Vísbending


Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 3 „Ég hvet menn til að herða upp hugann“ framhald á bls. 4 Jón Steinar Gunnlaugsson er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Hann hefur heldur ekki alltaf haldið vinsælum sjónarmiðum á lofti eða þeim sem passa best við tíðarandann. Hann var skipaður í Hæstarétt á sínum tíma gegn vilja meirihluta réttarins og samkvæmt ritinu Veikburða Hæstiréttur virðist hann ekki hafa samlagast félögum sínum mikið á þeim árum sem hann sat í réttinum. Fyrr á árum var algengt að menn gæfu út ritgerðir eða smárit um einstök mál­ efni. Þingmenn dreifðu slíkum fróðleik til kjósenda og þeir, sem töldu sig þurfa að koma á framfæri boðskap sem væri of langur fyrir blaðagrein en of stuttur fyrir bók, gáfu út heftaða bæklinga. Jón Steinar fer líka leið, en í takt við tímann gefur hann ritgerð sína út bæði á pappír og á Netinu, en hana má líka nálgast ókeypis á vefslóðinni www.rafhladan.is. Í formála segir höfundur: „Íslenskir lög fræðingar eru ekki vanir því að fjallað sé opinberlega um starfsemi Hæstaréttar Ísl ands og það sem þar kann að fara af­ laga. Það er eins og margir þeirra telji ekki við hæfi að ræða um þetta þó að þeim mislíki oft það sem fram fer. Kannski eru menn hræddir við að styggja þau sem þarna sitja.“ Þetta er eflaust hárrétt. Því miður á þetta við um miklu fleiri svið þjóðlífsins. Margir eru hræddir við að segja sína skoðun af ótta við að styggja hin ráðandi öfl innan stjórnmála, viðskipta eða fjölmiðla. Rannsóknarnefnd Alþingis sagði að þetta væri einmitt ein ástæðan fyrir því hvernig fór á Íslandi. Menn þorðu ekki að segja sína skoðun. Miklu ein faldara var að hverfa í fjöldann og fljóta með. Þess vegna er rit Jóns Steinars fagnaðar efni. Vinnubrögðin Höfundurinn hefur lengi haldið þeirri skoðun á lofti að í lögfræði geti aðeins verið ein rétt niðurstaða í hverju máli. Þessi rétta niðurstaða breytist ekki meðan lögin eru óbreytt. Að sumu leyti minnir þetta á afstöðu Antonin Scalia hæstaréttar dómarara í Bandaríkjunum sem hefur barist hart gegn þeirri þróun að dómarar dæmi í takt við tíðarandann. Í ljósi þessa kemur ekki á óvart að Jóni finnist lítið til koma þeirra vinnubragða sem hann lýsir innan réttarins þar sem dómarar ræða málin en komast svo að einhvers konar málamiðlun um niður­ stöðuna. Slík vinnubrögð eru auðvitað oft viðhöfð í mannlegum samskiptum, en ef valið er einungis um rétt og rangt er ekki hægt að reikna neitt meðaltal að mati dómarans fyrrverandi. Skýringarnar kunna að vera nokkrar samkvæmt ritinu. Hæstiréttur þarf að glíma við mjög mörg mál. Þeim hefur fjölgað úr rúmlega 300 á ári í hátt á áttunda hundrað. Vinnuálag er því mikið og erfitt að setja sig inn í öll mál. Mála miðlun er því þægileg lausn. Hún er það líka félagslega innan réttarins. Í ritgerðinni segir: „Sumir eiga stundum erfitt með að gera upp hug sinn og eru þá eftir atvikum líklegir til fylgilags við aðra í hópnum sem hafa ákveðnari skoðanir. Er ekki útilokað að þá geti jafnvel persónu­ leg tengsl milli manna skipt máli við hlið hinna lögfræðilegu sjónarmiða. Það er einnig óhjákvæmilegt að hafa orð á því, að dómararnir sjálfir, þar á meðal þeir sem stjórna starfsemi dómstólsins, virðast telja það markmið í sjálfu sér að dómararnir séu sammála um niðurstöður og að forðast beri sératkvæði. Ég tel ekki vafa leika á að þetta hefur einatt valdið því að einstakir dómarar hafi sveigt af þeirri lögfræðilegu leið, sem þeim hefur fundist réttust, í þágu samstöðunnar í hópnum.“ Þetta eru alvarleg orð og útilokað fyrir leikmann að meta hvort þau eiga við rök að styðjast. Aðrir dómarar munu væntanlega ekki ræða þau meðan þeir starfa, en erfitt hlýtur að vera fyrir dómara að sitja undir því að þeir hafi sveigt frá sannfæringu sinni til þess að halda friðinn. Fordæmir fordæmin Í ritinu er vakin athygli á því að vegna þess hve mörg mál koma til úrskurðar réttarins sé algengt að þrír dómarar dæmi einstök mál. Í rétti þar sem tólf dómarar sitja er það bara fjórðungur. Sé dómur felldur með tveimur atkvæðum gegn einu byggir hann aðeins á einum sjötta hluta dómsins. Auðvitað eiga meiriháttar mál að vera dæmd af stærri hópi, fimm eða sjö dómurum, en jafnvel niðurstaða svo fjölskipaðra dóma geta byggst á eins atkvæðis meirihluta. Næsti sjö manna dómur gæti verið skipaður öðrum og fallið með öðrum hætti. Höfundur bendir á hætturnar við þetta: „Þeir sem vilja að dómari lúti kröf­ unni um samræmi hljóta að telja að þeir dómarar sem fyrir tilviljun fjalla fyrstir um lögskýringuna ráði henni, sama hversu margir þeir voru. Líklega telja ekki margir að svo skuli vera. Að minnsta kosti geri ég það ekki.“ Samkvæmt þessu er fordæmisgildi dóma Hæstaréttar lítið orðið og flestir sjá vonandi hve hættulegt það getur verið réttarkerfinu. Höfundur bendir á leið til þess að komast hjá þessu. Búið verði til nýtt dómstig, ofar undirétti og neðar Hæstarétti. Í Hæstarétti sitji fimm menn og þeir dæmi öll mál sem rétturinn samþykkir að taka fyrir. Flest mál fari frá undirrétti í millidómstigið sem oftast verður endastöð. Hæstiréttur getur þó samþykkt að áfrýja megi málum þaðan til hans, en önnur mál geti farið beint til Hæstaréttar. Ritdómari hefur ekki þekkingu á dómskerfum og hvort slíkt kerfi fellur að viðurkenndum reglum, en kostur þess hlýtur að vera sá að engum vafa er undirorpið hver niðurstaða Hæstaréttar er og gott samræmi ætti að haldast meðan sömu fimm dómarar sitja í réttinum. Vafasamt val Í bókinni fer höfundur yfir það hvernig Hæstaréttardómarar eru valdir. Nefnd fer yfir umsóknir og ráðherra er bundinn af áliti hennar, nema hann skjóti því til Jón Steinar Gunnlaugsson Veikburða Hæstiréttur 100 bls. Útg. Almenna bókafélagið 2013.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.