Vísbending


Vísbending - 08.04.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 08.04.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 4 T B L 2 0 1 3 Seðlabankans, að það sé eitthvað sem lántakendur hafi getað vænst, en það sem hafi farið fram yfir það, getum við skilgreint sem hluta af þessum forsendubresti.“ Útreikningar Hér á eftir eru reiknuð út 16 dæmi til að skoða afleiðingar þessarar tilllögu fyrir húsnæðiseigendur og húsnæðisskuldara. Forsendur eru þær að átta einstaklingar kaupi 100 fm íbúðir í janúar, einn á ári árin 2001 til 2008. Aðrir átta kaupa 230 fermetra sérbýli á sömu tímapunktum. Þeir taka allir vísitölubundin lán fyrir 80% af kaupverðinu árin 2001-2004, en 90% af kaupverði eftir það. Lánin eru jafngreiðslulán til 40 ára. Það þýðir að þegar hefur verið greitt sem svarar 14% af höfuðstól lánsins sem var tekið árið 2001, en um 5% af höfuðstól láns sem var tekið árið 2008. Gefum okkur svo að lántakar hafi fengið fyrirgreiðslu í samræmi við reglur 110% leiðarinnar og að „aðrar aðfararhæfar eignir“ hafi verið innan fríeignamarka. Fjármálafyrirtækin höfðu heimild til þess að takmarka skuldaniðurfærslu vegna 110% leiðarinnar við sjö milljónir króna. Sum þeirra nýttu sér þá heimild. Verð íbúða í fjölbýli er áætlað tólf milljónir króna m.v. verðlag í janúar 2001. Það hækkar síðan með vísitölu fjölbýlishúsa hjá Fasteignamati ríkisins. Sérbýlið kostaði 20 milljónir á sama tíma. Verð Forsendur og „forsendubrestur“ Skuldamál íslenskra heimila hafa verið í brennidepli frá því í október 2008. Er það að vonum enda eru skuldir einstaklinga um 110% af landsframleiðslu. Þetta er mikið. Sé litið til annarra kreppulanda má nefna að skuldir grískra heimila eru um 65% af þarlendri landsframleiðslu og Grikkir eru samt í vanda. Rétt er að halda því til haga að margir stofna til skulda í þeirri trú að skuldsetning sé skynsamleg leið til þess að flýta eignamyndun. Aðrir taka lán í þeim tilgangi að eignast fast heimilisfang og losna undan duttlungum misjafnra leigusala. Enn aðrir hafa ekki tíma til að spara og skuldsetja sig til að geta strax farið að nota bíla og aðrar slíkar eignir (á lögmannamáli er talað um „aðrar aðfararhæfar eignir“ ef eignin er þinglýst). Þá finnast þeir sem fá lán til að halda uppi háu neyslustigi vegna tímabundins tekjusamdráttar. Og síðast eru þeir sem verða að taka yfirdrátt vegna þess að það er enginn önnur leið í bili til þess að borga reikninga. Misgengi Þensla bóluárin frá aldamótum og fram til 2006-8 varð til þess að eignir þeirra sem keyptu húsnæði jukust hratt að markaðsvirði og mun hraðar en höfuðstóll verðtryggðra húsnæðislána. Á haustmánuðum 2008 snérist þessi þróun við, almennt verðlag snarhækkaði en markaðsvirði húsnæðis lækkaði. Þeir sem keyptu húsnæði á fyrri hluta þenslutímabilsins græddu því fyrst (á pappírunum) og töpuðu svo í kjölfar hrunsins vegna lækkandi markaðsverðs húsnæðis og áhrifa verðbólgunnar á höfuðstól verðtryggðra lána. Sumir talsmenn skuldsettra tala um „forsendubrest“ þar sem nafnvirði verðtryggðra lána hefur hækkað umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans. Fulltrúar stjórnmálaflokka segja margir, að almenningur eigi ekki að bera hallann af umræddum „forsendubresti“. Formaður Framsóknar flokksins hefur sagt að almenningur eigi kröfu á því að fá bættan þann skaða sem verðbólga umfram verðbólgumarkmið Seðlabankans hefur valdið. Þetta er ekki óskynsamlega mælt, en til að kanna hvort einhverjir flækjufætur séu á þessari tillögu þarf að fara í smá útreikninga. Orðrétt sagði formaðurinn á Sprengisandi þann 7. apríl: „Viðmiðunin hlýtur að vera sú sama og lagt var með í upphafi. Leiðrétting hinna sérstöku aðstæðna, forsendubrestsins sem að fjármálafyrirtækin í rauninni bjuggu til. Þetta ófyrirsjáanlega verðbólguskot sem leiddi af hruninu. Þá geta menn haft til viðmiðunar verðbólgumarkmið Tafla 1: Mat á stöðu aðila sem keyptu 100 fm íbúð á árunum 2001-2008 Þórólfur Matthíasson prófessor Kaupár Staða láns í febrúar 2013 Eigið fé í febrúar 2013 Þegar fengin leiðrétting Staða láns m.v. 4% verðbólgu Forsendu- brestur óleiðréttur Eigið fé eftir leiðréttingu Án 110% leiðréttingar Með 110% 2001 16,4 16,4 11,7 13,0 3,4 15,1 2002 16,1 16,1 12,0 13,4 2,7 14,7 2003 17,8 17,8 10,3 14,5 3,3 13,6 2004 21,2 21,2 6,9 17,2 4,0 10,9 2005 25,9 25,9 2,2 20,9 5,0 7,2 2006 31,8 30 -1,9 1,8 25,7 4,3 2,4 2007 31,5 30 -1,9 1,5 26,2 3,8 1,9 2008 34,1 30 -1,9 4,1 29,0 1,0 -0,9 Íbúð í fjölbýlishúsi, 100 fm, verðmæti í febrúar 2013 28,1 millj. kr. Fjárhæðir í millj. kr. Heimild: Útreikningar höfundar.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.