Vísbending


Vísbending - 04.11.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 04.11.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 2 . T B L . 2 0 1 3 Úr bókinni Frá Hruni og heim, nokkur brot úr kaflanum um Evrópusambandið. Sumar millifyrirsagnir eru frá Vísbendingu. Birt með leyfi útgefanda. Þrátt fyrir að VG hefði alltaf verið á móti aðild að Evrópusambandinu var Steingrímur því ekki mót- fallinn að tekist yrði á við málið. Það var því ekki gegn hans vilja að það var á verkefna lista ríkis stjórnarinnar þótt hann hefði vissulega viljað fara hægar í sakirnar en Samfylkingin og standa öðruvísi að málum. „Mín hugsun var sú að loks væri þá hægt að fá einhvern botn í þetta mál sem hafði hangið svo lengi yfir okkur. Við skyldum bara láta á þetta reyna.“ Auk formanna og varaformanna flokkanna tóku Ögmundur Jónasson og Össur Skarphéðinsson þátt í viðræðunum um ESB. Össur var utanríkisráðherra og ESB honum mikið hjartans mál. Aðspurður segir Steingrímur að Össur hafi öðrum fremur rekið það áfram. Jóhönnu hafi verið meira umhugað um að myndun ríkisstjórnarinnar tækist fljótt og vel. Samfylkingin hafi vissulega verið samstiga í afstöðu sinni en fólk gengið mishart fram. Spyrjum þjóðina ... ekki „Hugmynd okkar var að byrjað yrði á að fara í könnunarviðræður við Evrópu- sambandið til að athuga hvernig landið lægi og sjá hvaða kostir væru í stöðunni. Samfylkingin mátti ekki heyra minnst á slíkt, við yrðum strax að senda inn formlega umsókn. Ýmsar leiðir að því voru þá ræddar. Við vorum hörð á okkar afstöðu og sögðum að það kæmi ekki til greina að við hrófluðum við andstöðunni við aðild. Við lögðum hins vegar til, sem skásta kost í stöðunni, að leitað yrði álits þjóðarinnar á hvort sækja ætti um. En þau vildu það ekki.“ Þótt Steingrímur mæti það svo að þjóðar atkvæðagreiðsla um hvort hefja ætti aðildarviðræður væri um margt álitlegri kostur fyrir VG, var sú leið í raun tvíeggjað sverð. „Í ljósi afstöðu flokksins hefði það á sinn hátt verið þægilegra fyrir okkur en um leið voru á því annmarkar og ýmsir í okkar herbúðum höfðu efasemdir um ágæti þess. Taktískt var þjóðaratkvæðagreiðsla ekki endilega besta leiðin fyrir flokk sem var í grundvallaratriðum andvígur aðild vegna þess að á þessum tíma voru meiri líkur en minni á að þjóðin hefði samþykkt að fara í viðræður. Kannanir höfðu þá nokkuð lengi sýnt að það var meirihlutafylgi við að fara í viðræður og kanna málið þótt jafnvel sömu kannanir sýndu að minni hluti var fylgjandi aðild. Ef sú leið hefði verið valin og aðildarviðræður hefðu hlotið samþykki þjóðarinnar hefðum við verið rígbundin af þeirri niðurstöðu og þurft að fylgja henni í einu og öllu. Með því að sækja um á grundvelli ákvörðunar Alþingis væri meira svigrúm til þess að meta framvinduna og hverfa frá málinu ef því væri að skipta. Samfylkingin léði ekki máls á til- lögunni um þjóðaratkvæðagreiðslu og eftir mjög harðar viðræður féllumst við á að utanríkisráðherra legði fram tillögu um að sækja um aðild. Við áskildum okkur hins vegar allan rétt til að hverfa frá stuðningi við viðræður ef mál þróuðust þannig. Þessi leið samræmdist algjörlega ákvörðunum landsfundar og það lá fyrir að allmargir þingmenn í okkar röðum gátu hugsað sér hana. En það lá líka fyrir að hún var ekki öllum að skapi og við gerðum Samfylkingunni ljóst að hver og einn þingmaður myndi greiða atkvæði í samræmi við sína sannfæringu. Við vissum að fjórir eða fimm þingmenn frá okkur yrðu á móti, þeir gátu bara ekki samþykkt þetta en óljóst var hvaða stuðning þetta hefði í öðrum flokkum.“ Samningsmarkmið Á grundvelli upplýsinga og sjónarmiða varð til viðamikið nefndarálit þar sem tilgreind voru nokkur atriði er töldust meðal grundvallarhagsmuna Íslands við samnings gerðina. Var svo lögð til sú breytingar tillaga við upphaflega tillögu utanríkis ráðherra að ríkisstjórnin skyldi fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og megin hagsmuni sem fram kæmu í áliti nefndarinnar. Álitið varð á endanum álit stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í utanríkismála- nefnd skiluðu sérálitum. Vildu báðir að þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram um hvort hefja bæri viðræður og fulltrúi Framsóknarflokksins vildi að auki að skýrar yrði kveðið að orði um samningsskilyrði. „Álit meirihlutans var mjög vel skrifað og Árni Þór Sigurðsson vann þar mjög gott verk,“ segir Steingrímur. „Þetta var vel valdað og allir hagsmunir Íslands vel skilgreindir og þeim haldið til haga. Í álitinu var kveðið á um rækilegt samráð við utanríkismálanefnd og býsna víðtækt samráð við hagsmunasamtök og almenning. Það var líka lögð áhersla á að ef upp kæmu nýjar aðstæður, ef það reyndi til dæmis á grundvallarhagsmuni okkar, þá bæri að fara með það fyrir þingið. Til frekari áréttingar þessu gaf ég svo yfirlýsingu við atkvæðagreiðsluna um að við áskildum okkur allan rétt til að meta framvindu málsins. Við það hrukku ýmsir samfylkingarmenn við en ég var bara að segja hið augljósa og hið sjálfsagða. Margir fóru offari gagnvart okkur í þessu máli og það var einkennandi allan tímann að gagnrýni úr okkar herbúðum á forystu flokksins eða ríkisstjórnina átti alltaf greiða leið í Morgunblaðið og helst á forsíðuna. Þar létu ýmsir sig hafa það að vitna mánuðum og misserum saman á kostnað félaga sinna.“ Í þessu sambandi rifjar Steingrímur upp frétt og raunar atvik frá janúar 2011. Ástandið í þingflokknum var eldfimt eftir hjásetu þriggja þingmanna við afgreiðslu fjárlaga og fór forystan í fundaherferð um landið til að fara yfir stöðuna með flokksmönnum og heyra sjónarmið þeirra. Að loknum félagsfundum voru opnir almennir fundir. Þingmenn voru með á fundum í sínum kjördæmum en í Norðvesturkjördæmi sást þó lítið til Jóns Bjarnasonar og Ásmundar Einars Daðasonar. Steingrímur fullyrðir að tilteknir félagsmenn hafi nánast skipulega reynt að eyðileggja fundinn á Sauðárkróki sem haldinn var 14. janúar. Fáir mættu og Jón og Ásmundur Einar voru fjarstaddir. „Kannski var fundurinn svona fámennur af því að menn ákváðu skipulega að sitja heima.“ Daginn eftir var því slegið upp í Morgunblaðinu að níu hefðu sótt félagsfundinn. Í fréttinni sagði að á annað hundrað manns væru í svæðisfélaginu og var haft eftir Úlfari Sveinssyni, fundar stjóra og varaformanni félagsins, að Skag firðingar hefðu lítinn áhuga á að hlusta á það sem Árni Þór Sigurðsson hefði fram að færa, en hann var einn frummælenda. Fundarmenn hefðu á hinn bóginn lýst stuðningi við Jón Bjarnason og Ásmund Einar Daðason. „Þessu var greinilega plantað. Það var Gott samstarf við Evrópu er okkur lífsnauðsynlegt

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.