Bæjarins besta


Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 20

Bæjarins besta - 22.12.2010, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 2010 FALL RÚNARS Eftir Bjarna Brynjólfsson Myndir: Gunnar Gunnarsson og úr einkasafni Rúnars og Örnu. fjölskyldu til Svíþjóðar í fram- haldsnám.” – Hvenær kemur samstarfið við Rabba til sögunnar? ,,Ég var fenginn til að spila á gítar í hljómsveitinni Haukum og þar kynnist ég Rabba fyrst. Við Rabbi vorum þarna tveir hvít- voðungar með Magnúsi Kjart- anssyni og Gunnlaugi Melsteð, en þeir voru töluvert sjóaðri í popp- bransanum en við. Við kynnt- umst ýmsum hliðum á bransan- um í þeirri hljómsveit og líferninu eins og það getur stundum orðið. Á þessum tíma spiluðu Haukar m.a. á stærsta dansleik sem ég hef spilað á. Það var í Árnesi í Hrepp- um um Verslunarmannahelgi. Þetta var risastórt ball og stöðugt gegnumstreymi í gegnum húsið. Mikill hiti og sviti. Annars var ég aldrei mjög spenntur fyrir þessum ballbransa. Hann var allt í lagi í hófi. Við Rabbi náðum hins vegar strax vel saman, bæði vegna þess að við vorum yngri en hinir í hljómsveitinni og eins vegna þess að Rabbi var ákaflega opin og heillandi persóna. Við tengdumst fljótlega mjög sterkum vinabönd- um. Eiginlega gengum við í tón- listarlegt fóstbræðralag. Rabbi hafði mikil áhrif á líf mitt bæði í einkalífinu og á tón- listar sviðinu. Hann plataði mig vestur á Ísafjörð og fékk mig með sér í hljómsveitina Ýr. Síðan varð Danshljómsveit Vestfjarða til upp úr Ýr. Þetta var mjög góð- ur tími en við lok ferils Dans- hljómsveitarinnar var ég eigin- lega við það að hætta í bransan- um. Þá fannst mér botninum náð, hundleiður á að spila ábreiðu- tónlist og á böllum.” – En hvað gerðist þá? ,,Við Rabbi og Örn Jónsson fórum saman upp á loft í Félags- heimilinu í Hnífsdal og fórum að reyna að skapa okkar eigin tón- list. Í fyrstu vorum við ekkert að hugsa um plötu heldur vildum við sjá hvort við gætum samið eigið efni. Þetta var á þeim tíma sem pönkið, nýbylgjan og öll sú gerjun var í gangi í kringum 1980. Þarna uppi á loftinu urðu til þessi Grafíklög sem voru á fyrstu plötunni. Ég fann mig í þessu og þetta varð eiginlega hvatinn að því nokkru síðar að ég ákvað að helga mig tónlistinni, ekki bara sem poppmúsíkant heldur einnig að læra almenni- lega á hljóðfærið og vera með var ég orðinn vel sjóaður. Þetta flakk á okkur snerist allt um þá atvinnu sem faðir minn Þórir Sæ- mundsson hafði hverju sinni. Eftir að hafa starfað í Hafnarfirði varð hann útibússtjóri í kaupfé- laginu á Egilsstöðum. Seinna var hann ráðinn sem sveitarstjóri í Sandgerði en eftir að nýr meiri- hluti komst til valda þar var hann ekki endurráðinn og þurfti þá að leita sér að nýju starfi. Hann varð kaupfélagsstjóri á Grundarfirði og svo loksins framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins í Reykjavík.” – Var þetta erfitt fyrir þig? ,,Ég var frekar hvekktur á þessu. Í hvert skipti sem maður flutti af einum stað þurfti maður að byrja upp á nýtt, var kannski búinn að ná að mynda góð tengsl við vinahóp í einu bæjarfélaginu þegar fjölskyldan reif sig upp og flutti í annað. Ég man að það lagðist ekki vel í mig að þurfa að flytja.” – Þú hefur kannski haft gott af þessu raski. Það hefur ef til vill þróað í þér listamannstaugina? ,,Hver veit. Það kom alla vega í mann eitthvert flökkueðli. Á tímabili hafði ég varla tölu á þeim stöðum sem ég hafði búið á. Þeir voru fleiri en árin sem ég hafði lifað. Svo skilja foreldrar mínir þegar ég var 17-18 ára. Þá fór ég að heiman á flakk á milli her- bergja, fyrst í Reykjavík en svo á Ísafirði. Um tíma leigði ég her- bergi í Templarasundi beint á móti Tjarnarbúð sem kom sér nú ágætlega um helgar.” – Hvernig var tónlistarlegu uppeldi þínu háttað? ,,Ég var einn af þeim sem fór í tónlistarskóla en hætti alltaf. Það er að sumu leyti ágætt, því núna skil ég nemendur mína sem lenda stundum í þeirri aðstöðu að vilja gefast upp. Sem barn byrjaði ég að læra á blokkflautu, klarinett, trompet og gítar. Ég fékk gítar í jólagjöf frá foreldrum mínum þegar ég var tíu ára og glamraði eitthvað á hann, en bæði pabbi og mamma spiluðu á gítar og sömdu lög. Svo ætlaði ég að taka þetta föstum tökum á unglings- árunum en það stóð ekki lengi yfir því þá tók rokkið yfir. Þegar ég loksins byrjaði að læra af al- vöru á klassískan gítar var ég með eldri hljóðfæranemendum mér samferða. Árið 1989 lýk ég svo einleikara- og kennaraprófi frá Tónskóla Sigursveins D Krist- inssonar og fer með fimm manna Rúnar Þórisson sendi nýverið frá sér sólóplötuna Fall sem er hans önnur sólóplata og er til- einkuð móður hans Guðmundu Jóhannsdóttur. Rúnar er giftur Örnu Vignisdóttur, textílhönnuði frá Ísafirði, en hún rekur versl- unina Nostrum við Skólavörðu- stíg ásamt tveimur öðrum fata- hönnuðum. Saman eiga þau þrjú börn, Þóri Rafnar og dæturnar Láru og Margréti sem eru óðum að skapa sér nöfn í tónlistarheim- inum. Fyrir á Rúnar soninn Hilmar Snæ. Við hittumst á dimmu desem- berkvöldi heima í notalegu hreið- ri Rúnars og Örnu í Kópavogi, nokkrum kvöldum eftir tónleika Rúnars og Láru á Rósenberg í tónleikaröðinni Fuglabúrið. Þar voru m.a. fluttir gömlu Grafík- smellirnir Húsið og ég og Vídeó í nýjum útsetningum. Eiginlega voru þetta fjölskyldutónleikar. Lára hóf leikinn og flutti frum- samið efni, eiginmaður hennar Arnar Þór Gíslason spilaði á trommur, Margrét söng bakradd- ir og kærasti hennar Birkir Rafn Gíslason spilaði á kassagítar. Svo kom Rúnar á svið og flutti nokkur lög af plötum sínum ásamt sömu hljómsveit þar sem báðar dæturn- ar sungu með, þar af nokkur lög af nýju plötunni sem hljómuðu afar vel í lifandi flutningi. Fall hefur fengið afbragðs góða dóma hjá gagnrýnendum. Enda er þetta vandaður gripur og valinn maður á hverju hljóðfæri. Tónlistin dá- lítið dökk og tekur dálítinn tíma að síast inn. Ef til vill er Fall ekki fyrir þá sem kjósa helst in- stant uppáhelling heldur frekar fyrir tónlistarunnendur sem vilja sterkan espressó úr alvöru brenndu og möluðu. Á Fall er nefnilega nostrað við hvern tón. – Það halda margir að þú sért Ísfirðingur sem þú ert ekki. Hvaðan ertu? ,,Ég hef oft verið spurður að því hvort ég sé Ísfirðingur en ég er fæddur í Sólvangi í Hafnarfirði 1955. Fjölskylda mín bjó þar fyrstu sex árin. Síðan vorum við á flakki á milli landshluta alveg fram á unglingsár. Ég bjó á Egils- stöðum, Sandgerði, Grundarfirði og svo Kópavogi á mínum æsku- árum.” – Þú hefur verið orðinn alveg gegnsúrsaður landsbyggðar- maður strax í barnæsku?. ,,Já, eiginlega má segja það. Þegar ég kom loksins á Ísafjörð það í höndunum daglega.” – Samdir þú mikið til lögin? ,,Ég átti hugmyndir sem ég hafði verið að fikta við en flest lögin urðu til í spuna á milli okkar þriggja. Við bara djömmuðum saman og þarna urðu til grunn- hugmyndir að lögunum á fyrstu plötunni Út í kuldann. Svo unn- um við þetta áfram og ég samdi oftast melódíurnar eða laglínurn- ar ofan á hugmyndirnar sem við fengum. Vilberg Viggós, píanóleikari, kom síðan inn í hljómsveitina þegar við byrjuðum að taka upp og spilaði á plötunni. Ólafur Guð- mundsson heitinn söng auk þess sem ég söng einhver laganna. Rabbi var alltaf mjög tækni- lega sinnaður og fljótur að til- einka sér nýjungar og að kaupa tæki. Við tókum fyrstu plötuna upp á 8 rása TEAC segulbands- tæki sem hann átti. Það voru ekk- ert margir sem áttu svona tæki hér á landi og ég man að Þursa- flokkurinn þurfti eitt sinn að fá það lánað hjá Rabba til að taka upp tónleika í Þjóðleikhúsinu.” – Grafíkævintýrið vatt heldur betur upp á sig. ,,Já, fyrsta tvær plöturnar vöktu nokkra athygli en það má segja að við höfum ekki slegið í gegn fyrr en á þriðju plötunni þegar Helgi Björns gekk til liðs við okkur.” – Önnur platan Sýn er mjög tilraunakennd. ,,Já, hún var það. Á þeirri plötu fórum við úr einu í annað. Hún er engu að síður forvitnileg að mörgu leyti en seldist ekki nema í rétt 200-300 eintökum held ég. Sú fyrsta seldist betur en báðar fengu þær fína dóma og umfjöll- un, og sú fyrri reyndar erlendis líka. Þegar Helgi gekk til liðs við hljómsveitina tókum við meðvit- aða ákvörðun um að poppa músíkina upp og reyna að finna einhvern ákveðinn vinkil á hana og hætta þessum þreifingum sem höfðu verið áður.” – Þið voruð ekki dansiballa- band fyrr en Helgi kemur til sög- unnar? ,,Við spiluðum alltaf eitthvað á böllum. Helgi var ráðinn að sumarlagi og við spiluðum mikið á böllum fyrir vestan þetta sumar áður en þriðja platan kom út. Helgi flaug vestur um hverja helgi því hann var fyrir sunnan að leika í Atómstöðinni. Um haustið fluttum við suður og sömdum lögin sem fóru á plötuna Get ég tekið séns. Það gerðum við í kjallaranum á Söginni í Borg- artúni á tiltölulega skömmum tíma. Svo fórum við í Hljóðrita og Sigurður Bjóla tók plötuna upp á 3-4 vikum. Fyrir vikið er hún mjög heilsteypt.” – Þarna verður smellurinn Húsið og ég til, eða hvað? ,,Húsið og ég varð einmitt til í Söginni. Það var svona reggífíl- ingur á okkur og ég man að Helgi stökk til og kippti blaði upp úr tösku sem hann var alltaf með og þar var þessi texti bara tilbúinn eftir Vilborgu konu hans. Það vill svo skemmtilega til að textinn fjallar um húsið sem tengdafaðir minn Vignir Jónsson ólst upp í frá u.þ.b. 10 aldri og þar til hann fór að búa sjálfur. Fjölskylda hans bjó í þessu græna húsi.” – Sem gekk á þessum tíma undir nafninu Græna byltingin, því þar bjuggu róttækir ungir kennarar. ,,Já, það voru mörg skemmti- leg partí haldin í þessu húsi á þeim tíma.” – Voru árin með Grafík gef- andi tími, það er mikil gleði í þessari tónlist? ,,Þetta var mjög skemmtilegt tímabil og ég nærist ennþá á sköpunarþörfinni sem kviknaði á þessum tíma. Það skipti mestu máli fyrir mig að við vorum að flytja eigin efni og sáum lögin verða til, útsett og gefin út á plötu. Þannig fær maður útrás fyrir sköpunarþörfina og það er hún sem heldur mér ennþá við efnið.” – Þú varst líka að vinna í versluninni Eplinu á þessum tíma og seldir Ísfirðingum plötur. Hvernig var það? ,,Ég tók við af Rabba sem hafði verið þarna. Maður hitti marga í búðinni. Þarna fengust líka hljómtæki, Pioneer og Sharp. Á þessum tíma keypti ég sjálfur tvær til fjórar nýjar plötur í hverri viku og svo var farið heim til Rabba og hlustað, með smá við- komu í Ríkinu fyrst. Rabbi bjó þá hjá mömmu sinni Rögnu Sól- berg í Fjarðarstrætinu, blessuð sé minning hennar. Bjórinn var nú ekki kominn á þessum tíma, þannig að við opnuðum eitthvað annað og svo var setið við og hlustað á tónlist. Útsýnið út fjörð- inn var stórkostlegt, Snæfjalla- ströndin beint á móti og sjórinn svarrandi beint fyrir utan glugg-

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.