Vísbending


Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 2 0 T B L 2 0 1 3 3 Flestir sem vinna við stjórnun lenda einhverntíma í því að þurfa að kynna eitthvert málefni fyrir vinnufélögum sínum eða stærri hópi. Kynningar af þessu tagi geta verið óform­ legar en engu að síður vefjast þær fyrir mörgum, jafnvel þó að hlustendurnir séu góðkunningjar fyrirlesarans og engin ástæða til þess að óttast illvilja þeirra. Hér á eftir fylgja nokkrir punktar um það hvernig bæta megi fyrirlestur með tiltölulega einföldum hætti, fyrst og fremst góðum og réttum undirbúningi. Eru glærur lögmál? Núorðið virðast flestir fyrirlesarar fylgja glærum. Þær geta verið gagnlegar og hafa þann kost að þeir sem sóttu fyrirlesturinn geta fengið þær í fundarlok. Samt getur það verið afar pínlegt að fylgjast með fyrirlesara sem les bara það sem stendur á glærunum á sama tíma og allir aðrir. Sumir halda að ef þeir eru með glærur þurfi þeir ekki að undirbúa sig eins mikið og ella. Svo er alls ekki. Sá sem ekki býr sig vel undir hvern einasta fyrirlestur býður hættunni heim. Dæmi um þetta eru fjölmörg. Á hátíðarkvöldverði hafði verið auglýst að tiltekinn maður héldi erindi eftir matinn og jafnframt að hann brygðist aldrei sem skemmtikraftur. Þegar til kastanna kom hóf hann mál sitt á því að segja frá því að hann hefði ekki samið neitt sjálfur en fengið lánað skemmtilegt erindi á glærum frá vini sínum. Svo hófst sýningin þar sem hann las brandarana upphátt aðeins hægar en fólk í salnum las þá í hljóði. Eftir nokkrar mínútur klikkaði tölvan og þar endaði skemmtidagskráin án þess að verða nokkurn tíma skemmtileg. Annað dæmi um misheppnaðan glæru fyrirlestur var þegar háskóla­ prófessor kom í rótarýklúbb með gamla kynningu á rannsókn sem hann hafði gert. Hann hafði ekki undirbúið sig sérstaklega fyrir fyrirlesturinn og var farinn að ryðga í efninu. Auk þess kom í ljós að glærurnar hentuðu alls ekki þeim hópi sem var saman kominn í hádegi til þess að fræðast um eitthvað sem þeir vissu lítið um. Á glærunum var ýmiss konar fróð leikur um tölfræðileg próf og annað sem ekki átti erindi við þennan hóp. Ekki tókst að klára fjörutíu mínútna fyrirlestur á 20 mínútum og allir fóru heim leiðari og litlu fróðari en þeir komu. Fyrirlestur sem haldinn er án þess Fyrirmyndar fyrirlestur framhald á bls. 4 að nota glærur passar vel þegar bregða á upp lýsingum þar sem ímyndunaraflið nýtist. Flest fólk er vant því að lesa bækur sem ekki eru með myndum og það þarf ekki endilega að mata fullorðið fólk með glærusýningum. Þær eru orðnar svo algengar að mörgum finnst hvíld að því að heyra fyrirlestra sem ekki eru með glærum. Samt eru glærur þarfaþing og geta hentað vel þegar menn vilja leggja áherslu á ákveðna efnisþætti. Aðalatriðið er að leiða að því hugann hvort þær eigi alltaf við. Ef menn ákveða að nýta glærur þarf að vanda til verka. Aldrei skal halda fyrirlestur án þess að hafa farið vandlega yfir efnið og metið hve langan tíma tekur að flytja það. Hvað á að vera á glær unum? Margir flaska á því að færa fyrirlestur einfaldlega af blaði yfir á glærur. Það er í besta falli kjánalegt, í versta falli þreytandi. Góðar glærur eiga að vera einfaldar með fáum línum ef á þeim er texti. Aldrei skal setja efni á glærur sem ekki er notað í fyrirlestrinum. Glærur geta bætt við hið talaða orð, en það er þá fyrst og fremst með myndum, línuritum eða því um líku; ekki með því að safna þar saman öllu sem vitað er um efnið á einn stað. Nánast alltaf er gefið upp fyrirfram hve langan tíma hver fyrirlestur á að taka. Sá sem ber virðingu fyrir tíma þeirra sem hlusta gætir þess vandlega að fylgja tímaáætlun. Fátítt er að menn kvarti undan því að fyrirlestur sé of stuttur ef hann er fræðandi. Þegar einhver hefur talað of lengi missir hann athygli hlustenda og gefur til kynna að hann hafi ekki þá færni til að bera að ljúka fyrirlestrinum á tilsettum tíma. Rétt er að reikna með að minnsta kosti einni til tveimur mínútum í hverja glæru. Í gamla daga var haft eftir góðum fyrirlesara að fyrst segði hann áheyrendum hvað hann ætlaði að segja þeim, svo segði hann þeim það og lyki svo erindinu á því að segja um hvað fyrirlesturinn hefði fjallað. Þetta er vandmeðfarið ef talað er í hálftíma eða minna. Sá sem flytur slíkt erindi hljómar eins og hann tali niður til þeirra sem hlýða á mál hans. Það er ekki heppilegt. Þvert á móti á það að koma skýrt fram að fyrirlesarinn ber virðingu fyrir hópnum. Á glærum verður slík þrískipting þreytandi, nema ef talað er við nemendur, sem hafa gott af endurtekningu. Skýr boðskapur Jafnvel hinum bestu ræðumönnum verður á, þeir mismæla sig eða fara rangt með í stöku tilvikum. Allir eru mannlegir. Munurinn á góðum fyrirlesara og slæmum felst fyrst og fremst í því að sá fyrrnefndi fær menn til að hugsa. Hann varpar kannski fram spurningu eða sérkennilegri fullyrðingu í upphafi síns máls. Hvernig talar snjall ræðumaður? Hann er vel máli farinn, talar skýrt og skipu lega og kemur boðskap sínum vel á framfæri. Líklega hefur sá ræðumaður verið snjall sem við segjum frá við kvöldverðarborðið heima. Ekki er öllum gefið að vera eins og Churchill sem oft fléttaði ógleymanlegum spakmælum inn í ræður sínar, mergjuðu orðalagi eða óvæntum fullyrðingum. Fæstir þurfa á slíku að halda. Ef boðskapurinn á að vera skýr fyrir hlustendum verður hann fyrst og fremst að vera fyrirlesaranum sjálfum ljós. Þess vegna er gott að hugsa fyrirfram hverju fyrirlesturinn á að skila. Kannski er það bara eitthvað eitt og þá er gott að skrifa það hjá sér. Dæmi: „Virðum hvert annað.“ „Krónan reynist Íslendingum vel.“ „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.“ Hvað á vel við? Því fer fjarri að allir fyrirlestrar fylgi sömu lögmálum. Oft eiga þeir það eitt sameiginlegt að góður undirbúningur skilar sér í góðu erindi. Sumir ræðumenn byrja á því að segja stutta sögu til þess að ná til hópsins. Amerískir fyrirlesarar nota þetta bragð oft og fara þá með gamanmál. Miklu skiptir að sagan tengist með einhverjum hætti efninu sem á að koma til skila. Auðvitað getur góður brandari breytt andrúmsloftinu ræðumanninum í hag, en rúsínan í þeim pylsuenda festist fólki best í minni og er því gagnslítil ef tengslin við boðskap ræðumanns eru engin. Glens er alls ekki alltaf viðeigandi og getur gefið þá hugmynd að sá sem talar sé innihaldslítill vindbelgur sem hafi fátt fram að færa nema glensið eitt. Kaldhæðni er yfirleitt varasöm nema hópurinn þekki fyrirlesarann vel. Langoftast fer slíkt fyrir ofan garð og neðan hjá mörgum í salnum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.