Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęjarins besta

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęjarins besta

						16 MIÐVIKUDAGUR 16. APRÍL 2014
Vísir með 70% ársverka
í sjávarútvegi á Þingeyri
Hjá Vísi hf. á Þingeyri eru um
35 ársverk. Það gerir um 71% af
þeim störfum sem eru í sjávarút-
vegi á Þingeyri. Þetta kemur fram
í minnisblaði Atvinnuþróunarfé-
lags Vestfjarðar um atvinnumál
á Þingeyri sem var lagt fram á
fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar.
Á Þingeyri eru 21 fyrirtæki. Rúm-
lega 50% fyrirtækjanna eru í
útgerð, eldi, vinnslu eða annarri
tengdri stoðþjónustu. Stærsta og
mest áberandi fyrirtækið á Þing-
eyri er starfsstöð Vísis. Á eftir
sjávarútvegi er næst mestur fjöldi
í ferðaþjónustu og tengdum iðn-
aði s.s. farþegaflutningum, gisti-
heimili, veitingasala o.s.frv. 30%
þessara lögaðila eru í þessum
geira.
Ferðaþjónusta er vaxandi at-
vinnugrein, en hefur ekki burði
til skemmri tíma til að halda uppi
atvinnustigi á Þingeyri líkt og
Vísir gerir. Aðra stoðþjónustu er
að finna á svæðinu eins og véla-
og viðgerðaþjónustu, leigufélög
fyrir atvinnuhúsnæði og flutn-
ingaþjónusta og er fjöldi þessara
fyrirtækja um 20% lögaðila í
þessum geira. Áætlað er að 129
manns séu á vinnumarkaðinum á
Þigneyri og þar af eru 49 manns
starfandi í sjávarútvegi sem gerir
um 38 % af vinnuaflinu.
Vísir vinnur úr 1500 - 3000
tonnum af hráefni á ársgrund-
velli. Um 2000 tonn voru unnin á
síðasta ári. Hráefnisöflun fyrir-
tækisins kemur að mestu leyti í
gegnum viðskipti við eigin báta
sem er rúmlega 90% af fiskinum.
Mjög lítið er keypt af mörkuðum.
Jafnframt er töluvert af afla flutt
til svæðisins. Fyrir hvert starf
sem skapast í sjávarútvegi er
áætlað að það verði til um 1,63
óbein störf í öðrum greinum.
Þessi störf eru í opinberri þjón-
ustu og stjórnsýslu, flutningum,
fasteignaviðskiptum, viðgerða-
þjónustu, iðnaði og verslun.
Miðað við ofangreint má gera
ráð fyrir að það skapist um 57
önnur störf vegna starfsemi Vísis
á Þingeyri. Það má gera ráð fyrir
því að stórt hlutfall þessara óbeinu
starfa verði til annars staðar en á
Þingeyri þar sem þjónustumið-
stöðvar fyrir flutninga, umbúðir,
viðgerðir og önnur fyrirtæki eru
ekki á Þingeyri.   ? smari@bb.is
Þingeyri.
Pétur Hafsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Vísis hf., segir í
yfirlýsingu sem hann hefur sent
fjölmiðlum vegna fréttaflutnings
af byggðakvóta sem fyrirtækið
fékk á Þingeyri, að á móti þeim
1.300 tonnum sem fyrirtækið
fékk úthlutað, hafi það sjálft lagt
fram 30 þúsund tonn af fiski til
vinnslu á Þingeyri. ?Vegna um-
fjöllunar fjölmiðla um byggða-
kvóta og meintar ívilnanir til
Vísis hf. vill fyrirtækið árétta að
það rúmlega tuttugu faldaði þann
kvóta sem úthlutað var til byggð-
arlagsins og útgerðinni var falið
að afla á árunum 2000 til dagsins
í dag. Þetta sýnir, svo ekki verður
um villst, að á síðustu þrettán
árum hefur fyrirtækið lagt samfé-
laginu til veruleg verðmæti þar
sem hlutur byggðakvótans var
hverfandi.
Eins og nafnið gefur til kynna
er byggðakvóta úthlutað til eins
árs í senn til byggðarlaga sem
síðan skipta þeim kvóta niður á
fiskiskip. Útgerðir þeirra skuld-
binda sig á móti til þess að leggja
fram annað eins af eigin kvóta
og landa sem nemur tvöföldum
byggðakvóta í viðkomandi byggð-
arlagi. Eins og fram kom í BB
aflaði fyrirtækið 1.300 tonnum
af úthlutuðum kvóta til byggðar-
lagsins á 13 árum, eða 100 tonn-
um að jafnaði á ári. Á sama tíma
lagði fyrirtækið til um 30.000
tonnum af fiski sem unnin voru í
frystihúsi fyrirtækisins á Þing-
eyri,? segir í yfirlýsingu Péturs.
? smari@bb.is
Vísir lagði til
30 þúsund tonn
Pétur Hafsteinn Pálsson. Mynd: Fiskifréttir.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24