Vísbending


Vísbending - 21.10.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 21.10.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 0 T B L 2 0 1 3 Aðrir sálmar Fram af brúninni? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Segjum að til væri aðferð til þess að spá fyrir um 10% hækkun á hlutabréfum á næstu þremur mánuðum. Fjárfestar sem allir hefðu aðgang að þessari aðferð ættu að flýta sér að kaupa eins mikið og þeir geta af hlutabréfum fyrir allt að 10% hærra verð en á útreikningsdegi. Á fullkomnum markaði myndu framboð og eftirspurn strax ná jafnvægi og verðið hækkaði þegar í staö um 10%, en ekki eftir þrjá mánuði. Hins vegar virðist markaðurinn stundum gripinn æði og verð er allt of hátt miðað við hagnað. Þá segja kenningarnar þeim varfærnu að selja og tryggja sér þannig hagnaðinn. Á meðfylgjandi mynd sést einmitt hvernig hlutabréfaverð hefur sveiflast undanfarin 140 ár sem hlutfall af hagnaði. Meðaltalið er 15,4 og núna fyrst virðist markaðurinn í langtíma- jafnvægi. Hlutfallið 15,4 jafngildir 6,5% vöxtum á ári. Núna virðist sem hvert barn hefði getað sagt fyrir um það um síðustu aldamót að hlutabréfaverð hlyti að lækka. Shiller hefur þó slegið þann varnagla að hugsanlegt sé að undirliggjandi lögmál breytist. Þetta þykir óvenjuleg varfærni, því að hann hefur verið talinn yfirlýsingaglaður. Hvaða menn eru þetta? Nokkur undanfarin ár hefur virst sem Nóbelsnefndin hafi viljað senda pólitísk skilaboð með verðlaunaveitingunni. Í þetta sinn eru engir slíkir undirtónar. Það er kannski merki um að nefndin telji að kreppan kunni að vera í rénun, að henni framhald af bls. 3 Hansen og Fama óska hvor öðrum til hamingju með verðlaunin. Shiller var býsna ánægður líka með að vera einn af þremur. Mynd: V/H-hlutfall á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum 1872-2013 V/H-hlutfall er verð hlutabréfa deilt með hagnaði. Meðaltal er 15,4. Miðað er við S&P vísitöluna. Heimild: Heimasíða Shillers. þykir óhætt að verðlauna fræðimenn, sem hafa sett fram kenningar um verðlagningu verðbréfa og annarra eigna. Allir eru verðlaunahafarnir frá Bandaríkjunum. Fama er þeirra elstur, fæddur árið 1939. Hann kennir við Chicago háskóla, rétt eins og Hansen, sem er yngstur þeirra, fæddur árið 1952. Shiller er fæddur árið 1946. Hann kennir nú við Yale háskólann. Breiðu spjótin tíðkast nú í aðför að ábyrgum framsóknarmönnum í ríkisstjórn. Á Vísi birtist eftirfarandi frétt: „„Það má segja að mér hafi ofboðið þegar farið var að líkja framsóknarmönnum við nýnasista,“ segir Guðlaugur G. Sverrisson, verkefnastjóri hjá Úrvinnslusjóði og góður og gegn framsóknarmaður í tuttugu ár, spurður um tilurð pistils sem hann reit og hefur vakið mikla athygli: „Daðrað við að það að hafa áhuga á Íslandi og því sem íslenskt er, umbyggja [svo] okkar þekkingu á getu [svo], þá var því snúið upp á okkur og að við værum orðnir þjóðernissinnaðir út frá skilgreiningu á nýnasisma. Fyrir mig var botninum þá náð.“ Guðlaugur vísar þar einkum og sérílagi til skrifa Inga Freys Vilhjálms sonar á DV en Guðlaugur birti í gær pistil á Pressunni undir fyrirsögninni „Eru framsóknarmenn aular?“ – pistill sem hefur vakið mikla athygli og er dreift víða um netið. Þar segir meðal annars að fjölmiðlum og pistlahöfundum þyki sjálfsagt að gera lítið úr fulltrúum Framsóknarflokksins og þá á þeim nótum að þeir séu almennt erkiaular: „Þeir gangi fyrir mútum, fyrirgreiðslu, helmingaskiptum, elski kindur meira en sjúklinga, séu á móti framförum, einangrunar sinnar, ómenntaðir, opnir í báða enda, steli fiskinum frá þjóðinni, séu náttúrusóðar og á móti umhverfis- ráðuneytinu, auðvaldsrónar, Finnur og Halldór, virkjunarsinnar, hækja íhaldsins, landsbyggðarflokkur og þ.a.l. á móti höfuðborginni, kjördæmapotarar og það sem er nýjast, að framsóknarmenn séu þjóðernissinnar líkt og fasistar voru í Evrópu á millistríðsárunum.“ Margir hafa hent þessu á loft og viljað snúa upp á framsóknarmenn og meina að þarna hafi hann hitt naglann á höfuðið í lýsingu sinni. Eins konar búmerang. „Já, já, það er akkúrat það sem gerist. Þarna sýnir umræðan sínar verstu hliðar. Ég vissi það. Þetta var meðvitað. Þetta snýr þá bara beint að þessu fólki.“ Guðlaugur segir aðalatriðið að stjórnmálaumræðan sé komin langt fram af brúninni.“ Þessi grein gæti orðið höfundi samheitaorðabókarinnar drjúg upp- spretta. bj

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.