Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęjarins besta

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęjarins besta

						4 FIMMTUDAGUR 23. ÁGÚST 2012
Þingeyri að breytast í sumarhúsabyggð
?Þetta er mjög hættuleg þróun
og hefur ekki góð áhrif á Þingeyri
og byggð í bænum,? segir Daðey
Arnborg Sigþórsdóttir formaður
íbúasamtakanna Átaks í Dýra-
firði. Á undanförnum árum  hefur
mikið borðið á því að húsnæði á
Þingeyri sé keypt og notuð sem
sumarhús. Því er mjög erfitt að
kaupa myndugt húsnæði í bæn-
um, þó engu að síður sé ekki
heilsársbúseta á svæðinu. ?Þetta
þýðir það að fólk sem raunveru-
lega vill búa á Þingeyri á mjög
erfitt með að finna húsnæði.?
Daðey segist sjálf hafa fundið
fyrir húsnæðiseklunni þegar flutt-
ist aftur til Þingeyrar fyrir fimm
árum síðan. ?Ég þurfti að leigja
hér kjallaraíbúð vegna þess að
ekki var til húsnæði. Þetta er
meira og minna orðið að sumar-
bústöðum,? segir Daðey, sem
segir allan gang vera á því hvort
brottfluttir Dýrfirðingar eða að-
komufólk kaupi húsin.
Fólksfjöldi á Þingeyri hefur
farið minnkandi síðan útgerðar-
og fiskvinnslufyrirtækið Fáfnir
fór í greiðslustöðvun um miðjan
tíunda áratug síðustu aldar og
Kaupfélag Dýrfirðinga lokaði.
Ýmis útgerðarfyrirtæki hafa
reynt fyrir sér í bænum, en út-
gerðarfélagið Vísir hefur verið
starfað þar undanfarin ár með
misjöfnum árangri. Starfsmönn-
um fyrirtækisins var sagt upp í
sumar. ?Þetta hefur allt saman
áhrif. Ég veit ekki hversu lengi
fólk nennir að vera hérna þegar
því er alltaf sagt upp á sumrin og
ráðið aftur á haustin,? segir Dað-
ey.
Þingeyri er sá byggðarkjarni
sem er lengst frá stjórnsýslu Ísa-
fjarðarbæjar, og segir Daðey að
það hafi áhrif. ?Við höfum bent á
að okkur finnist við stundum vera
útundan. Það að þurfa að fara
yfir á Ísafjörð næstum daglega
til að sinna erindum er hvimleitt.
Vissulega hafa göngin gert mörg-
um fjölskyldum kleift að vera
hér og starfa á Ísafirði, en fólk
mun ekki setjast hér að ef það er
ekki öflugt atvinnulíf og traust á
svæðinu. Mikið af fólki í kringum
þrítugt sem ólst upp á Þingeyri
hefur tjáð mér að það vilji flytja
aftur til baka en hreinlega geti
það ekki. Enga atvinnu sé að fá.?
Daðey segir það ekki alslæmt
að mörg húsa Þingeyrar séu í
eigu fólks sem ekki búi í bænum.
?Ef maður hugsar þetta á hinn
veginn má eflaust færa rök fyrir
því að betra sé að það sé búið í
þessum húsum einhvern tíma árs-
ins heldur en ekki. En þetta gerir
engu að síður öðrum erfiðara um
vik með að eignast húsnæði.?
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur
samþykkt breytingar á fjárhags-
áætlun Ísafjarðarbæjar. Mestu
munar þar um laun og launatengd
gjöld sem nema tæplega 50 millj-
ónum króna. Helstu breytingar á
endurskoðaðri launaáætlun sveit-
arfélagsins eru þær að laun í
málaflokknum fræðslumál auk-
ast úr 768 milljónum króna í 784
milljónir.
Laun í íþrótta- og æskulýðs-
málaflokki aukast úr 94,8 millj-
ónum í 112,9 milljónir. Laun
vegna þjónustumiðstöðvar auk-
ast úr 44,3 milljónum í 49,4 millj-
ónir. Laun á vegum hafnarsjóðs
aukast úr 44,3 milljónum í 49,4
milljónir.
Þá er útsvar yfir áætlunum
fyrstu mánuði ársins og nýjar
áætlanir frá Jöfnunarsjóði gera
ráð fyrir rúmlega 50 milljóna
króna hækkun á framlögum til
sveitarfélagsins.
? thelma@bb.is
Launatengd
gjöld hækka
Stjórnsýsluhúsið á Ísafirði.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16