Vísbending


Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.03.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 2 T B L 2 0 1 3 1 og eftir Icesave-dóminn er ekki hægt að halda því fram að ríkisábyrgð sé á tryggingasjóðunum. Margir sem skrifa um „íslensku leiðina“ átta sig ekki á því að Landsbankinn, sem er að mestu í eigu ríkisins, hefur þegar greitt allstóran hluta Icesave-skuldarinnar og mun í fyllingu tímans borga hana alla. Hún er stór hluti af snjóhengjunni frægu og veldur því þjóðabúinu öllu vandræðum. Lánardrottnar borguðu Á Íslandi borguðu lánardrottnar brúsann við fall bankanna, en ekki innláns- eigendur. Vegna þess hve lítill hluti banka kerfisins á Kýpur er fjármagnaður með erlendu lánsfé koma hvorki íslenska leiðin né sú gríska til greina, þar sem lánardrottnar tóku á sig hluta af skellinum. Kýpversku bankarnir eru fjármagnaðir með innlánum og því er ekki önnur leið fær en að lækka innstæður, nema einhver vilji gefa þeim peninga. Menn geta svo velt því fyrir sér hvers vegna þýskir skattgreiðendur hafi ekki tekið því fagnandi að styrkja rússneskt skattaskjól. Það hlýtur samt að vekja spurningar um það hvers vegna slík starfsemi var liðin innan Evrópusambandsins. Nú verður einum banka lokað á Kýpur og hár „skattur“ settur á innstæður yfir 100 þúsund evrur í öðrum bönkum. Í breska blaðinu Guardian er sett fram sú hug mynd að ríkisstjórn Rússa muni ein- hliða bæta innstæðueigendum tapið, rétt eins og Bretar hafi gert varðandi Icesave. Sumir hafa bent á að gengisfelling hafi hjálpað íslenskum fyrirtækjum, ekki síst útflutningsgreinum. Vægi útflutnings á Kýpur er minna en á Íslandi og þar eru fiskveiðar ekki stór atvinnugrein. Því myndu ný mynt og gengisfelling hækka skuldir en ekki auka tekjur í sama mæli. Snjóhengja af erlendum skuldum hang ir yfir íslensku atvinnulífi fimm ár- um eftir hrun og fyrst nú farið að tala um leiðir til þess að losa um hana. Kýp ur gæti orðið Ísland án fisks - en með ógnvekjandi snjóhengju um langa framtíð. 25. mars 2013 12. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Atburðirnir á Kýpur minna marga útlendinga á bankahrunið á Íslandi. Verðbólgu á Íslandi má rekja til óstöðugrar krónu og óraunhæfra launahækkana. Markaðsmisnotkun í tveimur bönkum hefur nú verið kærð. Var hún leyndarmál? Það er ekkert grín fyrir stjórnmálaflokk ef einhver stelur stefnu hans og stuðningsmönnum. 1 32 4 Er Kýpur Ísland án fisks? Vandræði Kýpverja hafa vakið mikla athygli. Margir telja vænlegt fyrir eyjaskeggja að fara „íslensku leiðina“ og borga ekki skuldir óreiðumanna. Í viðtölum við innfædda kemur þetta sjónarmið fram, sem og í greinum í virtum blöðum erlendis. Vissulega er það hin eðlilega leið á frjálsum markaði, en eins og Íslendingar þekkja er hún fjarri því að vera sársaukalaus eða fljótleg. Sumt virðist í fljótu bragði líkt með Kýpur 2013 og Íslandi 2008. Ofvaxið bankakerfi Stærð bankakerfisins á Kýpur er um átta sinnum verg landsframleiðsla. Þetta er svipað og íslenska bankakerfið var fyrir hrun. Margir vöruðu við því að kerfið hefði vaxið Íslendingum yfir höfuð og slíkt væri uppskrift að „harðri lendingu“, þó að fáir hafi búist við þeirri brotlendingu sem raunin varð. Á Kýpur er stór hluti banka- kerfisins fjármagnaður með innlánum frá Rússlandi. Opinberar tölur segja að Rússar eigi milli 30 og 40% innstæðna á Kýpur. Vegna þess að þeir hafa lengi notað eyjuna sem geymslustöð fyrir peninga, er talið að mörg fyrirtæki sem skráð eru á eyjunni séu í raun skattaskjól Rússa. Margir telja að bankarnir hafi verið notaðir sem þvottastöð fyrir illa fengið fé. Í því sambandi er bent á, að stór hluti erlendra fjárfestinga í Rússlandi kemur frá þessari eyju með rúmlega milljón íbúa. Lengi gekk sú saga fjöllum hærra að íslenskir bankar væru fjármagnaðir af rússnesku mafíunni. Ástæðan er væntan- lega tengsl fyrrum eigenda Landsbankans við Rússland. Þar fyrir utan fannst mörg- um uppgangur bankanna með slíkum ólík indum, að maðkur hlyti að vera í mys- unni. Svo reyndist vera, en með öðrum hætti en talið var. Þeir sem sköðuðust mest á hruni íslensku bank anna voru bankar á Vesturlöndum, ekki síst í Þýska- landi, auk Seðlabanka Íslands, sem hóf að lána bönkunum háar fjárhæðir árið 2005. Sendiherra Rússlands á Íslandi bauð í hruninu miðju hátt lán til Íslands. Sem kunnugt er varð ekkert af slíku láni frá Rússum til Íslendinga. Þrátt fyrir að þingið á Kýpur hafi hafnað tillögu um skatt á innstæður í bönkum, sem Rússar brugðust ókvæða við, höfnuðu Pútín og félagar frekari lánveitingum til Kýpverja. Allt innstæður Það sem er ólíkt með bankakerfinu á Kýpur og Íslandi er hve stór hluti skulda bankans er við innstæðueigendur. Fáir átta sig á því að þeir, sem leggja peninga sína inn, eru að lána bankanum peninga. Með neyðarlögunum á Íslandi voru innlán sett í forgang og veitt á þeim ríkisábyrgð með yfirlýsingu forsætisráðherra. Sú yfirlýsing náði þeim tilgangi sínum að róa sparifjáreigendur, en hefðu þeir haldið áfram að taka út peninga eins og dagana fyrir hrun hefði yfir lýsingin verið haldlítil. Á Kýpur hefur bankahrunið átt sér aðdraganda. Bankarnir töpuðu miklu fé þegar þeir urðu að gefa eftir hluta lána til grískra banka. Fyrir ári lækkaði láns- fjármat landsins í ruslflokk. Þar með gat ríkið ekki fengið lán hjá Evrópska seðlabankanum og varð að leita á náðir Rússa sem lánuðu því 2,5 milljarða evra. Þetta var ekki nóg. Fulltrúar þríeykis ins, AGS, Evrópusambandsins og Evrópska seðlabankans, hafa lengi átt í viðræðum við ríkisstjórn Kýpur. Samt náðist aldrei samkomulag sem eyjaskeggjar sættu sig við. Talið er að um 17 milljarða evra vanti inn í kerfið og Kýpverjum var gert að finna um sjö milljarða sjálfir. Að tillögu forseta Kýpur, Nicos Anastasiades, var ákveðið að afla fjár með skatti á allar innstæður í bönkum, einnig þær sem eiga að vera tryggðar með lágmarkstryggingum, þ.e. undir 100 þúsund evrum (um 16 milljónum króna). Þríeykið féllst á þessar tillögur mörgum til undrunar. Tímaritið Economist hefur til dæmis lýst yfir furðu sinni, því að slíkt hlyti að grafa undan trú manna í öðrum löndum á tryggingakerfinu. Þó að tillagan kæmi frá forseta Kýpur kenna innfæddir Evrópusambandinu og Merkel um. Öllum ætti að vera ljóst að trygginga- kerfið er ekki burðugt í neinu landi

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.