Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Síðastliðin helgi var viðburðarík í 
lífi Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, fyrr-
verandi borgarstjóra. Á laugardegin-
um ákvað hann að setjast ekki í stól 
borgarstjóra á næsta ári. 
Daginn eftir gekk hann svo upp að 
altarinu í Grafarvogskirkju með sinni 
heittelskuðu, Guðrúnu Kristjáns-
dóttur kennara. Prestur brúðhjón-
anna var séra Vigfús Árnason, sjálf-
um sér líkur, brosmildur og kankvís. 
Viðstödd athöfnina voru einung-
is fjölskyldur brúðhjónanna, nán-
ustu vinir, Raggi Bjarna og Karlakór 
Reykjavíkur sem Villi hefur ætíð dáð 
og stutt, enda lét kórinn ekki sitt eftir 
liggja að gera brúðhjónunum daginn 
ógleymanlegan.
Þegar brúðhjónin gengu inn 
kirkjugólfið söng Karlakórinn Ísland, 
Ísland eg vil syngja.  Raggi Bjarna 
söng eigið lag, Barn, við ljóð Steins 
Steinars, og með óskeikulli millirödd 
Ragga söng Villi til Guðrúnar lagið 
Játningu eftir Sigfús Halldórsson og 
Tómas Guðmundsson ? eitt af uppá-
haldslögum Villa sem þeir Raggi hafa 
svo oft sungið saman á dvalarheim-
ilum aldraðra í borginni síðastliðin 
tvö ár. 
Eins og alsiða er við hjónavígslur 
las presturinn úr Óðinum til kærleik-
ans úr fyrsta Korintubréfi Páls postula 
þar sem minnt er á að kærleikurinn 
falli aldrei úr gildi. Eftir hjónavígsl-
una tóku svo kirkjugestir undir með 
kórnum og Ragga Bjarna ?  og Vor-
kvöld í Reykjavík ómaði út í sólbjart-
an sunnudagseftirmiðdaginn. Þetta 
gamla Reykjavíkurlag minnti á að Villi 
hafði daginn áður gefið frá sér borg-
arstjóraembættið. Treginn blandaðist 
því á áhrifaríkan hátt inn í þessa lát-
lausu athöfn sem engu að síður var 
full af gleði og söng.
Viðburðir helgarinnar hafa því 
skilið eftir blendnar tilfinningar í 
brjósti þessa gamalreynda borgar-
fulltrúa sem hefur marga fjöruna 
sopið í borgarpólitíkinni, allt frá 
1982. Hann náði því að verða einn af 
vinsælustu borgarstjórum Reykjavík-
ur, en hefur einnig verið gagnrýndur 
í fjölmiðlum, meira en nokkur annar 
borgarstjóri. 
Vilhjálmur var svo vinsamleg-
ur að eyða nokkrum mínútum með 
blaðamanni DV áður en þau hjón-
in héldu til Færeyja eftir hádegi á 
mánudag. Hann ræddi um þessa 
rússíbanahelgi, um borgarpólitíkina, 
aðallega þó um fjölmiðlana en einn-
ig um sjálfan sig og ástina.
Ákvörðun Vilhjálms
Vilhjálmur! Var þetta þín ákvörð-
un eða var búið að stilla þér upp við 
vegg?
?Já! Þetta var hvort tveggja mín 
ákvörðun: Að verða ekki borgarstjóri 
á næsta ári og ganga upp að altarinu 
með Guðrúnu,? segir Vilhjálmur og 
brosir.
Ég átti nú við pólitíkina ? ekki 
einkalífið.
?Já! Það var alfarið mín ákvörðun 
sem ég tók með mínum nánustu.?
Ræddir þú málið við fleiri aðila?
?Að sjálfsögðu hef ég rætt þessi mál 
í þaula við borgarfulltrúana, borgar-
stjórann, formann Varðar, stuðnings-
menn mína og stjórn fulltrúaráðsins.?
Hvað með þingmenn flokksins? 
Hefurðu á tilfinningunni að þeir hafi 
verið að þrýsta á þig?
?Já, hvað með þá og hvaða þing-
menn? Ef þú átt við gæsalappa-
?fréttir? fjölmiðla sem hafðar eru eft-
ir ónafngreindum þingmönnum, þá 
eru þær í sjálfu sér ekkert til að byggja 
á og ekki svara verðar. Auðvitað hafa 
ýmsir sjálfstæðismenn gagnrýnt mig 
og viljað að ég tæki þessa ákvörðun 
fyrr og það má vel vera að einhverj-
ir slíkir sitji á Alþingi. En er það ekki 
bara eðlilegt í jafnstórum flokki og eft-
ir allt sem á undan er gengið?? 
Björn Ingi og vinstri græn
Þessi niðurstaða hlýtur samt að 
valda þér vonbrigðum.
?Já, vissulega. En ég er ekki kalinn 
á hjarta. Þvert á móti er ég ástfang-
inn!?
Í hverju eru vonbrigði þín helst 
fólgin?
?Mér urðu á mistök og í kjölfar-
ið misstum við meirihlutann. Þeg-
ar við náðum svo aftur meirihluta 
með samningi við Ólaf F. Magnús-
son gerði ég mér vonir um að okkur 
tækist að endurheimta fyrra traust 
með mig sem oddvita. Það hefur ekki 
gengið eftir og það urðu mér einnig 
vonbrigði, vegna þess að flokkssystk-
ini mín í borgarstjórn og í ráðum og 
nefndum borgarinnar hafa staðið sig 
afar vel. Við höfum svo sannarlega 
látið hendur standa fram úr ermum 
á mörgum sviðum, hvort tveggja fyrir 
og eftir hundrað daga meirihlutann. 
Slíkt telur hins vegar ekki í skoðana-
könnunum á meðan fjölmiðlar fjalla 
sáralítið um helstu hagsmunamál 
borgarbúa.?
Kennirðu fjölmiðlum um þessa 
ákvörðun þína?
?Nei! Fyrst og fremst sjálfum mér 
því ég bar ábyrgðina. En það væri 
mikil einföldun á þessari atburðarás 
allri, að halda því fram að ég hafi einn 
gert mistök. Það voru til dæmis mis-
tök af hálfu Björns Inga að hlaupast 
undan merkjum í stað þess að treysta 
okkur og taka slaginn með okkur og 
leysa málin. 
Hafi verið erfitt fyrir hann að leysa 
REI-málið með okkur ? þá var það 
ógerningur fyrir hann með vinstri 
grænum í hundrað daga meirihlut-
anum. Sá meirihluti var meðal ann-
ars byggður á þessari ósættanlegu 
mótsögn. Það er því engin tilviljun að 
þau stungu stefnumótun í þessu máli 
undir stól og fjölmiðlar misstu um 
leið áhuga á málinu.? 
Borgarmálin vanmetin
En þú ert greinilega ekki sáttur við 
fjölmiðla í þessari atburðarás?
?Nei! Reyndar hef ég lengi verið 
þeirrar skoðunar að fjölmiðlar van-
meti mikilvægi borgarmálefna og því 
sé ekki fjallað um þau sem skyldi. 
Með REI-málinu urðu þáttaskil í 
umfjöllun fjölmiðla um borgarpólitík. 
Það, eitt út af fyrir sig var eðlilegt og 
jákvætt. En þróun þessarar umfjöll-
unar er svo annað mál. Og hún hefur 
að ýmsu leyti verið neikvæð að mín-
um dómi.? 
Er það ekki vegna þess að fjölmiðl-
ar hafa vegið að þér?
?Nei!  Auðvitað er enginn sáttur 
við það að vegið sé að honum í fjöl-
miðlum. En þessi afstaða mín er ekki 
dæmigert  ?fjölmiðlavæl?. Ég held ég 
sé ekkert svekktur út í fjölmiðla. Á 
endanum snýst þetta ekki um per-
sónur því það kemur maður í manns 
stað. Ástæðan er einungis sú að þessi 
umfjöllun hefur of oft verið óvönd-
uð. Hún hefur of oft verið röng, ómál-
efnaleg, perónubundin, hlutdræg og 
jafnvel siðlaus í einstaka tilfellum.?
Þetta eru stór orð. 
?Já, en ég held að ef gerð yrði ítar-
leg úttekt á fréttaflutningi og annarri 
fjölmiðlaumfjöllun um borgarmál 
síðastliðna átta mánuði, yrði nið-
urstaðan einmitt þessi. Umfjöllun-
in ber merki þeirra umbrota sem átt 
hafa sér stað í borgarpólitíkinni und-
anfarna mánuði. Hún tekur að mín-
um dómi of mikið mið af persónum, 
upphrópunum og sleggjudómum, í 
stað þess að fjölmiðlar meti yfirvegað 
stöðu mikilvægra borgarmálefna og 
afstöðu borgarfulltrúa til þeirra.?
Hlutdrægar fréttir
Þú nefndir hlutdrægni.
?Ég gæti nefnt fjölda dæma um 
það hvernig ég og aðrir borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins höfum ver-
ið borin röngum sökum í fjölmiðlum 
síðastliðna átta mánuði, á sama tíma 
föstudagur 13. júní 200826 Helgarblað  DV
 Í blíðu 
og stríðu
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 
gerir upp við fjölmiðla og 
fjallar um borgarpólitík, sjálf-
an sig og ástina í viðtali við 
Kjartan Gunnar Kjartansson. 
?Það er ekkert athugavert við það 
að ritstjórar og pistlahöfundar 
setji fram skoðanir sínar á borg-
arfulltrúum og borgarmálefnum, 
en fjölmiðlar eiga ekki að reka 
pólitískan áróður með brenglaðri 
fréttamennsku. Það er einfald-
lega ómerkilegt.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88