Vísbending


Vísbending - 09.09.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 09.09.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 3 5 T B L 2 0 1 3 1 að tryggja stöðugleika, lægri vexti og litla verðbólgu.“ Þær væntingar eru svo deyfðar aftur með setningunni: „Krónan verður gjaldmiðill Íslendinga um fyrirsjáanlega framtíð.“ Þar með útilokar ríkisstjórnin besta tólið til þess að ná stöðugleika. Þetta vekur athygli í ljósi þess að forsætisráðherra hefur viljað taka upp norska krónu og Kanadadal og í landsfundarályktun flokks fjármálaráðherra segir: „Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðar­ gjaldmiðill þjóðarinnar ef stefnt er að því að Íslendingar eigi kost á því að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni … Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla­ og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Báðir for­ menn hafa sveigt af braut. Síðar segir: „Markvisst þarf að vinna að því að lækka skuldir ríkissjóðs sem hlutfall af vergri lands framleiðslu.“ Þetta er ágætt, en í yfirlýsingunni segir einnig: „Ríkis­ stjórnin heldur þeim möguleika opnum að stofna sérstakan leiðréttingarsjóð til að ná mark miðum sínum.“ Ekki er sagt hvernig fjár magna á slíkan sjóð, en hann verður væntanlega ekki til þess að lækka skuldir ríkissjóðs. Í stefnuyfirlýsingunni stendur: „Ríkisstjórnin leggur áherslu á að skapa skilyrði fyrir hagvöxt sem knúinn verður áfram af auknum útflutningi“. Sérstök áhersla er lögð á landbúnaðarafurðir: „Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnugreinum framtíðarinnar. Vaxandi eftirspurn eftir mat á heimsvísu skapar íslenskum landbúnaði sóknarfæri með möguleikum á aukinni framleiðslu og margbreytilegum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir“. Aðferð ríkisstjórnarinnar hefur verið hætta viðræðum um fulla aðild að tollabandalagi Evrópuríkja og útiloka Ísland þannig frá væntanlegum fríverslunarsamningi Evrópusambandsins við Bandaríkin. Ríkisstjórnin vildi „einfalda skattkerfið, breikka skattstofna, minnka 9. september 2013 35. tölublað 31. árgangur ISSN 1021­8483 Ríkisstjórnin hefur nú starfað í 100 daga. Stendur hún undir væntingum á þeim tíma? Íslendingar hafa lent í miklum hremmingum með húsnæðislánakerfi sitt. Er til lausn? Margir aðhyllast tekjutengingar á öllum sviðum. Lítil dæmisaga segir hvernig farið getur. Forsætisráðherra segir að nægt svigrúm sé til þess að aflétta bæði höftum og skuldum. 1 32 4 Fyrstu hundrað dagarnir Stundum er sagt að hveitibrauðsdagar ríkisstjórna séu hundrað. Á þeim tíma séu kjósendur eftirvæntingarfullir og átti sig á því að stjórnin verði að grípa til ýmiss konar aðgerða til þess að laga það sem aflaga fór frá fyrri stjórnum. Áður fyrr hófst ferill ríkisstjórna yfirleitt á því að þær gripu til mjög róttækra efnahagsráðstafana sem fólust í því að skerða kjör almennings með gengisfellingum og frystingu launa. Algengt var að með í pakkanum fylgdu ívilnanir til útgerðar og landbúnaðar (þær síðarnefndu voru oft klæddar í búning aukinna niðurgreiðslna sem ættu að hjálpa almenningi, en voru auðvitað bara ríkisstyrkur til bænda). Núverandi ríkisstjórn fylgdu góðar óskir og væntingar um að myndarlega yrði tekið á efnahagsmálum. Forráðamenn stjórnarinnar höfðu uppi góð orð um það að náið samráð yrði haft við aðila vinnumarkaðarins, en það var í molum hjá síðustu ríkisstjórn. Fyrstu vísbendingar Heldur dofnuðu vonir manna um framfara­ sinnaða ríkisstjórn þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur á Laugarvatni, nánast með styttuna af Hriflu­Jónasi milli foringja stjórnar flokkanna. Forsætisráðherraefnið sagði líka að ríkisstjórnin myndi „starfa í anda ungmenna hreyfingarinnar með ræktun lýðs og lands að leiðarljósi.“ Áhersla væri á „að halda öllu landinu í byggð og nýta kosti þess alls.“ Á móti horfði formaður Sjálfstæðis flokksins til framtíðar og sagði „Ísland fullt af tækifærum, en að ef ekki væri rétta andrúms loftið í stjórn landsins til að nýta þessi tækifæri myndi Ísland tapa samkeppnis stöðu við aðrar þjóðir.“ Strax á þessum fyrsta fundi fengu margir það á tilfinninguna að leiðtogarnir gengju ekki í takt. Annar væri haldinn rómantískri fortíðarhyggju meðan hinn vildi feta sig fram á við. Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar voru yfirlýsingar almenns eðlis. Þessi setning vakti vonir: „Agi og jafnvægi í ríkis fjármálum gegnir lykilhlutverki við tekjutengingar og draga úr undanskotum. … Á kjörtímabilinu verður tryggingagjald lækkað, lágmarksútsvar afnumið og tekjuskattskerfið tekið til endurskoðunar. Neysluskattar verða jafnaðir og einfaldaðir og vörugjöld endurskoðuð.“ Felld var niður á sumarþingi væntanleg hækkun á virðisauka skatti á ferðaþjónustu. Hæst ber auðvitað aðgerðir til þess að lækka skuldir heimilanna. Framsóknar­ menn settu fram mjög metnaðarfullar hug myndir um það efni og nefnt var að lækkunin yrði um 20% eða 250 til 300 milljarðar króna. Slík tilfærsla myndi örugglega hafa mikil áhrif á þjóðfélagið og verða verðbólguhvetjandi. Nú hefur forsætis ráðherra dregið í land með þá tölu. Ekki er að efa að nauðsynlegt er að grynnka á skuldum margra heimila. Gallinn við tillögur framsóknarmanna og annarra fyrir kosningar er sá að vandinn var ekki kortlagður. Vegna dóma Hæsta réttar um erlend lán og misjafna afgreiðslu banka­ stofnana á vanda lánþega er slík kortlagning ekki einföld. Einhverjar lána stofnanir munu á sínum tíma hafa lagt til að tekin yrði upp svonefnd 90% leið þannig að lán yrðu færð í 90% af eignum, en ekki 110% eins og raunin varð. Ótti fyrr verandi ríkisstjórnar við það að með þessu móti myndi fólk græða mun hafa valdið því að ekki varð af þessari útfærslu. Hún hefði hiklaust bætt vanda þeirra sem verst eru staddir og gefið þeim von um bata. Í stefnuyfirlýsingunni segir: „Óvissu um stöðu lántakenda gagnvart lána stofnunum verður að linna.“ Hún hefur enn ekki minnkað og það veldur ugg margra. Væntanlegar aðgerðir hræða aðra. Efndir og nefndir Ekki er sanngjarnt að búast við því að stór kostlegur efnahagsvandi sé leystur á nokkrum vikum eða mánuðum. Það sem þó hefur verið gert vekur ekki almenna hrifningu. Ríkisstjórnin varð vegna galla á fyrri lögum að setja fram frumvarp sem varð að lögum um sérstakt veiðigjald. Margir framhald á bls. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.