Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 58
LISTIR Erástineinsoghafið? Ein forvitnislegasta íslenska bókin lengi EINS OG HAFIÐ eftir Fríðu Á. Sigurðardótt- ur gerist á einu sumri í litlu sjávarplássi. Sögu- hetjur eru margar og búa allar í sex íbúðum í sama húsi. Húsið er gamalt og niðurnítt og á sér sögu og sál. Á daginn er það ljótasta húsið í bænum og menn bíða þess að slíkur smána- blettur verði rifínn. Á kvöldin breytir það um svip og trónir eins og ævintýrahöll yfir bænum. Saga hússins er ýmist hugljúf ástarsaga um riddarann sem byggði það handa fegurstu stúlkunni í tjórðungnum, sem sprakk af harmi í húsinu þegar hún beið hans, eða saga af óáreiðanlegum ævintýramanni sem stakk stúlkuna sína af og giftist fyrir sunnan, kom svo aftur til elskunnar sinnar og drap hana og elsk- huga hennar. Saga næturinnar og saga dagsins, enginn þekkir hana gjörla. í nútímanum ræður ástin enn ríkjum í hús- inu. í raun eru það fjögur öfl sem ráða í sög- unni: ástin, vínandinn, hafið og guð, í þessari röð. Ástarþríhyrningurinn er ekki einn, þeir eru margir og fæstir fá að njóta þeirra sem þeir elska. Svana gengur fram af bæjarbúum með því að halda við giftan mann sem hefur margsvikið hana. Saga hennar er að mestu leyti séð frá sjónarhóli dóttur hennar, Gullýar. Með þeim hætti er skyggnst inn í hugarheim stúlku á gelgjuskeiði sem er í senn að uppgötva nýjar kenndir og þarf að horfast í augu við alvöru lífsins. Hún er ein með sínum hugsunum og það sem hún veit um móður sína heyrir hún á nóttunni þótt henni sé það þvert um geð. Sam- bandið milli móður og dóttur er tilfinninga- snautt. Móðirin er eins og ennþá á gelgjuskeiði og hugsar eingöngu um ástina stóru í lífi sínu. Steini sem einnig býr í húsinu stjórnast einn- ig af ástinni miklu. Hann gleymir ekki æsku- ástinni, Svönu, og engin önnur kona kemur til greina í lífi hans. Hann fær hana ekki og í augum Gullýar er hann bara asnalegur. Hún kemst að því að hún er dóttir Ágústs þegar Steini og Svana rífast eina nóttina og við þær fréttir kastar hún upp, hennar eina leið til að láta í ljós þær tilfinningar sem henni búa í brjósti. Því þótt söguhetjurnar stjómist af til- finningum á maður ekki að láta þær í ljós. Steini talár eingöngu við Svönu þegar hann er undir áhrifum víns og á tímabili er eins og Bakkus ætli að taka af honum öll völd. Hann fer á fylliríistúr með prestinum sem er í guð- fræðilegri krísu, efast um guð og leitar á náðir vínguðsins. Kristín litla systir Svönu er á vaidi ástarinnar í fyrsta sinn. Hún elskar læknastúdentinn Skúla sem elskar hana og vill giftast henni. Leifi, Þorleifur Oddfríðarson í kjallaranum, elskar Kristínu líka en fær hana ekki. Kristín á í sálarstríði vegna þess að hún vill halda námi sínu áfram fyrir norðan og skoða síðan heim- inn. Á daginn er hún ákveðin í að halda sínu striki en næturnar gera henni grikk og þá er hún ákveðin í að fara með Skúla sínunt suður. Hún hefur engan til að tala við um hugarang- ur sitt frekar en Gullý. Kaflinn þar sem Svana situr og saumar og Kristínu langar til að tala við hana um hugsanir sínar lýsir vel hvað gerist þegar tvær manneskjur geta ekki talað saman. Kristín er reið vegna einsemdar sinnar og hún beinir athyglinni að flugu sem suðar í gluggan- um og Lieinir reiði sinni að henni. Guð hefur heimsótt hana óvænt um nóttina á balli þegar Leifi og fleiri hafa barið Skúla í rot. Hún kem- ur sjálfri sér á óvart þegar hún ákallar guð hvað eftir annað og þetta langar hana til að tala um. í stað þess hlær hún þegar móðir hennar kem- ur í gættina og spyr hana hvort hún vilji koma með sér í kirkju. Hún sér eftir hlátrinum en fær sig ekki til að tala við móður sína. Svana situr og saumar ánægð með sína ást og sitt líf og segir að allt fólk sé eins alls staðar og það skipti ekki máli hvar maður sé. Kristín eyðir nóttunum í ástarhamingju og dögunum í reiði sinni í íýstihúsinu. Odda í kjallaranum og sonur hennar Leifí eiga sér leyndarmál. Hún hefur ekki sagt nein- um nema syni sínum um faðemi hans. Hann launar henni trúnaðinn með því að yfirgefa hana og um leið ástina stóru og finnur pabba sinn fyrir sunnan og sest þar að. Odda þekkir ástina og veit að hún breytir fólki og að við hana verður ekki ráðið. í húsinu búa einnig Petra og Beggi. Þau hafa misst son sinn í sjóinn og Petra kennir ein- göngu áfenginu um. Hún hefur gert það að ævistarfi að halda manni sínum frá þessum voðadrykk með þeim árangri að hann dettur í það um hverja helgi. Petra er bitur og langræk- in og fyrirgefur ekki systur sinni að hafa farið suður í ástandið og gifst til Ameríku og gifst þrisvar í þokkabót. Saga Ingunnar systur Petru lætur lítið yfir sér í bókinni en mér finnst hún mikilvægur þáttur til þess að skýra þorpslífið. Hún er lífs- glöð og fer sínu fram. Hún lætur ekki al- menningsálitið hafa áhrif á sig enda hefur hún verið í burtu í þrjátíu ár. Hún á sér sögu sem enginn þekkir eða kærir sig um að þekkja. Það sem fólkið talar um er ástandið og svik. í þeim systrum er hægt að sjá hvaða máli afstaða fólks skiptir í lífi þess. Petra lætur ógæfuna stjóma sér og er dómhörð og þrjósk. Biturleiki hennar kentur í veg fyrir að hún geti notið lífsins. Systir hennar sem hefur greinilega orðið fyrir skakkaföllum í lífinu heldur áfram að lifa og njóta þess að vera til. Það sem er athyglisvert í sögu hinna ást- föngnu persóna er skilyrðislaus uppgjöf fyrir þessu mikla fyrirbæri. Ekkert þeirra reynir að stjórna rás atburða ef frá er talinn Leifi, sem hefur sig á brott. Steini ætlar að íyrirfara sér í fylliríi og Svana verður sinnulaus þegar Ágúst velur eiginkonuna. Svana talar um ástina eins og eitthvert afl sem hún ræður ekki við og upphefur hana og gerir óskiljanlega, hún er ábyrgðalaus í öllum sínum gerðum. Guð hefur ekki mikil áhrif í þessu þorpi- Fáir fara í kirkju og presturinn efast um tilvist guðs og tilgang sinn í þessu guðlausa þorpi þar sem veður og sjór em mikilvægasta umræðu- efnið. En einn maður í húsinu hefur hugsað sér að frelsa heiminn. Uppfinningamaðurinn Kjartan hefur einsett sér að búa til tölvu sem talar guðs orð og frelsar þar með mannkynið. Tölvan heitir Karítas sem þýðir ást og hann lætur stjómast af ást sinni á guði. Tilvitnanir hans í biblíuna fara í taugarnar á Steina sem afneitarölluguðatali. Kjartan hefurþau áhrifá ungdóminn að þeir stela fyrir hann rafmagns- tækjum í Karítas. Það eru einu beinu áhrifin sem honum tekst að hafa á umhverfi sitt áður en hann er fluttur suður á geðveikrahæli. Hafið er ekki neins staðar í forgrunni 1 bókinni heldur niðar undiraldan. Það er hafið sem stjómar afkomu fólksins og ástin stjómar tilfinningalífi þess. Stíll bókarinnar minnir á hafið. Tengingar milli atriða eru lík kvikmynd. Senur eru stuttar og skiptingar byggjast á efni. Atburðarrásin er hröð en hægist um miðbik bókarinnar sem er eins og undiraldan sem n's svo hæst þegar ástarsambönd leysast upp* Steini ætlar að fyrirfara sér, Gullý verður vitm að misþyrmingu, Karítas brennur til ösku. Leifi fer suður og allir íbúar hússins fá upp' sagnarbréf frá eigandanum. Eins og hafið er ein forvitnilegasta bók sem hefur komið út lengi. Hún er rammíslensk og lýsir fólki sem maður kannast við. Stíllinn er magnaður og margslunginn. Fríða A- Sigurðardóttir hefur sýnt fram á með þessan bók að hægt er að segja margar sögur í einu- Hún tengir sögu hvers manns í húsinu en sýmr líka hvemig hver manneskja er ein í sínu til' finningalífi. • Ragnheiður Oladóttir METSÖLULISTI ÞJÓÐLÍFS Bækur á eriendum málum Bækur á íslensku 1. Myrkraverk. Margit Sandemo. Prenthúsið. 2. Ég tek Manhattan. Judith Krant/. Regnbogabækur. 3. íslensk flóra. Iðunn. 4. Tómas Jónsson metsölubók. Guðbergur Bergsson. Forlagið. 5. Martröð. Margit Sandemo. Prenthúsið. 6. Fuglar íslands. Hjálmar Bárðarson. 7. Gikkur. Regnbogabækur. 1. Fatherhood. Bill Cosby. 2. A Perfect Spy. John LeCarré. 3. Red Storm RLsing. Tom Clancy. 4. Ransom. Jan Mclnerey. 5. The Mackson Spies. John Trenhaile, 6. A Taste for Death. P.J. James. 7. The Garden of Eden. Hemingway.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.