Vísbending


Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 4

Vísbending - 18.11.2013, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 4 . T B L . 2 0 1 3 Aðrir sálmar Fyrirbyggjandi aðgerðir Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. framhald af bls. 3 Í Ríkisútvarpinu birtist nýlega þessi frétt: Forsætisráðherra segir stjórnarandstöðuna svo hræðilega svekkta með úrslit síðustu þingkosninga að hún sýni ítrekað þá ósvífni að segja ósatt. Það muni hún líka gera í umræðum næstu vikna um skuldaniðurfellingartillögur ríkisstjórnar­ innar. ... Byrjað yrði að segja ósatt um hvað væri að kynna. „Ástæða fyrir því að ég fullyrði þetta er að ég hef séð þetta á undanförnum mánuðum hjá þessari nýju stjórnarandstöðu sem er svo hræðilega svekkt yfir niðurstöðum kosninganna að þau bara geta ekki sætt sig við raunveruleikann og eru þess vegna tiltölulega ófeimin, ósvífin jafnvel, við að segja hreinlega ósatt. Við höfum rekið okkur á þetta aftur og aftur, eitthvað er fullyrt sem bara stenst enga skoðun.“ Sigmundur Davíð segir að umræðan verði afvegaleidd og að reynt verði að dreifa athyglinni frá kjarna málsins. Engu að síður sé ekki ástæða til að hafa áhyggjur af þessum slag, fremur beri að hlakka til. „Vegna þess að við vitum að boðskapur okkar er réttur, afstaða okkar er rétt og þetta eru hlutir sem þurfa að gerast.“ Ráðherrann hafði vart sleppt orðinu þegar Páll Vilhjálmsson, sem oft leggur Stak steinum Morgunblaðsins til efni, skrifaði eftirfarandi pistil á vefinn: Skuldaumræðan verður hýenuveisla Ríkisstjórnin mun alltaf tapa á skulda­ leiðréttingarmálinu. Útbýting á peningum vegna fasteignalána fyrir sex til átta árum er beinlínis uppskrift að leiðindum, bæði innbyrðis milli þeirra einstaklinga og hópa sem eiga að njóta, og hinna sem ekkert fá. Fólki líður eins og það standi í biðröð eftir happadrættisvinningi sem þegar er búið að ákveða hverjir fá. Enginn veit hvaða reglur giltu þegar vinningshafar voru dregnir út. En allir vita að tilviljun réð ekki niðurstöðunni. Engu að síður eru eflaust margir búnir að eyða vinningnum fyrirfram, panta sér hjólhýsi fyrir sumarið, milljón króna ferðalag eða spjaldtölvur á fjölskylduna. Óreiðufólkið er ekki það þakklátasta. Tillögur ríkisstjórnarinnar eru fóður fyrir soltnar hýenur. Von ríkisstjórnarinnar er að kjamsið drukkni í aðventuhátíðinni. bj þjóðhagfræðirunnans? Axel Leijonhufvud lýsti nokkrum þeirra í fyrrnefndum fyrirlestri: Í fyrsta lagi er í þessum líkönum gert ráð fyrir hnykkjum, bæði eftirspurnar­ og framboðshnykkjum, en kerfið á ekki að geta hrunið. Hrun bankakerfis og greiðslumiðlunar koma ekki fyrir í þessum líkönum. Í öðru lagi eru engir fjármagnsmarkaðir í líkönunum. Mestu máli skiptir hér að greiðslu fall er útilokað, að lántaki standi ekki við skuldbindingar sínar. Í þriðja lagi er ekki tekið tillit til þess að peninga stefnan geti haft áhrif á skiptingu framleiðslu þátta á atvinnugreinar. Peninga stefnan í þessum líkönum getur ekki valdið ósjálfbærum fasteignabólum sem geta endað í greiðslufalli verktaka og/ eða kaupenda fasteigna. Í fjórða lagi eru vextir eina stýritæki seðlabanka. Með vaxtabreytingum átti að ná verðbólgumarkmiði, en engin önnur tæki gátu haft bein áhrif á skuldsetningu atvinnugreina, heimila og fjármálastofnana. Ef verðbólga er lág og vextir sömuleiðis, en skuldir vaxa hratt, er ekki brugðist við skuldaaukningunni svo fremi að hún ógni ekki verðstöðugleika. Í fimmta lagi er framtíðin fyrirséð, a.m.k. með fyrirframgefinni líkinda­ dreifingu, svo atburðir sem ekki hafa gerst áður geta aldrei gerst. Axel benti einnig á að nútíma hagfræði sá ekki fyrir hætturnar sem sköpuðust innan fjármálastofnana. Færð voru rök fyrir því að með því að leyfa viðskiptabönkum að stunda fjárfestingabankastarfsemi, eiga viðskipti fyrir eigin reikning, myndi samkeppni aukast, arðsemi bankanna verða meiri og mögulegt yrði þá að dreifa áhættu. Afleiðingin varð sú að í kreppunni ógnaði tap á fjárfestingabankastarfsemi bæði viðskiptabankahlutanum og greiðslukerfum. Viðskiptabankar gátu áður reitt sig á baktryggingu skattgreiðenda við áhættusamar fjárfestingar. Önnur skipulagsbreyting sem jók áhættu í fjármálakerfinu var hlutafélaga­ væðing fjárfestingabanka (Lehman Brothers, Bear Sterns og fleiri). Í stað þess að á bak við hvern banka stæðu einstaklingar sem bæru fulla ábyrgð á skuldum hans var ábyrgð þeirra takmörkuð við hlutafé, sem var einungis lítið brot af heildar skuldum bankanna. Þetta hafði í för með sér gríðarlega ávöxtun eigin fjár í góðæri en gjaldþrot í kreppu þegar eignaverð lækkaði. Að lokum benti Axel á að hagfræðingar hafi ekki haft mikið fram að færa um það hvernig dreifa ætti tapinu af tjóninu sem varð í bankakreppunni. Hagfræði gjaldþrota Í ljósi reynslu Íslendinga síðustu ár er kannski athyglisverðast að ekki hafi verið gert ráð fyrir gjaldþrotum í þjóðhags­ líkönum. Forsendan er sú að þegar einstaklingar taki ákvarðanir um útgjöld sín í þeirri vissu að þeir muni alltaf geta staðið í skilum, enda framtíðin fyrirsjáanleg (e. transversality condition). Sem betur fer er hagfræðin þó ekki svo fátæk að hagfræðingar hafi ekki fjallað um fyrirsjáanleg gjaldþrot. Árið 1993 kom út ritgerð Georges Akerlofs og Pauls Romers sem varpar ljósi á ýmislegt sem getur gerst í aðdraganda bankahruns. Akerlof og Romer fjalla um það atferli eigenda að taka meira út úr fyrirtækjunum en nemur eignarhluta þeirra, það sem þessir höfundar kalla „looting“ eða „gripdeildir“. Slíkt þarf ekki að fela í sér lögbrot. Hér geta eigendur fyrirtækja hagnast á að keyra þau í þrot, t.d. þegar lélegt reikningshald og slakt eftirlit gera eigendum kleift að greiða sér út verðmæti og setja síðan fyrirtækið í þrot á kostnað lánardrottna og skattgreiðenda. „Ábatasöm gjaldþrot“ geta t.d. orðið þegar hið opinbera hefur gengist í ábyrgð fyrir skuldbindingum fyrirtækja. Bestu dæmin um slíkt eru auðvitað bankar og tryggingafyrirtæki. Lengi hefur verið viðurkennt í hagfræði að slíkt fyrirkomulag getur framkallað freistni­ vanda (e. moral hazard) þegar eigendur taka mikla áhættu, vitandi að ef vel gengur fá þeir ábatann, en ef illa fari greiða skattgreiðendur tjónið. Þetta er talin meginástæða þess að þeir sem sækjast mest eftir eignarhaldi á bönkum eru yfirleitt áhættusæknir einstaklingar. Í útlánum banka skapast sambærilegt freistni vandamál þegar fjárfestar með áhættu sömustu viðskiptahugmyndirnar eru tilbúnir að greiða hæstu vextina. Því er mjög hættulegt fyrir samfélagið ef áhættusamir eigendur banka taka lán hjá eigin banka og setja þannig skatt­ greiðendur í hættu. Fjármálaeftirlit er því nauðsynlegt. En þeir Akerlof og Romer ganga lengra og lýsa því hvernig eigendur fjármálafyrirtækja geta viljandi sett fyrirtæki í þrot og náð þannig með miklum hagnaði. Framhald í 45. tbl. Heimild: 1 Hádegisfyrirlestur á ráðstefnu Center on Capitalism and Society við Columbia háskóla í New York (Rethinking the State, After Keynesianism and Corporatism), 7. desember 2012.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.