Vísbending


Vísbending - 09.09.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 09.09.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 5 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Einfalt mál Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Af tekjutengdum greiðslum Tíu félagar hittast á hverjum degi eftir vinnu og fá sér bjór. Reikningurinn hljóðar upp á 10 þúsund krónur. Þeir skipta reikningnum á milli sín með sama hætti og þeir greiða skatta og styðjast þá við tekjutengt skattkerfi. Því hærri tekjur því meira er greitt. Því lægri tekjur því lægri er greiðslan ­ og jafnvel er ekkert greitt. Framsóknarmenn vita að einfalt er að lækka skuldir heimilanna. Á mbl.is birtist frétt þann 23.4.: „Frosti Sigurjónsson, frambjóðandi Framsóknar flokksins í Reykjavík, segir að þær krónueignir kröfuhafa í þrotabúum bankanna, sem framsóknarmenn vilja að notaðir verði til að lækka skuldir heimilanna, megi greiða til bankanna á 15­20 árum. Höfuðstóll lána einstaklinga lækki hins vegar strax þegar aðgerðin komi til framkvæmda. ... Össur spurði m.a.: „Sé 300 milljörðum dælt út í hagkerfið, þar sem þegar er allt of mikið peningamagn í umferð, myndi það ekki hafa þensluáhrif svipuð því sem raunin varð með Kárahnjúkavirkjun, valda verðbólguþrýstingi og éta upp stóran hluta einskiptislækkunar á höfuð­ stól skulda – auk þess að viðhalda fjármagnshöftum?“ Svar Frosta við spurningunni var þetta: „Niðurfærsla skulda heimila leiðir ekki sjálfkrafa til aukningar peningamagns. Hér skiptir aðferðin máli. Ef lækkunin væri staðgreidd til lánastofnana, þá myndi það vissulega leiða til aukningar og auka hættu á þenslu. Ef lækkunin er greidd út á löngum tíma (t.d. 20 árum) þá yrðu þensluáhrifin hverfandi.“ Össur velti fyrir sér hvort þetta þýði að skuldalækkun heimilanna ætti að koma til framkvæmda á næstu 20 árum. Frosti sagði í samtali við mbl.is, að Össur væri að misskilja svar sitt. „Það er hægt að gera þetta með tvennum hætti. Annars vegar að greiða þetta út til lánastofnana og þá fer peningurinn í umferð. Hin leiðin byggir á því að lánastofnanirnar þurfa ekki að fá þetta greitt út þó að skuldin verði lækkuð strax hjá þeim sem tóku lánin. Lána­ stofnanirnar geta átt von á að fá þetta greitt frá ríkinu á 15­20 árum. Það er hins vegar misskilningur hjá Össuri að skuldararnir fá ekki leiðréttinguna sína strax.““ Forsætisráðherra sagði við Eyjuna 8.9.: „Í raun er þetta einfalt mál. Það þarf að skapa ákveðið svigrúm til þess að hægt sé að aflétta höftum. Það svigrúm er miklu meira en nemur kostnaðinum við leiðréttingu lána. Slík leiðrétting er líka skynsamlegasta og réttlátasta leiðin til að nýta hluta svigrúmsins.“ bj Niðurstaðan var þessi: • Fyrstu fjórir félagarnir greiða ekkert. • Fimmti félaginn greiðir 100 krónur • Sjötti greiðir 300 kr. • Sjöundi greiðir 700 kr. • Áttundi greiðir 1.200 kr. • Níundi greiðir 1.800 kr. • Tíundi félaginn (sá ríkasti) greiðir 5.900 kr. • Fyrstu fjórir félagarnir greiða ekkert frekar en áður. • Fimmti félaginn greiðir ekkert (100% afsláttur) • Sá sjötti greiðir 200 krónur í stað 300 króna (33% afsláttur) • Sá sjöundi greiðir 500 krónur í stað 700 króna (28% afsláttur) Þannig gengur þetta mánuðum saman og allir virðast ánægðir og sáttir við sinn hlut. Bareigandinn hefur hins vegar áttað sig á því að þessir tíu fræknu vinir eru hans bestu viðskiptavinir og því nauðsynlegt að gera vel við þá. Dag einn tilkynnir hann félögunum að hann hafi ákveðið að veita þeim 20% afslátt. Í stað þess að greiða 10 þúsund krónur verði reikningurinn hér eftir átta þúsund krónur. Auðvitað fagna vinirnir og ákveða að halda sig við regluna um að hlutur hvers og eins í reikningnum verði tekjutengdur. Eftir sem áður greiða fjórir tekjulægstu vinirnir ekki neitt. En hvernig er þá best að skipta tvö þúsund króna afslættinum? Félagarnir átta sig strax á því að ef tvö þúsund krónum er skipt í sex hluti koma 333,33 krónur í hlut hvers og eins. En það gengur auðvitað ekki að skipta afslættinum á milli manna með þessum hætti, enda yrði niðurstaðan sú að sá fimmti og sá sjötti fengju í raun greitt fyrir að drekka bjórinn. Sá fimmti fengi 233,3 krónur og sá sjötti um 33,3 krónur. Bareigandinn kemur með lausnina. Best sé að skipta afslættinum þannig að þeir tekjulægstu fái hlutfallslega mesta afsláttinn. Á þetta sættast félagarnir og reikningurinn skiptist því þannig: • Sá áttundi greiðir 900 krónur en ekki 1.200 krónur (25% afsláttur) • Níundi félaginn greiðir 1.400 en ekki1.800 (22% afsláttur) • Tíundi félaginn, sá ríkasti, greiðir 4.900 krónur í stað 5.900 króna (16% afsláttur) Þannig eru allir félagarnir betur settir en áður og sá fimmti fær nú að drekka sinn bjór án þess að greiða nokkuð. Þegar félagarnir eru að kveðja hvern annan renna hins vegar tvær grímur á menn.„Ég fékk aðeins 100 krónur í minn hlut af tvö þúsund króna afslætti,“ hrópar sjötti félaginn. „Hann fékk hins vegar eitt þúsund krónur – tíu sinum meira en ég,“ bætir hann við og bendir á þann tíunda og þann ríkasta. „Þetta er rétt,“ hrópar sá fimmti sem nú fékk að drekka frítt. „Ég sparaði einnig aðeins hundraðkall. Þetta er ósanngjarnt.“ „Einmitt,“ bætti sjöundi maðurinn við. „Þeir ríku fá alltaf meira í sinn hlut.“ „Bíðið nú aðeins,“ hrópar einn þeirra fjögurra sem alltaf hafa drukkið frítt. „Við fengum ekkert í okkar hlut. Þetta er enn eitt dæmið um óréttlæti. Líkt og í skattkerfinu eru þeir tekjulægstu arðrændir.“ Þannig æsist leikurinn og endar með því að tíundi félaginn er umkringdur af hinum. Félagarnir níu ganga síðan í skrokk á hinum ríka sem fékk eitt þúsund króna afslátt. Daginn eftir mæta félagarnir á barinn en auðmaðurinn lætur ekki sjá sig. Níumenningarnir drekka og spjalla. En síðan kemur að uppgjöri. Þá rennur upp fyrir þeim að þeir hafa ekki lengur efni á því greiða fyrir drykkjuna. Þeir eiga ekki einu sinni fyrir helmingi upphæðarinnar. Þannig virkar tekjutengt skattkerfi. Tíundi félaginn situr nú á öðrum bar og drekkur sinn bjór í næði. Hann greiðir nú aðeins fyrir það sem hann drekkur og tekur ekki þátt í að greiða fyrir drykkju annarra og sparar mikla peninga. Félagar hans hafa hins vegar ekki lengur efni á hittast á hverjum degi. Gamli barinn er nú í niðurníðslu enda hefur stórkostlega dregið úr viðskiptunum. Dr. David R. Kamerschen, prófessor í hagfræði við Háskólann í Georgíu, mun hafa sett saman þessa dæmisögu sem hefur verið notuð til að skýra með einföldum hætti kosti og galla skattkerfisins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.