öðrum hætti en á Vesturlöndum. Meginskýringin á því hve vel gengur á hlutabréfamörkuðum er lágir vextir og miklir peningar í umferð. Um víða veröld var peningum dælt inn í hagkerfið til þess að koma í veg fyrir að það stoppaði. Einn af fylgifiskum mikils peningaflæðis er verðbólga. Hún hefur ekki látið á sér kræla hagkerfinu almennt nema að litlu leyti en kemur fram á hlutabréfamarkaði. Ef seðlabankar ætla að skrúfa fyrir kranann er líklegt að það komi strax fram í hlutabréfaverði. Ekki má gleyma því að hagnaður fyrirtækja hefur aukist mikið síðan mánuðina eftir hrun. Góður mælikvarði á það hvort hlutabréfaverð er hátt eða lágt er hið svonefndar V/H-hlutfall Schillers. Shiller sem er þekktur hagfræðingur hefur reiknað út verðmæti hlutabréfa sem hlutfall af hagnaði undanfarin 10 ár. Samkvæmt reiknireglu Schillers stendur hlutfallið nú í 22,8 sem er um 38% yfir meðaltalinu sem er 16,5. Árið 2007 var þetta hlutfall 26,7 og það fór yfir 40 árið 2000. Hlutfallið hefur haldist nokkuð stöðugt undanfarin tvö ár þannig að samkvæmt því er ekki víst að það lækki á næstunni. Þegar vextir eru lágir sættir markaðurinn sig yfirleitt við hærra V/H-hlutfall. Hvað er í DJ? Í þessari frægustu vísitölu heims eru nokkur af stærstu og þekkustu fyrirtækjum heims, til dæmis Coca Cola, IBM, GE og Wall-Mart. Sum bréfanna í vísitölunni hafa hækkað geysimikið, til dæmis American Express sem hefur fimmfaldast í verði. GE hefur hins vegar lækkað um 40% frá hruni en Bank of America nær þrefaldast. Til samanburðar má geta þess að eftir kreppuna miklu árið 1929 tók það hlutabréfavísitöluna aldarfjórðung að ná aftur fyrri styrk að nafnverði. Nú liðu fimm og hálft ár þar til metið frá árinu 2007 var slegið. Hvað verður kreppan sjálf löng? Heimild: Google Finance Mynd: Dow Jones hlutabréfavísitalan 2003-2013

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.