Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						föstudagur 13. júní 200812  Helgarblað DV
HÁRSBREIDD 
FRÁ LÖMUN
Andrea Stefánsdóttir er sautján ára nemandi í Framhalds-
skólanum á Laugum í Reykjadal. Hún var í vetur á leið með 
félögum sínum til Akureyrar þegar bíllinn rann til í hálku 
með þeim afleiðingum að þau lentu í hörðum árekstri. 
Andrea hálsbrotnaði í slysinu og var að sögn lækna aðeins 
hársbreidd frá því að lamast. Beltin björguðu lífi hennar.
?Níu slösuðust, en enginn lífshættu-
lega, í tveimur árekstrum sem urðu 
á Svalbarðsstrandarvegi skammt 
frá Akureyri undir kvöld í gær. 
Fyrst slösuðust tveir menn, sem 
voru í bíl sem ók aftan á annan 
bíl. Beita þurfti klippum til að ná 
þeim úr bílnum. Síðan slösuðust sjö 
manns í hörðum árkestri tveggja 
bíla.  Allir voru fluttir á sjúkrahúsið 
á Akureyri þar sem gert var að sár-
um þeirra. Hálka var á veginum og 
eru slysin rakin til þess.?
Þessi frétt birtist á einum vef-
miðlanna að morgni föstudagsins 
28. febrúar fyrr á þessu ári. Andrea 
Stefánsdóttir, 17 ára stúlka frá Rauf-
arhöfn, var ein þeirra sjö ungmenna 
sem slösuðust í seinna slysinu. Hún 
var ásamt félögum sínum á leið frá 
Laugum í Reykjadal inn á Akureyri 
þegar ökumaður bílsins sem hún var 
í missti stjórn á honum. Bíllinn rann 
í hálku eftir veginum með þeim af-
leiðingum að bíllinn skall harkalega 
á annan sem kom úr gagnstæðri átt. 
?Ég man ótrúlega vel eftir því þegar 
bíllinn rann stjórnlaus niður brekk-
una. Hann snerist í hringi og allt 
í einu sáum við bíl koma úr hinni 
áttinni. Þá sló í langa og furðulega 
þögn á hópinn. Það er það síðasta 
sem ég man,? segir Andrea.
Komu að öðru slysi
Örskömmu áður höfðu þau 
komið að öðru umferðarslysi. ?Við 
sáum allt í einu mikið af blikkandi 
ljósum og föttuðum þá að við vor-
um ekki öll í öryggisbeltum. Við fór-
um því í belti. Það var komin löng 
röð bíla við slysið svo við ákváð-
um að stytta okkur leið. Við keyrð-
um inn einhvern afleggjara þannig 
að við komumst framhjá slysinu og 
gátum haldið áfram,? segir Andrea 
en tveir menn slösuðust í því slysi. 
Nokkur hundruð metrum lengra, 
þegar þau komu niður brekkuna 
við Leirubrú, missti ökumaðurinn 
stjórn á bílnum með fyrrgreindum 
afleiðingum. 
Höfuðið braut rúðuna
Andrea man ekki eftir hvellinum 
eða högginu við áreksturinn. Hún 
sat vinstra megin í aftursæti bílsins 
en höggið kom á gagnstætt horn. 
Við höggið fékk hún vini sína sem 
sátu aftur í af miklu afli á sig, þrátt 
fyrir að hafa verið í belti. Hún rotað-
ist þegar höfuðið slengdist í gegn-
um hliðarrúðuna. Við hnykkinn 
brotnaði hálsliður sem kallast c2 en 
hann er næstefsti hálsliðurinn. Það 
fyrsta sem hún man eftir slysið var 
þegar hún rankaði við sér á börum 
í sjúkrabílnum. Í kringum hana sátu 
vinir hennar. ?Ég spurði þau hvað 
hefði gerst. Ég mundi ekkert,? segir 
Andrea en hún hafði verið studd út 
í bíl en gengið að mestu sjálf. Hún 
átti hins vegar erfitt með að halda 
sér uppi og því var hún lögð á bör-
urnar.
Ætlaði að eyða  
deginum í annað
Þau voru öll flutt á Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri. Stúlkan sem 
sat í farþegasætinu frammi í var á 
hækjum því hún hafði fótbrotn-
að nokku áður. Hana sakaði ekki 
en Andrea var sú eina sem slasað-
ist alvarlega. Hin fengu skrámur. Á 
sjúkrahúsinu fór Andrea í mynda-
töku þar sem brotið kom í ljós. 
?Læknarnir voru mjög hissa á að ég 
gæti hreyft mig, brotið var ótrúlega 
stutt frá mænunni. Þeir mynduðu 
mig aftur til að sjá hvort þetta gæti 
staðist,? segir Andrea. Hún man lít-
ið eftir sjúkrahúsvistinni á Akur-
eyri; svaf mikið en vaknaði þess á 
milli, enda á mjög sterkum verkja-
lyfjum. Hún var stundum skýr en 
þess á milli ruglaði hún töluvert. 
Hún hélt meðal annars að hún ætti 
afmæli en tilgangur ferðarinnar til 
Akureyrar hafði meðal annars ver-
ið sá að kaupa afmælisgjöf handa 
vinkonu þeirra. Hún varð 19 ára 
þennan dag og ók bílnum þegar 
slysið varð.
Í kjölfar seinni myndatökunn-
ar var hún send suður með sjúkra-
flugi. ?Ég var mjög pirruð yfir því 
að þurfa að fara til Reykjavíkur. Ég 
hafði ætlað að eyða deginum í ann-
að,? útskýrir Andrea létt í bragði en 
á leiðinni í sjúkraflugið gerði hún 
sér fyrst grein fyrir því hversu al-
varlega hún væri slösuð.
Hársbreidd frá lömun
Slysið átti sér stað 12 mínútur 
yfir fjögur að degi til. Það var lán í 
óláni að þeir sem komu fyrstir að 
slysinu voru sjúkraflutningamenn 
sem höfðu verið að sinna þeim 
sem meiddust í hinu slysinu. Þeg-
ar hún fór í sjúkraflugið um kvöldið 
hafði hún legið á börunum í nokk-
uð marga klukkutíma. ?Ég man að 
ég var að drepast úr verkjum vegna 
legunnar. Börurnar voru harðar og 
ég mátti ekki hreyfa mig. Ég fann 
auk þess mikið til aftan í hnakkan-
um og taldi það vera út af spennu 
sem ég hafði verið með í hárinu,? 
segir hún. Um klukkan hálf tvö fór 
Andrea í aðgerð. Hún tók um 40 
mínútur en að henni lokinni var 
hún sett í halo-vesti. Fjórar skrúf-
ur voru skrúfaðar í hauskúpuna og 
í þær voru festar járnstangir, sem 
tengdar voru við vestið. Með þenn-
an búnað gat hún ekki hreyft á sér 
höfuðið í átta vikur.
Aðgerðin gekk vel en læknarnir 
sögðu foreldrum hennar að engu 
hefði mátt muna að hún hefði lam-
ast algjörlega.
Pabbi kom með  
verkfærakistuna
Andrea dvaldi í tæpa viku á 
Landspítalanum í Fossvogi. Þar 
var hugsað mjög vel um hana en 
Steinunn sjúkraþjálfari reynd-
ist fjölskyldunni einstaklega vel 
og þau segja hana eina yndisleg-
ustu manneskju sem þau hafa hitt. 
Andrea svaf meira og minna á með-
an dvölinni stóð og batinn var góð-
ur. Það tók hana þó tíma að venjast 
vestinu, sérstaklega að geta bara 
sofið á bakinu og að þurfa að sofa 
í miklum halla . Hún fann stund-
um til verkja en verst þótti henni 
þó þegar læknirinn þurfti að herða 
á skrúfunum í höfðinu. Það þurfti 
að gera reglulega. Á miðvikudegin-
um fór Andrea austur og við tóku 
vikurnar sjö sem Andreu fannst þó 
líða nokkuð hratt. ?Ég er þannig að 
mér tekst alltaf að finna mér eitt-
hvað að gera. Mér leiddist eiginlega 
aldrei og reyndi að fara út úr húsi á 
hverjum degi, þegar það var þurrt 
úti. Ég reyndi að sofa eins mikið 
og ég gat því þannig liðu dagarn-
ir hraðar,? segir hún. Hún segir að 
sárin undan skrúfunum hafi verið 
verst. ?Það blæddi stundum úr sár-
unum og ég var aum í þeim. Einu 
sinni var ég að teygja úr mér og þá 
brakaði í höfðinu á mér, þar sem 
skrúfurnar voru. Mamma hafði 
samband við lækninn sem sagði 
að það yrði að herða á skrúfunum. 
Læknirinn leiðbeindi svo pabba 
hvernig hann ætti að bera sig að, 
enda var læknirinn í 600 kílómetra 
fjarlægð. Svo sótti hann verkfæra-
kistuna,? segir hún og hlær.
Beltunum að þakka
Andrea finnur í dag lítið sem 
ekkert fyrir brotinu. Hún hefur á 
þremur og hálfum mánuði náð 
ótrúlegum bata. Hún finnur stund-
um fyrir stirðleika í hálsinum en 
það batnar með hverjum deginum. 
Hún segist hafa fundið vel fyrir því 
hversu marga góða hún á að. ?Ég 
hef ekki tölu á þeim vinum mínum 
og ættingjum sem hafa hjálpað mér 
í gegnum þetta. Kennararnir í skól-
anum sýndu mér ótrúlegan skiln-
ing og gerðu allt sem þeir gátu til 
að gera mér námið þægilegra. Þau 
voru alveg æðisleg,? segir Andrea 
en hún missti af tveimur og hálfum 
mánuði í skóla.
Andrea er þakklát fyrir heilsuna. 
?Mér var sagt að ég hefði verið hárs-
breidd frá því að lamast alveg. Það 
er mjög skrítið og erfitt að hugsa til 
þess. Ég veit ekki hvernig það hefði 
orðið og vil sem minnst hugsa um 
það. Ég held að ég hefði ekki þurft 
að spyrja að leikslokum ef við hefð-
um ekki verið í bílbeltum,? segir 
hún en eins og fram kom áður settu 
þau á sig beltin fáeinum mínútum 
áður en slysið varð. ?Ég væri örugg-
lega ekki gangandi í dag ef við hefð-
um ekki verið í beltum,? segir hún 
og bætir við að lokum: ?Ég er í það 
minnsta þakklát fyrir að hafa ?bara? 
hálsbrotnað.?
BALDUR GUÐMUNDSSON
blaðamaður skrifar    baldur@dv.is
?Ég væri örugglega 
ekki gangandi í dag 
ef við hefðum ekki 
verið í beltum.?
Andrea á slysstað Hún 
hefur náð sér ótrúlega vel 
síðan slysið varð.
Andrea rétt eftir slysið Hún 
missti meðvitund um tíma.
Andrea í vestinu Hér er 
hún ásamt bróður sínum, 
arnóri Einari Einarssyni.
MYnd ragnHILdur aÐaLstEInsdÓttIr

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88