Vísbending


Vísbending - 24.06.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.06.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 2 5 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Siðferði og hagfræði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Frá virkjun Orkuveitunnar á Hellisheiði fer afl þverrandi. Sumir eru hissa, aðrir svara snúðugt og flestir hrista höfuðið. Jóhannes Zoëga var hita- veitu stjóri í 25 ár. Í Æviminningum sínum segir hann: „Fræðimennirnir líta á jarðvarmann sem námu. Náman er varmaorkan í svokölluðum grunngeymi, sem eru efstu 2.000 metrarnir af berglögum jarðhitasvæðisins. Þeir gera ráð fyrir varmastreymi frá djúpgeymi sem eru berglögin undir grunngeyminum. ... Þetta krefst þess að orka svæðisins verði vel nýtt og sem minnstu kastað á glæ. Nesjavellir eru fyrst og fremst framtíðarorkulind fyrir hitaveituna. Afl virkjunarinnar þarf því að miðast við þörf hennar og rafmagnsframleiðslan að takmarkast við það sem samsvarar hitaveituaflinu hverju sinni. Ég tel sjálfsagt að nota bakrennslisvatn hita- veitunnar í stað kaldvatns frá Grámel. Á þennan hátt má nýta 80-90% hrá- varmans og njóta jarðhitans langt fram á næstu öld. Nú hefur stjórn Orkuveitunnar snúið þessu við, ákveðið að reisa 120 MW raforku ver sem notar 800-900 MW hrávarma í allt að 20 ár sem grunnafl í 8.000 stundir á ári og nýta aðeins hluta afgangs orkunnar fyrir hitaveitu. Með þessu móti er aðeins þriðjungur hrá varm- ans nýttur, tveimur þriðju er fleygt, og að þrjátíu árum liðnum er holu aflið orðið helmingur þess sem það var í byrjun. Mestallt rafmagnið er selt til stór iðju og vafasamt er að verðið standi undir framleiðslu kostnaði. Tapið er aðallega í formi heits vatns sem rennur niður í Nesjahraunið, engum til gagns. Eftir nokkra áratugi með sama háttalagi má búast við því að afl virkjunarinnar fari að minnka verulega, og nokkrir áratugir eru ekki langur tími í sögu hitaveitu eða borgar. Þá slaknar á hitanum, varminn í jörðinni gengur til þurrðar. Vatnið sem streymir gegnum heit berglögin og er notað í orkuverinu ber með sér varmann úr berginu sem kólnar um leið. Ef kæling þess er örari en varmastreymið frá djúpgeymi jarðhitasvæðisins minnkar aflið smám saman. Öll sóun jarðvarmans stríðir á móti hagfræðilegum og siðferði- legum sjónarmiðum.“ bj framhald af bls. 3 Breytur Metið gildi t-próf Fasti -27.68 -4.38 Raungengi 0.26 4.77 VLF 0.002 0.62 Háð breyta: afgangur ríkissjóðs sem % af VLF Athuganir: 33 R-squared = 0.45 Hærra raungengi fer saman með betri afkomu ríkissjóðs en stuðull við VLF er ekki marktækur frá núlli. 7 Hér ber hæst erlend lán Orkuveitunnar, sveitarfélaga og Landsbanka Íslands. Nú nýverið skilaði ráðgjafarhópur iðnaðar- og viðskiptaráðherra um lagningu sæstrengs til Evrópu skýrslu um athuganir sínar. Hugmyndin snýr að því að Íslendingar selji raforku til Bretlands í gegnum streng. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem komið hafa upp hugmyndir um orkuútflutning af þessu tagi. Fyrir um tuttugu árum voru svipaðar hugmyndir uppi, en á þeim tíma voru þær algjörlega óraunhæfar vegna tæknierfiðleika. Skýrslan ber nokkurt merki um svonefnd My Fair Lady-áhrif en þar varð prófessorinn ástfanginn af viðfangsefninu, en slíkt ástand hefur sem kunnugt er áhrif á dóm greindina. Niðurstaða nefndarinnar er: „Að svo komnu máli er því að mati ráðgjafarhópsins ekki unnt að fullyrða um þjóðhagslega hag kvæmni þess að leggja sæstreng milli Íslands og Bretlands. Hins vegar eru vísbendingar um að slík framkvæmd gæti reynst þjóðhagslega arðsöm að nokkrum skilyrðum uppfylltum, m.a. ef tækist að semja við gagnaðila um hagstæð kjör á seldri orku með tiltölulega miklu öryggi og til nokkuð langs tíma.“ Mikil óvissa Í verkefni af þessu tagi er margvísleg óvissa og áhætta mikil. Óvissan felst meðal annars í framkvæmdakostnaði, tæknilegum erfið- leikum, umhverfisaðstæðum og verði fyrir orkuna. Það einfaldar ekki málið að framkvæmdatíminn er langur. Undir- búnings- og framkvæmdavinna tekur átta ár þar sem fyrstu þrjú árin fara í undirbúning. Strengurinn er síðan lagður á fimm árum og umbreytistöðvar (sem setja þarf upp við báða enda strengsins) settar upp á síðustu þremur árum framkvæmdatímans. Reiknað er með því að milli 3 og 8 milljarðar króna fari í undirbúningsvinnu, sem virðist ekki hátt. Meginhugmyndin er sú að strengur- inn og umbreytistöðvarnar verði fjár- magnaðar af erlendum aðilum. Þó er gefið undir fótinn með það að þetta kunni að vera heppileg fjárfesting fyrir Landsnet (ríkisfyrirtæki) eða lífeyrissjóði. Sæstrengurinn er 700-900 MW og 1.000- 1.200 km langur. Heildarkostnaður er áætlaður á bilinu 288-553 milljarðar króna. Hér munar mjög miklu sem sýnir hve óvissan er mikil. Gert er ráð fyrir því að reisa þurfi virkjanir til að framleiða 3 TWst af rafmagni á ári vegna verkefnisins. Þar af gefa vatnsaflsvirkjanir 0,75 TWst, jarðvarmavirkjanir 1,5 TWst og vindmyllur 0,75 TWst. Lýsa má miklum efasemdum um svo stórar jarðvarmavirkjanir, en væntanlega væri hægt að virkja fleiri vatns- föll. Reiknað er með að um 150 milljarða króna fjárfesting verði innanlands vegna verkefnisins. Græðist eitthvað? Mikil óvissa er um bæði tekjur vegna raforkusölunnar og kostnað við notkun strengsins. Tekjurnar eru frá 66 til 91 milljarður króna á ári og greiðslur fyrir notkun strengsins frá 15 til 62 milljarðar króna eða nettó afkoma 4 til 76 milljarðar íslenskra króna á ári og bilið því mjög breitt. Aukning vergrar landsframleiðslu til frambúðar er áætluð 0,5-1,2% eða 11-27 milljarðar króna. Af þessari umfjöllun sést að því fer fjarri að lagning rafstrengs skili öruggri arðsemi, áhættan er mikil og hvorki er hægt að mæla með því að ríkisfyrirtæki né lífeyrissjóðir komi að því á þessari stundu. Að leggja kapal

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.