Bæjarins besta - 31.01.2008, Blaðsíða 16
FIMMTUDAGUR 31. JANÚAR 200816
mánudag tilkynntu varðskips-
menn Ísafjarðarradíói að búið
væri að bjarga öllum mönn-
unum sem lifandi voru um
borð í Notts County. Fjöl-
menni beið á bryggjunni á Ísa-
firði þegar Óðinn kom klukk-
an þrjú um daginn. Farið var
með þá sem verst voru haldnir
rakleiðis á sjúkrahúsið. Tveim
dögum síðar var aftur farið á
strandstaðinn og líkið sótt.
Heiðrún talin af
Strax í birtingu á mánudag
hófst leit að Heiðrúnu og
skipbrotsmönnum af Ross
Cleveland. Guðmundur Guð-
mundsson formaður slysa-
varnadeildarinnar á Ísafirði
stjórnaði henni úr landi en
Hálfdán Einarsson skipstjóri
á Sólrúnu stjórnaði leit á sjó.
Gengnar voru fjörur frá Óshlíð
og fyrir Kambsnes inn í Seyð-
isfjörð. Fljótlega fundust á
Kirkjubólshlíð belgir merktir
Heiðrúnu og skammt fyrir
utan Súðavík fannst sjórekið
lík sem strax var talið fullvíst
að væri af skipverja á Ross
Cleveland. Leitað var fram í
myrkur á nítján bátum og
sigldu þeir um Ísafjarðardjúp
og Jökulfirði en ekkert fannst.
Leitinni að Heiðrúnu var
haldið áfram næstu tvo daga
en að kvöldi miðvikudagsins
7. febrúar var báturinn talinn
af. Í þessu mannskaðaveðri
fórust 25 sjómenn.
Heimildir:
Þrautgóðir á raunastund -
Steinar J. Lúðvíksson.
Útkall í Djúpinu - Óttar
Sveinsson.
Gagnasafn Morgunblaðsins. Ross Cleveland. Mynd: The Grimsby Telegraph.
Maðurinn sem reis upp frá dauðum
Harry Eddom var 1. stýri-
maður á Ross Cleveland í
ferðinni örlagaríku á Ís-
landsmið. Á sunnudags-
kvöldið þegar skipstjóri
Ross Cleveland ætlaði að
komast í betra var sendi
hann Harry upp á brúarþak
til að hreinsa ís af radarloft-
netinu. Frostið var nístandi
og Harry vel klæddur. Stuttu
eftir að hann kom aftur inn í
brú byrjaði skipið að halla.
Þegar skipstjórinn sendi
út sín frægu skilaboð klifr-
aði Harry út um dyrnar
stjórnborðsmegin. Skipið
var þá byrjað að sökkva.
Hann sá að tveimur félögum
hans, Barry Rodgers og
Wally Hewitt, hafði tekist
að koma gúmmíbát í sjóinn
og voru komnir í hann og
Harry stökk á eftir þeim.
Hann missti meðvitund í
sjónum og björguðu félagar
hans honum um borð í
bátinn. Harry var vel klædd-
ur eins og áður sagði en fé-
lagar hans voru léttklæddir,
Wally í skyrtu og buxum en
Barry einungis á nærfötum.
Yfirbreiðsla bátsins hafði
rifnað og þegar öldurnar
buldu á bátnum gekk sjór
inn í hann. Þeir urðu að láta
sér nægja stígvél og könnu
til að ausa bátinn en þegar
þeir héldu að þeir væru loks-
ins búnir að ausa hann kom
önnur alda og fyllti hann á
ný.
Wally og
Barry krókna
Mennirnir urðu sífellt
máttfarnari. Eftir nokkrar
klukkustundir lést Barry og
skömmu síðar fór Wally
sömu leið. Harry Eddom var
nú einsamall í bátnum með
lík félaga sinna hjá sér, fé-
laganna sem björguðu lífi
hans þegar þeir drógu hann
upp í bátinn. Hálfum sólar-
hring eftir að Ross Cleve-
land sökk fann Harry að
báturinn tók niðri. Hann sá
að bátinn hafði rekið upp í
fjöru en vissi ekki hvar hann
var. Hann vissi að firðirnir í
Ísafjarðardjúpi væru strjál-
býlir og líkur á björgun ekki
miklar. Hann gekk frá bátn-
um þannig að hann ræki ekki
út með lík félaga hans.
Bátinn hafði rekið inn í
Seyðisfjörð og strandað við
svonefnda Læki, um fjóra
kílómetra frá Kleifum, sem
eru næsti bær. Í svartamyrkri
klöngraðist Harry inn með
firðinum, ískaldur eftir þrek-
raunir síðasta sólarhrings. Fyrr
um daginn hafði hann séð
móta fyrir húsi í botni fjarðar-
ins en þegar hann kom þangað
uppgötvaði hann sér til skelf-
ingar að húsið var yfirgefið
og harðlæst. Hlerar voru fyrir
gluggum og hafði hann enga
krafta til að brjóta hurðina
upp. Harry kom sér fyrir undir
húsveggnum og vissi að það
eina sem hann gæti gert til að
komast lífs af væri að halda
sér vakandi. Ef hann sofnaði
væri úti um hann.
Einn og hálfur sólarhringur
var liðinn frá því að Ross
Cleveland sökk og Harry Edd-
om var enn á lífi. Hann var
svo máttfarinn að hann gat
ekki hreyft fæturna og gerði
enga tilraun til að komast eitt
eða neitt.
Harry bjargað
Harry lýsti því svo að til-
finningin þegar hann sá hunda
koma hlaupandi hafi verið
ólýsanleg. Því næst sá hann
Skipskaðarnir við Ís-
landsstrendur voru efst á
baugi í breskum fjölmiðl-
um. Þegar fréttist af björgun
Harrys fóru breskir blaða-
menn hamförum og á for-
síðum dagblaðanna var
talað um Harry sem mann-
inn sem reis upp frá dauð-
um. Ritstjórn The Sun
gerðu Ritu, konu Harrys,
tilboð um að greiða fyrir
hana far til Íslands gegn
einkaviðtali við hjónin og
ljósmyndum af hjónunum
á sjúkrahúsinu á Ísafirði.
Fjárráð þeirra voru ekki
mikil og gekk hún að til-
boðinu eftir miklar fortöl-
ur.
Tugir breskra blaðamanna
komu til Ísafjarðar til að
fjalla um björgun Harrys
Eddom og Úlfur Gunnars-
son yfirlæknir þurfti að hafa
sig allan við að stugga
blaðamönnum frá sjúkra-
húsinu, svo mikil var ásókn
þeirra í að fylgjast með end-
urfundum hjónanna. Eftir
átta daga dvöl á sjúkrahús-
inu á Ísafirði sneri Harry
aftur til Bretlands ásamt
Ritu konu sinni.
Heimild – Útkall í Djúp-
inu, Óttar Sveinsson.
Bresku blaðamennirnir reyndu allt til að komast inn á sjúkrahúsið til Harrys. Úlfur læknir reynir að tala blaðamennina til. Mynd: Bragi Guðmundsson.
að Kleifum og komust að því
að breskur sjómaður væri inni.
Þeir mátu það svo að Harry
þyrfti að komast sem fyrst
undir læknishendur og var
hann fluttur á Svaninum til
Ísafjarðar.
Sagan um björgunina kvis-
aðist út. Ekki hafði nokkurn
mann órað fyrir að neinn á
Ross Cleveland kæmist lífs af
og fjölskyldu Harrys hafði
daginn áður verið sagt að skip
hans hefði farist.
Fjölmiðlafár
ungan dreng og kallaði til hans
og hann sneri við og hélt til
hans. Var þar kominn Guð-
mann Guðmundsson, 14 ára
gamall bóndasonur á Kleifum
í Seyðisfirði, en þennan mánu-
dag hafði hann farið út með
fé. Fólkið á Kleifum hafði
fylgst með fréttum og vissi af
atburðunum í Ísafjarðardjúpi
og Guðmann áttaði sig á því
um leið að þetta væri einn
skipbrotsmannanna. Guð-
mann tók utan um Harry og
kom honum heim að Kleifum.
Ekki er um langan veg að fara
en Harry hefði aldrei komist
þetta hjálparlaust. Honum var
komið í hlý föt og fékk heitt
að drekka og sofnaði um leið
og hann lagðist út af.
Eftir óveðrið var símasam-
bandslaust við Kleifar og eng-
in leið að láta vita af björgun
Harrys. Björgunarmenn sem
gengu fjörur í Seyðisfirði sáu
gúmmíbátinn með líkum sjó-
mannanna, sem og fótspor
sem lágu inn með firðinum.
Þeir áttuðu sig á að maðurinn
hefði reynt að komast að
Kleifum. Vélbáturinn Svanur
var með björgunarmönnunum
í för og fóru þeir á honum inn
The Sun höfðu einkarétt á myndum af endurfundum Ritu
og Harry á sjúkrahúsinu á Ísafirði og greindu ítarlega frá honum.