Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.06.2008, Blaðsíða 24
MisMunandi föstudagur 13. júní 200824 Helgarblað DV Vestrænt mataræði hefur valdið offitufar- aldri. Margs konar megrunaraðferðir hafa verið fundnar upp, sem mótvægi við áhrif þessa mataræðis, en flestar þeirra eru óraunhæfar og virka aðeins til skamms tíma. Þær geta jafnvel verið hættulegar heilsunni. Offitufaraldur hrjáir landann eins og fólk annars staðar í hinum vest- ræna heimi. Sjúkdómar af völdum offitu eins og sykursýki tvö og hjarta- og æðasjúkdómar eru sífellt í sókn. Breyttar neysluvenjur hins vestræna samfélags og kyrrseta eru aðalorsök vandamálsins. Engar skyndilausnir virka á þetta vandamál heldur þarf að temja sér hollari lífshætti. Megr- unarkúrar tilheyra skyndilausnum og best er að forðast þá í baráttunni við þyngdina. Ferskt frekar en unnið Vestrænt mataræði einkennist aðallega af unnum matvælum og skapar það vandamál í sjálfu sér þar sem best er fyrir líkamann að borða sem minnst unna fæðu. Unn- in fæða sem lofar lágu hlutfalli fitu inniheldur mjög oft hátt sykurmagn og unnin fæða sem inniheldur ekki sykur inniheldur líklega gervisyk- ur. Megrunarkúrar hafa tröllriðið markaðnum í áratugi og hafa þeir haft misgóð áhrif á fólk. Eitt er víst að megrunarkúrar eru ekki svar- ið, heldur virkar best að hreyfa sig daglega og borða ferskan og minna unninn mat. En hvar drögum við línuna á milli þess að vera í megr- unarkúr og borða hollt og gott? Er maður ekki kominn í einn megrun- arkúrinn ef unnum mat er sleppt og allt er lífrænt ræktað? Ekki í megrun Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjóri næringar hjá Lýðheilsu- stöð, leggur áherslu á í grein sinni „Ekki fara í megrun – breyttu um lífsstíl“ að það sé mun vænlegra til árangurs að breyta um lífsstíl en fara í megrun. „Margir sem vilja grennast falla í þá gildru að fara of geyst af stað, ætla sér að taka megr- unina með trompi og komast í kjör- þyngd á nokkrum vikum.“ Öfgar ekki sniðugar Spurð um megrunarkúra segir Hólmfríður að ef menn breyta mik- ið um mataræði sé ekki sniðugt að fara út í öfgar. „Öll skyndiáhlaup á þyngdina eru ekki vænleg til ár- angurs þegar til lengri tíma er lit- ið. Ástæðan er sú að ef við borðum mjög lítið, hægist á brennslunni og við léttumst hægar fyrir vikið. Það er þó fleira sem mælir gegn ströngum megrunarkúrum, það er einfald- lega erfitt að halda þá út til lengd- ar. Það þarf að líta í eigin barm og skoða hverju við treystum okkur til að breyta í daglegum lifnaðarhátt- um varðandi mat og hreyfingu.“ Eðlilegur matur Guðrún Adolfsdóttir matvæla- fræðingur er að fara af stað með matreiðslunámskeið hjá Rann- sóknarþjónustunni Sýni. „Okkur langar að kenna fólki að elda holl- an, góðan, girnilegan og flottan mat frá grunni og það þarf ekki að vera flókið,“ segir Guðrún. „Þegar ég ástrún FriðbjÖrnsdóttir blaðamaður skrifar: astrun@dv.is Megrunarkúrar Danski kúrinn Hvenær vinsæll? Inge Kauffeldt stofnaði Dönsku vigtarráðgjafana árið 1981 og hef- ur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt síðan. Kúr- inn er mjög vinsæll í dag. Hvernig virkar hann? Matarprógramm er samansett af næringarfræðingum og þannig er fæðið rétt samsett næringarlega og gefur því rétt magn af prótínum, vítamínum og steinefnum en hita- einingar eru færri en vanalega. Meðlimir þurfa að missa eitt kíló á viku. Matardagbækur eru sér- sniðnar fyrir konur, karla og ungl- inga og hittast meðlimir vikulega til að vigta sig og fá góð ráð. Það kostar að vera meðlimur þangað til kjör- þyngd er náð. Kostir: Yfirskrift kúrsins er „Borðaðu þig grannan“. Einmitt þannig tilfinningu fá þeir sem eru á kúrnum, flestir borða meira á kúrnum en þeir eru vanir, en af því að maturinn er rétt samsettur og hollur grennist maður. Gallar: Þar sem kúrinn fer eftir svo nákvæmum fyrirmælum um magn úr hverjum fæðuflokki í hverri máltíð kall- ar hann á töluverð óþægindi. Það getur orðið þreytandi að þurfa sífellt að mæla ofan í sig matinn og það getur verið erfitt að fara í matarboð. south Beach Hvenær vinsæll? Bókin um South Beach-mataræðið kom út á Íslandi árið 2004 og hefur verið vinsæl síðan. Hjartalæknirinn Arthur Agatston frá Miami í Flórída þróaði kúrinn. Hvernig virkar hann? Kúrinn skiptist í þrjá hluta og aðaláhersl- an liggur í því að minnka inntöku slæmrar fitu. Þannig byggist kúrinn á því að læra að borða rétt kolvetni og rétta fitu. Þú átt að léttast um fjögur til sex kíló á fyrstu tveimur vikunum. Þetta er það eina sem er borðað fyrstu tvær vikurnar: meðalskammt- ur af rauðu kjöti, kjúklingi, kalkúnakjöti, fiski og skelfiski. Mikið af grænmeti, eggjum, osti og hnetum. Borðað er salat með sal- atsósum úr hreinni ólífuolíu. Eftir tvær vikur er öðrum fæðu- flokkum smám saman bætt við. Kostir: Umtalsverð breyting verður á efnasam- setningu blóðsins og bætist blóðrásarkerfið til langframa. Engar rannsóknir hafa sýnt fram á skaðsemi kúrsins. Gallar: Ekki þykir gott að missa svo mörg kíló á mjög skömmum tíma. elda nota ég mikið kjöt, fisk, baunir, linsubaunir, hnetur, kryddjurtir, olí- ur, grænmeti og ávexti. Það er mjög mikilvægt að fólk sé meðvitað um hráefnin og því sé kennt frá unga aldri hvernig á að elda góðan og hollan, óunninn eðlilegan mat.“ Fjölbreytt fæða „Við borðum allt of lítið af græn- meti og þurfum að auka grænmet- isneysluna, þá er ekki nóg að borða bara salat eða grænmeti með mat heldur að koma þessu út í matinn. Það þarf að kenna fólki að elda einfaldan mat frá grunni úr fersku hráefni. Það er til svo mik- ið af spennandi kryddum og því er óþarfi að hrúga sykri, salti og fitu í matinn. Í sjálfu sér geri ég engan greina- mun á því sem er lífrænt ræktað og því sem er ræktað á venjulegan hátt. Næringarlega séð erum við með það sama, en munurinn liggur í því að það er ekki notaður tilbúinn áburður við ræktunina heldur nátt- úrulegur áburður. Fyrir mér skiptir fjölbreytnin meira máli,“ segir Guð- rún. „Margir sem vilja grennast falla í þá gildru að fara of geyst af stað, ætla sér að taka megrunina með trompi og komast í kjörþyngd á nokkrum vikum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.