Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 17

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 17
NEYTENDAMAL .WpBr‘ y' 1 " • Óhörðnuö börn standa varnarlaus gegn auglýsingaflóðinu Böm og unglingar varnarlausir neytendur ADOLF H. PETERSEN: egar fjalla skal um neytendamál er af nógu aö taka þar sem þau mál snerta okkur öll, allir samfélagsþegnar eru neyt- endur. En í þessari fyrstu grein ÞJÓÐLÍFS um þessi mál tel ég aö heppilegast sé aö taka fyrir börn og unglinga sem neytendur í víðara samhengi þar sem jólin eru nú nýaf- staðin. Auglýsingar hafa hamrað á okkur dag eftir dag, hve nauösynlegt sé fyrir börnin að eign- ast hin og þessi leikföng, jafnvel „jólaþroska- leikfang bamanna í ár,“ geislabyssuna, sem talin er vera eitt hið allra fáránlegasta fyrir- brigði sem komið hefur á markaðinn. Óhörðnuð bömin standa varnarlaus gegn öllu þessu auglýsingaflóði og spara auglýs- endur ekki skildinga sína til að ná þeim á sitt vald án þess að hugsa um afleiðingamar. Vitaskuld gera þeir sér grein fyrir því að bömin eiga ekki sjálf fýrir dýrari hlutum, þess í stað tala þeir til barnanna í gegnum foreldrana, alla vega að hluta til því mörg börn hafa einhverja peninga milli hand- anna. VIKUPENINGAR BARNA Algengt er að börn fái vikupeninga frá foreldrum sínum ef þau hjálpa til á heimil- inu, t.d. passa yngri systkini og taka til í herbergjum og er ekkert nema gott um það að segja. Þannig geta börnin vanist því að umgangast peninga og fengið hugmyndir um hvernig unnt sé að safna fyrir dýrum hlutum. En því miður vilja freistingamar oft verða mikíar; auglýsingar og félagamir þrýsta mik- ið á, og bamið langar að kaupa leikfang sem ef til vill hefur lítið gildi nema þá aðeins í fáein skipti. Þá er farið í verslunina án fylgdar foreldris og hluturinn keyptur. Böm eða unglingar sem vita varla hvað þau eru að kaupa verða síðan óánægð eða orðin leið á vömnni eftir fáeina daga, hvort sem um leik- fang, föt eða eitthvað annað er að ræða. RÉTTURINN TIL AÐ SKILA VÖRU Á hinum Norðurlöndunum eru til reglu- gerðir um vemd barna og unglinga innan 18 ára aldurs sem keypt hafa vömr án samráðs við foreldra. Þar segir m.a. að foreldrar hafi rétt á því að skila vömnni ef þeir hafa ekki vitað um kaupin fyrirfram og séu óánægðir með að slíkt hafi gerst. Skiptir þá engu hvort varan er notuð eða ekki. En þá verður að skila henni innan fárra daga og hafa kvittun- ina með sér. Hér á landi em engar slíkar reglugerðir til og ríkja hér enn reglur sölu- mennskunnar að keypt sé keypt, sama hver eigi í hlut. Þetta er orðið mikið vandamál þar sem mörg böm em farin að stunda verslanamið- stöðvarnar og þá einkum Kringluna, en þar eru freistingarnar á hverju strái. Úti á lands- byggðinni er þetta líklega ekki eins algengt, þar eru viðskiptahættir mun persónulegri vegna mannfæðar. Annað mál sem ekki síður er alvarlegt er þegar böm selja gosflöskur í búðum og er neitað um að fá peningana í staðinn. Það er svo til ógemingur fyrir þau, þeim er ætlað sælgæti í stað peninganna. Fullorðnir hins vegar fá sinn fimmkall á augabragði. Þær upplýsingar fengust hjá einni gos- drykkjaverksmiðjunni að ekki væri hægt að skylda kaupmenn til að láta peninga fýrir flösku, engar reglugerðir væm til um slíkt. Hins vegar hafi gosdrykkjaframleiðendur oft ítrekað að bömin fái peningana, en fáir farið eftir því. „Það er bara siðferðileg skylda kaupmanna að gera það, því við erum ekki undir neinum kringumstæðum að skylda börn til að úða í sig sælgæti. Þetta væri því tilvalið mál fyrir foreldrasamtök að berjast 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.