Vísbending


Vísbending - 15.04.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.04.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 5 T B L 2 0 1 3 1 Verðbólgan að baki? Eftir hrun fór verðbólgan aftur á stjá í mörgum löndum. Miklu fjármagni var dælt inn í hagkerfin og samkvæmt flestum viðurkenndum kenningum ætti það að leiða til verðbólgu. Þá vildu margir tryggja sig gegn verðhækkunum með því að kaupa gull sem ætti að vera góð verðtrygging. Óðaverðbólgan hefur þó látið á sér standa og víðast hefur verðbólga minnkað undanfarin ár. Ef seðlabankar hækka vexti og herða á útlánareglum banka dregur væntanlega enn úr verðbólgunni. Kenningin er sú að allt valdi þetta því að ekki sé lengur þörf á gulli sem verðbólguvörn. Hlutabréf hafa hækkað í verði að undanförnu og reynst betri fjárfesting en gull. Talið er að ró sé að færast yfir fjármagnseigendur þegar hluta­ bréfa markaðurinn er aftur kominn í sömu stöðu og árið 2007. Engin þessara skýringa er fyllilega vísindaleg og satt að segja minna vangaveltur þeirra sem vilja skýra markaðshegðun oft á stjórnmálaskýrendur, sem geta sagt eitt í dag og annað á morgun, því að hvorki er hægt að sanna kenningar þeirra né afsanna. 15. apríl 2013 15. tölublað 31. árgangur ISSN 1021­8483 Gull hrapaði í verði kringum helgina. Boðar það endalok kreppunnar? Margrét Thatcher vildi ekki að ríkið skipti sér af samningum um kaup og kjör. Ef allir vinna þremur árum lengur batna lífskjör á Íslandi um 2 til 3 prósent. Samningaviðræðum við ES miðar vel. Hætta skal leik þá hæst stendur, segir máltækið. 1 32 4 Gullæðið á enda Verð á gulli undanfarna tólf mánuðiTalað er um að sumir séu þyngdar sinnar virði í gulli. Slíkur maður er býsna verðmætur. Ef við reiknum með að hann vegi 85 kíló kemur í ljós að hann væri virði tæplega 500 milljóna króna miðað við opinbert gengi krónunnar. En það er ekki svo langt síðan verðmæti slíks manns hefði verið yfir 700 milljónir króna. Frá föstudeginum 12. apríl fram á mánudaginn 14. lækkaði gullverð um 15% án þess að nokkur kæmi með pottþétta skýringu. Verðið hefur verið á niðurleið frá því í október, úr 1.920 Bandaríkjadölum únsan í 1.320 þegar lægst var. Það er meira en 30% lækkun. Svona mikið verðfall á svo skömmum tíma hefur ekki sést í meira en þrjátíu ár. Silfur, sem ekki þykir jafnmerkilegt, hefur líka lækkað í verði. Hvað skýrir þetta mikla verðfall? Spekingar spekúlera Í fljótu bragði virðist sem enginn sé viss um hvað veldur. Allt í einu fóru þeir sem áttu gull að selja og skelfing virðist hafa gripið um sig. Gull er auðvitað notað í hringa og skartgripi, en ólíklegt virðist að eftirspurn eftir slíkum varningi hafi mikið að segja. Viðskipti með gull eru svo mikil á hverjum degi að ekki sæist neinn munur þó að fráskildir myndu hópast með hringa sína til bræðslu. Bent hefur verið á að stór fyrirtæki eins og Goldman Sachs og Société Générale hafi varað við því að nú færi „gullöldinni“ að ljúka. Hagkerfi Bandaríkjanna væri að styrkjast og því þyrfti ekki lengur að geyma auðævi sín í öruggu skjóli gullstanga. Ef þessi kenning á við rök að styðjast sýnir það trú markaðsaðila á því að kreppunni sé að linna. Það væru góðar fréttir, en alls ekki víst að þetta skýri verðlækkunina því að sumir halda að slök frammistaða kínverska hagkerfisins valdi lækkuninni. Það væru auðvitað slæmar fréttir, en hagvöxtur var bara aðeins minni en útlit var fyrir eða 7,7% í stað 7,9% og varla ástæða til þess að kasta gullinu út um gluggann þess vegna. Leiðrétting Fróðlegt er fyrir stærðfræðiáhugamenn að velta því fyrir sér hvort gullverð hafi vaxið allt of hratt undanfarin ár og nú hafi verið þörf á leiðréttingu. Ýmsar kenningar eru á lofti um þetta. Lengi töldu menn að í 1.500 dölum á únsu væri verðgólf (eða sálfræðilegt gólf ) og um leið og það rofni detti menn niður á næstu hæð. Öllu fræðilegri er skýring sem byggir á svonefndri Fibonacci­aðferð sem segir að þegar markaðsverð lækkar, eigi það að stoppa í ákveðinni fjarlægð frá toppnum. Lækkunin ætti að geta orðið 38­39% sem er nokkurn veginn lækkunin í íslenskum krónum. Þessi skýring virðist þó ólíkleg því að engir markaðir með gull eru í íslenskum krónum. Sé miðað við Bandaríkjadali ætti lækkunin að verða nokkur prósent í viðbót áður en lægsta punkti er náð. Enn önnur kenning er að gullverð hækki aftur eftir að ringulreiðinni ljúki og menn hafi jafnað sig eftir áfallið. Í raun og veru hefði gull aðeins átt að lækka svolítið en markaðurinn farið á taugum og leiðréttingin orðið mun meiri en ástæða var til. Niðurstaðan er að verðið hrynur þegar á móti blæs. Bandaríkjadalir á únsu. Heimild: nytimes.com Apríl Júlí Október Janúar

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.