Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 62

Þjóðlíf - 01.03.1988, Blaðsíða 62
ERLENT Umbrot og óánægja fólksins og vandræðaleg viðbrögð stjórnkerfisins. Fólksflóttinn heldur áfram. Roðinn í austri og ljóminn í vestri, gráir eru hvunndagar vetrarins beggja vegna Berlínar- múrsins. Nú á síðustu vikum hefur litróf grámans í austurhluta borgarinnar, altént fyrir utanaðkomandi, fengið á sig svolítið annan blæ. Sá rembihnútur sem stjórnvöld þýska Alþýðulýðveldisins hafa verið að dunda við að hnýta á undanförnum mánuð- um, og tókst með aðgerðum sínum þann 17. og 28. janúar að gera að Gordionhnúti, hefur verið höggvinn sundur. Allir þeir sem teknir voru höndum og varpað í fangelsi vegna óleyfilegra aðgerða í skipulagðri baráttu- göngu sósíalíska einingarflokksins til minn- ingar um morðin á verkamannaforingjunum Rósu Luxemburg og Karli Liebknecht árið 1919 hafa nú verið látnir lausir. Flestir keyptu sér frelsi með því að lofa að yfirgefa föðurland sitt fyrir fullt og allt, þ.e. fyrirgerðu ríkisborgararétti sínum í þýska Alþýðulýðveldinu. Par með höfðu margir náð því markmiði sem þeir settu sér með mótmælum sínum gegn stjórnvöldum og bar- áttu sinni fyrir mannréttindum. En meðal fanganna sem sleppt var yfir landamærin var einnig fólk sem með aðgerðum sínum vildi raunverulega berjast fyrir auknum réttind- um til handa þegnum landsins, vildi láta hrikta í mosavöxnum stoðum ríkisins innan frá. Sumir þessara baráttumanna höfðu þegar verið dæmdir fyrir ólöglegt samkomu- hald, jafnvel landráð, og einnig þetta „óbótafólk" fékk reisupassann. Það mætti halda að VesturPýskaland sé einhvers konar fanganýlenda þar sem stjórnarskrá landsins kveður svo á um að engum Þjóðverja skuli meinað um landvistarleyfi í Sambandslýð- veldinu svo fremi sem hann hafi ekki gerst brotlegur við lög landsins. Og auðvitað hefur það meiri sundrungar- kraft að senda þá sem vilja berjast fyrir bætt- um mannréttindum og öðrum umbótum í Alþýðulýðveldinu yfir í land hagvaxtar og atvinnuleysis en að gefa baráttumönnum ut- an fangelsanna píslarvotta á silfurfati. Og hver er þess umkominn að dæma einhvern fyrir að yfirgefa land sitt og þá leggja niður baráttu sína í þeirri mynd sem hún hafði verið ástunduð þegar viðkomandi á að öðr- Nokkrir íbúar í Dresden við kröfuaðgerðir Jórunn Sigurðardóttir skrifar frá Berlín: um kosti yfir höfði sér margra ára fangelsis- vist. Þessi aðferð austur-þýskra stjórnvalda er engin nýjung, henni hefurlöngum verið beitt gegn þeim sem voru stjórnvöldum óþægur ljár í þúfu. í þetta sinn endurtók sagan sig þó ekki nákvæmlega, síðustu andófsmennirnir sem sleppt var vestur fengu að launum fyrir staðfestu sína afhent austur-þýskt vegabréf en hétu þó að korna ekki aftur fyrr en í fyrsta lagi eftir 6 mánuði. Það skal tekið fram að það er ekki sjálf- sagður hlutur þegna Austur-Þýskalands að hafa undir höndum eigið vegabréf. Hvort stjórnvöld standa við orð sín á eftir að koma í ljós, sem og raunverulegur tilgangur þessar- ar nýju aðferðar og þá fyrst verður hægt að dæma um hvort hér er um einhvers konar um að fá að flytja úr landi. framför að ræða eða einungis bragð til að losna við alla forystumenn,, óróaseggjanna“, einnig þá þrautseigustu og skaða ekki póli- tíska ímynd Alþýðulýðveldisins á alþjóða- vettvangi meira en orðið var. 90 þúsund yfír- gefa landið Vandamálið sem þýska Alþýðulýðveldið á hér við að stríða er tvíþætt. Annars vegar landflóttinn sem aldrei virðist ætla að réna. A fyrstu áratugum ríkisins var auðvelt að fordæma það fólk sem flúði vestur yfir landa- mærin, það var ekki reiðubúið að axla ábyrgð og skyldur við uppbyggingu ríkisins, hugsaði bara um munn sinn og maga og sá velmegunina í vesturhluta landsins í hilling- um. Það var ekki síst vegna landflóttans sem Berlínarmúrinn var reistur árið 1961 eða and- fasíski varnarveggurinn eins og hann er opin- berlega nefndur í Austur-Þýskalandi. Á undanförnum 4 árum, samfara stöðugt batn- andi samstarfi beggja þýsku ríkjanna hafa Andófið í Austur- 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.