Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 18
föstudagur 13. Júní 200818 Helgarblað DV Missti vini vegna umfjöllunar Kastljóss Aðalmeðferð fór fram í meiðyrðamáli Luciu Celeste Molina Si- erra og Birnis Orra Péturssonar vegna umfjöllunar Kastljóss um ríkisborgaraveitingu til Luciu. Hún er tengdadóttir Jónínu Bjartmarz sem þá gegndi ráðherraembætti umhverfismála. Lucia segist hafa misst vini vegna umfjöllunarinnar. „Ég missti vini vegna umfjöllun- arinnar,“ sagði hin suðurameríska Lucia Celeste Molina Sierra, sem er frægust fyrir að vera tengda- dóttir Jónínu Bjartmarz, fyrrum umhverfisráðherra Framsóknar- flokksins. Aðalmeðferð fór fram í meiðyrðamáli Luciu og kærasta hennar, Birnis Orra Pétursson- ar gegn fréttamönnum Kastljóss í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær vegna umfjöllunar þeirra um rík- isborgararétt Luciu á síðasta ári. Kastljósmennirnir Helgi Seljan og Sigmar Guðmundsson voru stadd- ir í réttarsalnum. Helgi gagnrýndi meðal annars samkeppnisaðilann, Ísland í dag, harðlega fyrir að hafa leynt gögnum í viðtali við Luciu. Báðir sögðu þeir að umfjöllunin hefði átt rétt á sér. Mamma mælir með Það var fyrir síðustu þingkosn- ingar sem Kastljós fjallaði um ríkisborgaraveitingu allsherjar- nefndar til tengdadóttur Jónínu. Þá neitaði umhverfisráðherrann Jónína Bjartmarz alfarið að nokk- ur tengsl hefðu verið á milli henn- ar og Luciu varðandi umsóknina sem tengdadóttirin sendi allsherj- arnefnd. Athygli vakti að afgreiðsla beiðni stúlkunnar tók tíu daga. Umsóknin var móttekin í dóms- málaráðuneytinu þann sjötta mars á síðasta ári, þaðan send lög- reglustjóra og Útlendingastofnun daginn eftir, svo var hún send aft- ur til dómsmálaráðuneytis sam- dægurs. Allsherjarnefnd þvertók þá fyrir að nefndarmenn hafi vit- að að stúlkan tengdist Jónínu þrátt fyrir að lögheimili hennar væri hjá ráðherranum og að móðir Jónínu hafi ritað meðmæli sem fylgdu umsókninni. Pólitísk aðför Í réttarsal í gær var helst farið yfir þau atriði sem lúta að birtingu umsóknar Luciu í Kastljósþætti á síðasta ári. Nöfnin voru aftur á móti ekki sjáanleg en sjá mátti nafn Birnis Orra á umsókninni í fréttatíma fréttastofu ríkissjón- varpsins. Hann sagði það hafa ver- ið sér þungbært og vildi meina að það hefði verið óþarfi að nafn hans birtist í fréttinni. Aðspurður um sín sjónarmið fyrir rétti sagi Birnir Orri: „Í fyrstu hélt ég að þarna væri um misskiln- ing að ræða, síðan sá ég að um var að ræða einhverskonar aðför að móður minni.“ Bæði Helgi og Sigmar vísuðu þeirri ásökun alfarið á bug og sögðu engar pólitískar forsendur fyrir umfjölluninni. Þá benti Helgi á að gagnrýnin hafi aðallega beinst að allsherjarnefnd en þar áttu all- ir fulltrúar stjórnmálaflokkanna sæti. Hafi verið um aðför að ræða, þá var hún þverpólitísk að sögn Helga Ríkisfang kom á óvart „Það kom mér á óvart að ég fékk ríkisborgararéttinn,“ sagði Luc- ia um umsóknina. Hún sagði að Jónína hefði aðstoðað sig við um- sóknina en þvertók fyrir að Jónína hefði skrifað umsóknina fyrir hana eða komið að henni með óeðlileg- um hætti. Að sögn Luciu bjóst hún ekkert frekar við svona skjótri með- ferð þar sem Jónína hefði einmitt sagt henni að ákvörðun allsherj- arnefndar gæti farið á báða bóga. Lucia sagði að hún hefði upplifað umfjöllun Kastljóss þannig að hún hafi fengið ríkisborgararéttinn vegna tengsla við Jónínu en ekki fyrir eigið ágæti. Vildi í nám Þegar Sigmar bar vitni fyrir rétti sagði hann að umfjöllunin hefði átt fyllilega rétt á sér. Hann sagði í því samhengi að Kastljósi hafi borist tvær aðskildar vísbendingar sem voru til tveggja fréttamanna inn- an Kastljóss um ríkisborgaraveit- inguna. Þeir hafi svo skoðað málið í rúma viku og metið í kjölfarið að það ætti erindi við almenning. Þeg- ar hann var spurður um ástæður þess að umsóknin hefði verið birt í þættinum sagði hann að það hefði verið vegna þess að í viðtali við Jónínu Bjartmarz deginum áður, hafði hún ýjað að því að stúlkan hefði flúið vegna mannréttinda- brota í heimalandi sínu, Guate- mala. Á umsókninni hafi hins veg- ar staðið að stúlkan hefði sótt um ríkisborgararéttinn svo hún gæti haldið til náms í Englandi. Hnýtir í Ísland í dag „Það eru ekki viðkvæmar upp- lýsingar að fara til náms,“ sagði Sigmar og áréttaði að engin nöfn hefðu verið sjáanleg á umsókninni þegar Kastljós sýndi hana. Þegar Helgi bar vitni tók hann undir öll sjónarmið Sigmars en bætti við að svo virtist sem Luc- ia hafi leynt tengslum sínum við Jónínu á umsókninni í þættinum Ísland í dag á Stöð tvö. Þar hafi Steingrímur Sævar Ólafsson gef- ið nokkurskonar „heilbrigðisvott- orð,“ eins og Helgi orðar það, en þar sagði Steingrímur að engin tengsl við Jónínu væru á umsókn- inni. Aftur á móti upplýsti DV á síðasta ári að einn umsagnaraðil- anna hafi í raun verið móðir Jón- ínu Bjartmarz og því voru tengslin augljós. Þegar DV ræddi við Stein- grím á síðasta ári sagðist hann hafa mismælt sig og það hafi ekki vakað fyrir honum að leyna umsögninni. Að lokum sögðu Kastljósmenn að málið hafi ekki snúist um Luc- iu eða Birni, heldur hafi fréttirnar og umfjöllunin snúist um meðferð valds og veitingu ríkisborgararétt- ar hér á landi. Aðalmeðferð er lokið í málinu og má vænta niðurstöðu á næstu vikum. VaLuR gRettiSSOn blaðamaður skrifar: valur@dv.is „Það eru ekki viðkvæm- ar upplýsingar að fara til náms,“ sagði Sigmar og áréttaði að engin nöfn hefðu verið sjáan- leg á umsókninni þegar Kastljós sýndi hana. Lucia og Birnir aðalmeðferð í meiðyrðamáli tengdadóttur Jónínu Bjartmarz og sonar hennar gegn Kastljósi fór fram í gær. Réttmæt umfjöllun fréttamennirnir Helgi seljan og sigmar guðmundsson sögðu fyrir rétti að umfjöllun Kastljóss um ríkisborg- araveitingu allsherjar- nefndar hafi átt rétt á sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.