Vísbending


Vísbending - 18.06.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.06.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 4 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Fyrirgefning skuldanna Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Þrátt fyrir heiti dálksins hefur ekki verið mikið vitnað til heilagrar ritningar. Nú hafa kristin gildi hafist til virðingar á ný og í ljós kemur að stefna ríkisstjórnarinnar fellur vel að Gamla testamentinu. Í 15. kafla fimmtu Mósebókar segir hvað gera skuli við skuldir landsmanna og eins hvernig meðhöndla skuli útlendinga: „Sjöunda hvert ár skaltu fella niður skuldir. Eftir þessum reglum skaltu fella niður skuldir: Sérhver lánardrottinn skal falla frá kröfum vegna láns sem hann hefur veitt náunga sínum. Hann skal ekki ganga eftir greiðslu hjá náunga sínum og meðbróður því að niðurfelling skulda hefur verið boðuð vegna Drottins. Þú mátt ganga hart að útlendingi en þú skalt gefa bróður þínum það eftir sem þú átt hjá honum. Raunar á enginn þín á meðal að vera fátækur því að í landinu, sem Drottinn, Guð þinn, fær þér sem erfðaland og þú tekur til eignar, mun Drottinn blessa þig ríkulega ef þú aðeins hlýðir Drottni, Guði þínum, og gætir þess að halda öll ákvæðin sem ég set þér í dag. Því að Drottinn, Guð þinn, mun blessa þig eins og hann hét þér. Þá munt þú lána mörgum þjóðum en sjálfur ekki þurfa að taka lán og þú munt ríkja yfir mörgum þjóðum en engin mun ríkja yfir þér. Ef einhver bræðra þinna er fátækur í einni af borgum þínum í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki loka hendi þinni fyrir fátækum bróður þínum með harðýðgi heldur skalt þú ljúka upp hendi þinni fyrir honum. Þú skalt lána honum það sem hann skortir. Gæt þess að hleypa ekki þessari ódrengilegu hugsun að: „Nú er skammt til sjöunda ársins þegar skuldir skulu felldar niður,“ og þú lítir þurfandi bróður þinn illu auga og gefir honum ekkert. Þá mun hann ákalla Drottin og ásaka þig og það verður þér til syndar. Þú skalt gefa honum fúslega en ekki með ólund því að fyrir það mun Drottinn, Guð þinn, blessa öll þín verk og hvað sem þú tekur þér fyrir hendur. Því að aldrei mun fátækra vant verða í landinu og þess vegna geri ég þér þetta að skyldu: Ljúktu upp hendi þinni fyrir meðbræðrum þínum, fátækum og þurfandi í landi þínu.“ bj framhald af bls. 1 lífeyrisréttinda hópsins. Í þessari grein er horft á það hvernig lífeyrisréttindin aukast og m.a. höfð hliðsjón af útreikningum sem finna má í skýrslu sem unnin var fyrir nefndina.1 Aðferðafræði Í fyrstu var skoðuð raunveruleg dreifing allra greiðslna til ellilífeyrisþega hjá TR vorið 2012. Greiðsludreifingin er mjög misjöfn eftir aldri því að sumir hafa sáralítil réttindi meðan aðrir hafa greitt alla sína tíð í lífeyrissjóð og fá há eftirlaun. Til þess að búa til stærðfræðilegt líkan um þessi réttindi varð að máta nokkrar líkindadreifingar við hópinn. Þetta er nauðsynlegt til þess að hægt sé að reikna hver réttindin væru hjá Tryggingastofnun m.v. mismunandi forsendur. Oft er miðað við að tekjur fylgi lognormal-dreifingu og það gildir oftast á almennum vinnumarkaði. Sú dreifing reyndist ekki passa vel við greiðslur úr lífeyrissjóðum núna. Var þá gripið til þess ráðs að flokka tekjurnar í ákveðin bil og finna líkindadreifingu sem félli vel að þeirri flokkun. Poisson-dreifingin passaði allvel (sjá mynd 1) og Poisson- dreifingar voru notaðar sem grunnur að tekjudreifingu úr lífeyrissjóði þar sem meðaltalið var látið hreyfast með spá um hækkandi meðallaun. Á myndinni sést að raunveruleg dreifing (græni ferillinn) er þannig, að nokkur hluti fær 400 þúsund krónur eða meira í tekjur frá lífeyrissjóðunum meðan nálgunin gerir ekki ráð fyrir því. Að öðru leyti er stærðfræðilíkanið allgott. Á ferlunum sést að langflestir eru með innan við 100 þúsund krónur í tekjur úr lífeyrissjóðunum. Nokkur hluti (milli fimm og tíu prósent) fær engar greiðslur úr lífeyrissjóði. Þetta er fyrst og fremst fólk sem er komið umfram áttrætt og annað hvort vanrækti að greiða í lífeyrissjóð eða var aldrei á vinnumarkaði. Framtíðin Það skiptir auðvitað meginmáli að vita hvernig líklegt er að greiðslur úr lífeyrissjóðum muni þróast á næstu áratugum. Ná lífeyrissjóðirnir í raun og veru því markmiði sínu að greiða tæplega 60% af tekjum í lífeyri? Sumum kann að þykja að það sé ekki metnaðarfullt markmið, en er eigi að síður það sem hægt er að ná með því að greiða 12% iðgjöld í lífeyrissjóð í um 40 ár. Eftir því sem vaxtastig verður lægra er hætt við að getan til þess að greiða lífeyri verði minni. Á mynd 2 sést hvernig lífeyrisgreiðslur dreifast nú og í framtíðinni samkvæmt hliðstæðu stærðfræðilíkani og notað var við útreikninga fyrir nefndina. Sýndir eru fimm ferlar eftir fæðingarári lífeyrisþeganna. Minnstar eru tekjurnar fyrir þá sem fæddust árið 1932 og eru nú liðlega áttræðir. Þeir sem fæddust tíu árum síðar eru heldur betur settir og svo koll af kolli. Þó má sjá það af síðasta ferlinum, sem miðar við fólk, sem fætt er 1982, að jafnvel þá er gert ráð fyrir því að nokkur hluti fái tiltölulega lítinn ellilífeyri, þó svo að meðaltalið færist sífellt ofar. Þetta skýrist af því að alltaf er nokkur hluti sem ekki greiðir mikið í lífeyrissjóði vegna stopuls vinnuferils. Myndin sýnir þó ótvírætt að toppurinn á ferlinum hefur færst frá því að vera um eða úr innan við 100 þúsund krónur í greiðslur á mánuði í 200 til 300 þúsund krónur. Þess má geta að ferillinn færist í átt að því að vera lognormal-dreifður eins og fræðin gera ráð fyrir. Nást markmiðin? Á það hefur ítrekað verið bent að það bæði eykur mikið tekjur frá lífeyrissjóðum og eflir þjóðarhag almennt, ef menn vinna lengur og bíða með töku lífeyris sem lengst. Frestun vinnuloka frá 67 ára aldri til sjötugs eykur t.d. lífeyrisgreiðslurnar um það bil 30%. Þannig geta elli- lífeyrisþegar náð sér í talsvert góða kjara- bót, ef vilji og heilsa leyfa. Miðað við núverandi kerfi almanna- trygginga myndu mánaðarlegar greiðslur frá Tryggingastofnun lækka úr um 118 þúsund krónum í um 37 þúsund krónur við það að greiðslur úr lífeyrissjóðum hækkuðu úr 110 þúsund krónum í 250 þúsund krónur á mánuði. Ef almannatryggingakerfinu er ekkert breytt er því ljóst að smám saman næst það markmið að almenna lífeyrissjóða- kerfið taki við af kerfi almannatrygginga. Þó er ólíklegt að það haldist óbreytt næstu áratugi. Núverandi stjórnarflokkar hafa gefið til kynna að þeir hyggist draga úr ýmsum skerðingum lífeyris almannatrygginga sem komið var á í tíð síðustu stjórnar. Þannig verður kerfið réttlátara, en jafnframt leggjast byrðar á framtíðarkynslóðir í formi aukinna skulda ríkissjóðs. Einstigið á milli skulda og réttlætis er vandratað. Heimild: 1 Talnakönnun: Kostnaðaráhrif af till ögum starfshóps um endurskoðun almanna tryggingalaga og einföldun bótakerfis.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.