Vísbending


Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.07.2013, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 3 0 t b l 2 0 1 3 3 Umræða um þekkingarstjórnun (knowledge management) hófst um 1990. Að mestu fjallaði sú umræða um sífellt fullkomnari tölvukerfi og gagna- grunna sem nýta mætti til að miðla upp- lýsingum innan fyrirtækja. Þegar hegð- un starfsfólks breyttist ekki - fólk sat áfram á þekkingu sinni og hélt áfram að finna upp hjólið - beindist athyglin að fyrirtækja menningu, hvatakerfum, þjálf- un og virkjun starfsfólks. Seinna meir var athyglinni beint að heildarsýninni, reyna að móta heildarstefnu og hugað að fyrirtækinu í heild sinni. Hin síðari ár hefur orðið mikil gróska í þekking- arstjórnunarumræðunni með tilkomu samfélagsmiðla eins og Facebook, Twitter og Wikipedia sem hafa þá eiginleika að auðvelt er að miðla greinum, myndbönd- um og þekkingu milli fólks innan sem utan fyrirtækja. Markmið Þekkingarstjórnun miðar að því að skapa, skrá, vista, miðla og nýta þekki ngu innan fyrirtækja. Í stuttu máli Árangur þekkingarstjórnunar Ingi Rúnar Eðvarðsson prófessor Eftir umfangsmikla leit fundust níu greinar sem greindu frá rannsóknum inn- an lítilla og meðastórra fyrirtækja (oftast miðað við 10-250 starfsmenn) og hvaða rekstrarárangri þekkingarstjórnun skilaði. Vert er að taka fram að í hópi greinanna eru tvær kannanir sem undir ritaður stóð fyrir og verða þær aðgreindar frá hinum greinunum. Bættur rekstrarárangur Eins og meðfylgjandi tafla ber með sér þá virðist sem rannsóknir bendi til þess að þekkingarstjórnun hafi í för með sér margvíslegan ávinning fyrir smáfyr- irtæki svo sem veltuaukningu, aukinn hagnað og skilvirkni, meiri sveigjanleika, lækkun kostnaðar og aukna samkeppn is- hæfni. Þróun mannauðs Þekkingarstjórnun virðist einnig hafa skilað mikilvægum árangri varðandi mannauðinn. Þar má nefna að auðveldara er að halda í gott starfsfólk, þjálfun og nám hefur aukist, hæfni starfsfólks hefur aukist og liðsandi hefur batnað. Ánægja viðskiptavina Svo er að sjá að aðferðir þekkingarstjórn-unar auki ánægju viðskipavina í víðum skilningi. Viðskiptavinum er veitt betri þjónusta, tryggð þeirra eykst, gæði batna og ímynd fyrirtækja og vöru eflast. Þekkingarsköpun Nýsköpun og sköpun nýrrar þekking ar er mjög mikilvæg fyrir smáfyrirtæki til að efla samkeppnishæfni. Rannsókn- irnar benda til þess að þar sem þekk- ingarstjórnun er beitt eflist vöruþróun og nýsköpun og það leiðir jafnframt til sköp- unar nýrrar þekking ar og nýrra starfshátta innan fyrirtækja. Flókinn veruleiki Þær rannsóknir sem hér hafa verið kynnt ar benda til að árangur þekking- arstjórnunar sé mikill fyrir fyrirtæki af öll- um stærðum. Því er mikilvægt að endur- vekja umræðu um þekkingarstjórnun hér á landi og hvað hefur áunnist hin síðari ári. Hinu er þó ekki að leyna að hér er um flókið sampil að ræða innan fyrirtækja eins og sjá má af Evrópska gæðalíkaninu og öðrum álíka módelum. Það ætti að vera okkur hvatning til frekari umræðu og rannsókna til að efla enn frekar sam- keppnishæfni íslenskra fyrirtækja. má segja að stjórnendur fyrirtækja, bæði erlendis og innanlands, hafi litið til þekk- ingarstjórnunar sem aðferðar sem gæti virkjað verðmæta þekkingu sem starfsfólk býr yfir. Markmið með innleiðingu þekk- ingarstjórnunar eru mörg. Samkvæmt rannsókn sem Miðstöð framleiðni og gæða í Bandaríkjunum gerði á leiðandi fyrirtækjum á sviði þekkingarstjórnunar eru endurnot þekkingar algengasta mark- mið að baki innleiðingu þekkingarstjórn- unar. Bætt gæði þekkingar, nýsköpun, hraði og aukin hæfni eru einnig algeng markmið sem stjórnendur fyrirtækja hafa að leiðarljósi þegar þeir taka upp aðferðir þekkingarstjórnunar. Rannsóknir Eftir hrun hefur lítið verið rætt um þekk-ingarstjórnun, þekkingarverðmæti og þekkingarskýrslur. Skýrist það líklega af því að stjórnendur fyrirtækja hafa þurft að glíma við rekstarvanda og fjárskort. Nú þegar endurreisn er fyrir hendi er vert að skoða þær stjórnunaraðferðir sem gætu bætt samkeppnishæfni fyrirtækja. Í því ljósi vil ég hér kynna samantekt á rann- sókn um um árangur þekkingarstjórnun í smáfyrirtækjum. Beytt var kerfisbundinni heimildaleit í gagnagrunnum með ritrýndum greinum. Niðurstaða rannsókna á árangri þekkingarstjórnunar Þættir árangurs Erlendis Ísland Bættur rekstrarárangur X Sjálfbær vöxtur X Veltuaukning X Aukinn hagnaður X Aukin skilvirkni X Sveigjanleiki X Lækkun kostnaðar X X Aukin framleiðni X Betri ákvarðanataka X X Aukin samkeppnishæfni X Aukin markaðshlutdeild X Þróun mannauðs Auðveldara að halda í starfsfólk X X Þróun mannauðs X Aukin þjálfun og nám X Aukin hæfni starfsfólks X Bættur liðsandi X Ánægja viðskiptavina X Viðskiptavinum veitt betri þjónusta X Aukin tryggð viðskiptavina X Virðing fyrirtækja eykst X Viðing vöru eykst X Aukin gæði vöru/þjónustu X Kerfisbundin sköpun þekkingar Aukin vöruþróun X X Þekkingarsköpun X Meiri sköpunarkraftur X Nýjar starfsaðferðir X

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.