Vísbending


Vísbending - 14.10.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 14.10.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 9 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Færist sífellt nær Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Einu sinni voru það viðtekin vísindi að Katla gysi á 50 ára fresti. Kötlugos valda miklum usla og enn er á lífi fólk sem man gosið árið 1918. Árið 1968 var tíðindaríkt, en ekki gaus Katla. Jarðvísindamenn töluðu af varfærni um hvenær vænta mætti næstu eldsumbrota. Árið 1978 lýsti þekktur jarðvísindamaður því yfir, að það eina sem hægt væri að fullyrða með vissu væri að sífellt styttist í gosið. Þessi yfirlýsing olli ekki umróti. Því er þetta rifjað upp að gjaldeyrishöftum var komið á hér á landi árið 2008. Þau áttu þá að vera tímabundin, en eftir nokkur ár sammæltust allir flokkar um að þau skyldu vera ótímasett. Með því móti átti að koma í veg fyrir að erlendir kröfuhafar og aðrir misyndismenn gætu nýtt sér í hagnaðarskyni vitneskju um það hvenær gjöldunum yrði aflétt. Ráðamenn landsins hafa lýst því yfir að afnám haftanna sé forgangsatriði. Nú síðast sagði fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg-fréttaveituna að jafnvel verði búið að afnema gjaldeyrishöftin í apríl næstkomandi „ef hægt er að stilla af væntingar aðila“ samkvæmt frásögn mbl.is. Ráðherrann hefur einmitt líkt höftunum við ljósaskilti sem lýsi yfir Íslandi og segi fjárfestum: „Varúð, fjárfestið ekki hér.“ Nýja yfirlýsingin er athyglisverð, en spyrja verður hvað búi að baki. Er með „væntingum aðila“ átt við að erlendir kröfuhafar verði að gefa eftir skuldir? Ekki hefur verið látið neitt uppi um að samningaviðræður séu í gangi við þá, en svo kann þó að vera. Fáir átta sig á því að fyrir árið 1930 voru engin höft á fjármagnsflutningum milli Íslands og annarra landa. Enn færri vita að til 1918 var Ísland í myntbandalagi við önnur ríki á Norðurlöndum. Draumur forsætisráðherra virðist vera að færa þjóðina aftur í tímann til tíma Hriflu-Jónasar. Hvers vegna ekki að fara enn aftar, þegar viðskipti við umheiminn voru engum takmörkunum háð? Kötlugosið færist sífellt nær og nær, án þess þó að menn leggist til svefns með andvara á sér. Það síðasta boðaði endalok viðurkennds gjaldmiðils á landinu. Fylgir nýju gosi ný frelsisalda? bj Forsendur draumasveitarfélagsins 1) Skattheimtan þarf að vera sem lægst. Sveitarfélög með útsvarshlutfallið 13,66% fá 10 og sveitarfélög með hlutfallið 14,48% fá núll. Skalinn er í réttu hlutfalli þar á milli. 2) Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. Fjölgun á bilinu 1,6 til 3,6% gefur 10 og frávik um 1% frá þessum mörkum lækka einkunnina um einn heilan. 3) Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%, sem gefur einkunnina 10. Dreginn er frá 1 fyrir hvert prósentustig sem sveitarfélag er fyrir neðan 10% hlutfall. Dreginn er einn þriðji frá 10,0 fyrir hvert prósentustig yfir 10%. Þetta er breyting. Áður var dreginn frá hálfur fyrir prósentustig yfir 10%. 4) Hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0. Frávik um 0,1 yfir þessu hlutfalli lækkar einkunnina um 1,0 frá einkunn- inni 10. Frávik um 1,0 fyrir neðan þetta hlutfall lækkar hana um 0,5. Ef skuldir eru mjög litlar getur það bent til þess að sveitarfélagið haldi að sér höndum við framkvæmdir. Þetta er breyting. Áður var miðað við brúttóskuldir. 5) Veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0 (sem gefur 10) þannig að sveitarfélagið hafi góða lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun. Frávik um 0,1 neðan við hlutfallið gefur 1 í frádrátt. Frávik um 0,1 fyrir ofan hlutfallið gefur 0,5 í frádrátt. Hlutfall yfir 2,0 gefur einkunnina 5. Allir þessi þættir gilda jafnt. Bæjarfélag Tekjur/mann Skuldir/mann Skuldir/Tekjum Reykjanesbær 996 2.387 240% Reykjavík 1.012 2.363 234% Hafnarfjörður 646 1.505 233% Fljótsdalshérað 892 2.050 230% Sandgerði 939 2.029 216% Álftanes 607 1.258 207% Kópavogur 669 1.337 200% Norðurþing 916 1.720 188% Fjarðabyggð 1.069 2.006 188% Borgarbyggð 794 1.196 151% Árborg 713 1.068 150% Rangárþing ytra 760 1.135 149% Ísafjarðarbær 851 1.234 145% Stykkishólmur 833 1.201 144% Hveragerði 723 1.003 139% Skagafjörður 858 1.130 132% Mosfellsbær 719 922 128% Vesturbyggð 953 1.213 127% Akranes 704 850 121% Akureyri 980 1.125 115% Ölfus 824 880 107% Vogar 635 582 92% Fjallabyggð 877 744 85% Snæfellsbær 1.035 834 81% Dalvíkurbyggð 827 664 80% Bláskógabyggð 897 676 75% Garðabær 671 482 72% Húnaþing vestra 962 553 58% Þingeyjarsveit 792 418 53% Hornafjörður 891 402 45% Vestmannaeyjar 1.030 431 42% Rangárþing eystra 681 272 40% Seltjarnarnes 662 248 37% Eyjafjarðarsveit 720 220 31% Garður 620 -40 -6% Grindavíkurbær 748 -106 -14% Tafla 3: Skuldir og tekjur á íbúa í stærstu sveitar félögum árið 2012 Tölur í þúsundum króna. Heimild: Upplýsingaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.