Vísbending


Vísbending - 10.06.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.06.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 2 3 T B L 2 0 1 3 sem vilja leigja út húsnæði til skamms tíma og þeirra sem vilja kaupa slíka þjónustu með aðstoð vefsíðu. Útleigt herbergi getur verið inn á heimili leigusala, en getur einnig verið sjálfstætt rými fjarri heimili hans. Takmarkað er hversu auðvelt er að ná í leigusala, þó að yfirleitt sé hægt að nálgast hann í síma. Útleigða rýmið þarf að hafa allt sem venjulegt hótelherbergi hefur. Höfundur hefur leigt stúdíóíbúðir sem verða að teljast mjög vel búnar af húsbúnaði til daglegs lífs. Jafnframt voru ítarlegri leiðbeiningar um hvar hægt væri að nálgast þjónustu og áhuga verða staði en undirritaður hefur séð á nokkru hóteli. Boðið er upp á vikuleg þrif ef dvalið er lengi. Þrif eru á ábyrgð leigusala, en leigutaka heimilt að munda ryksugu og kúst að vild. Gistimiðlunarþjónustan tekur 6-12% þóknun fyrir að sína vinnu. Fyrir þá greiðslu fá báðir aðilar tryggingu fyrir að greiðsla verði innt af hendi og að útleigð aðstaða standist lágmarkskröfur. Ósanngjörn samkeppni? Eins og fyrr segir telja spænskir hóteleigendur sig þegar tapa fé vegna samkeppninnar við AirBnB. Þeir benda á, líklega réttilega, að nokkur hluti leigusala standi ekki skil á tilskildum opinberum gjöldum. Eigendur vefsins taka það vandamál alvarlega og segjast vinna með skattayfirvöldum. Ef horft er til þeirra breytinga sem hafa orðið á rekstrarlíkani flugfélaga undanfarin 20-40 ár verður að teljast líklegt að hótel- þjónusta eigi eftir að ganga í gegnum svipaðar breytingar. Hótel framtíðarinnar munu hafa lágmarks starfsmannafjölda. Gistigjald verður greitt fyrirfram á netinu og því lítil þörf á að manna afgreiðslu allan sólarhringinn. Herbergi verða þrifin eftir að gestir eru farnir, þeir nálgast auka- búnað á borð við viðbótarhandklæði og matarföng og drykki sjálfir, annaðhvort í verslun eða veitingastöðum innan hótelsins eða utan þess. Morgunverður verður seldur sérstaklega. Í stuttu máli sagt, hætt verður að líta á ferðalanginn sem aðalsmann án þjónustuliðs. Ekki er sjálfgefið að umbreytingin taki 20 ár! Og sjálfsagt munu þekkt nöfn í hótel- heiminum hverfa og önnur ný ná fótfestu, rétt eins og gerðist í flugheiminum. Lækkandi flugfargjöld hafa ýtt stórlega undir ferða lög. Eigum við að spá því að lækkun gisti gjalda muni verða til þess að fjölga ferðum og gistinóttum enn frekar? Mörg flugfélög sem voru stórveldi fyrir 1970 heyra nú sögunni til, önnur hafa verið í greiðslustöðvun árum og jafnvel áratugum saman! En EasyJet, Rayanair, Norwegian og fleiri sem byggja á sömu rekstrarhugmynd hafa náð talsverðri markaðshlutdeild. Lávarðar á ferð? Flestir ferðalangar þurfa á gistingu að halda á ferðum sínum. Hún er skipulögð eftir sama 19. aldar líkani og ferðalög með flugi voru fyrir 1970. Ferðamaðurinn er álitinn ósjálfbjarga aðalsmaður sem hefur þurft að skilja stóran hluta af þjónustuliðinu eftir á herragarðinum. Því býður hótelið upp á þjóna sem hlaupa í skarðið, búa um rúmið, skipta um handklæði, eru sífellt með ryksugu á lofti og koma hlaupandi með morgunmat og drykki ef eftir er kallað. Alveg eins og heima á herragarðinum. Vissulega eru til hótel sem leggja áherslu á að þjóna þeim hluta ferðamanna sem greiða reikninga sína sjálfir. Þjónusta þessara hótela er svipuð og á almennu farrými hjá fullþjónustuflugfélögunum: Heldur minni en hjá dýrari hótelum, en samt mikil og kostnaðarsöm. Undantekning eru amerísk vegahótel (mótel) sem fyrst og fremst þjóna þeim sem þurfa næturhvíld á löngum akstri. Breiðist byltingin út? Samanburður á aðstæðum á hótelmarkaði og flugmarkaði gefur tilefni til þess að ætla að byltingar sé fljótlega að vænta á þeim fyrrnefnda, bylting sambærileg þeirri sem hefur gengið yfir hinn. Meginhluti umframþjónustu sem hótel bjóða upp á er þess eðlis að viðskiptavinurinn getur hæglega sinnt henni sjálfur. Flestir búa um rúmið sitt dags daglega og þurfa ekki sérstaka hjálp við það á ferðalögum, þeir geta sótt sér hreint handklæði í afgreiðslu, ef þurfa þykir og geta brugðið sér út á bar ef nauðsyn krefur. Mörgum er jafnvel ami af hlaupum þjónustufólks inn og út af herbergjum að morgni dags. Því eru líklega meiri mögu- leikar m.v. núverandi þjónustustig á því að skera niður þjónustu í hótelstarfsemi en í flugrekstri. Merki eru um að þessi þróun sé þegar hafin. Í enskri útgáfu spænska dagblaðsins El País þann 30. maí s.l. er greint frá áhyggjum spænskra hótelhaldara af vexti og viðgangi gistimiðlunarþjónustunnar AirBnB (e. airbed and breakfast). Þjónustan var stofnuð árið 2008 og kemur á sambandi milli þeirra Gott eða gamaldags rekstrarlíkan hótela? Undangengin 20-40 ár hefur rekstrar-líkani flugfélaga verið snúið á hvolf. Umturnunin er oft talin hafa hafist með rekstri Southwestern Airlines í Banda- ríkjum Norður Ameríku árið 1971. Á þeim tíma byggðu flest stærri flugfélög rekstur sinn í kringum miðstöð (e. hub). Stærsti hluti tekna kom frá farþegum á viðskiptafarrými (höfundur hefur setið í einni af þremur sætaröðum á almennu farrými í flugi SAS milli Óslóar og Kaupmannahafnar). Farþegar á viðskiptafarrými borga yfirleitt ekki farmiða sína sjálfir. Samkeppni milli flugfélaga fólst því í því að bjóða sem hæst þjónustustig bæði á jörðu niðri (betri stofur og umsjón farangurs á millilendingarstað, vildarpunktasöfnun) og í háloftunum (ókeypis drykkir, val af vínlista og matseðli, afþreyingarkerfi, andlitsþvottaklútar eftir flugtak). Þessi þjónusta er öll dýr og verð farmiða í samræmi við það. Stóru flugfélögin buðu og bjóða upp á ferðir á almennu farrými, með aðeins lægra þjónustustigi og mun lægra fargjaldi. En verð farmiða á almennu farrými þarf engu að síður að standa undir þjónustu á borð við flokkun og flutning farangurs á millilendingarstöðum, afþreyingar kerfi, flókin sætabúnað, umbókunar kostnað vegna seinkana o.s.frv. Byltingin Bylting lágkostnaðarflugfélaganna fólst í því að minnka þjónustu, bjóða aðeins upp á eitt farrými, einfalda sæti (ekki er hægt að halla sætum í flugvélum Rayanair og þau eru fljótþrifin), flug er ekki skipulagt um miðstöð, farþegar þurfa sjálfir að skipuleggja millilendingar og sjá um að koma farangri milli flugfélaga á millilendingarstað, ekki er boðið upp á aðra afþreyingu en auglýsingar og flugþjónar eru sölumenn sem selja allt frá súpubolla til lestarfarmiða á áfangastað. Greiða þarf sérstaklega fyrir hverja tösku og jafnvel handfarangur líka. Farþegi borgar sjálfur þurfi að umbóka vegna tafa. Fyrir bragðið geta þessi félög boðið upp á ferðir frá A til B fyrir miklu lægra verð en fullþjónustuflugfélögin. En það getur verið tafsamt að komast frá A til C með lággjalda- flug félögum ef fyrst þarf að fara til B áður en farið er til C. Þórólfur Matthíasson Prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.