Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						Svarthöfði er þakklátur fyr-ir kreppuna. Þetta kann að hljóma undarlega en þannig er 
að af misjöfnu þrífast börnin best, 
algild gömul sannindi sem nú 
eru smám saman að koma 
á daginn þegar æðis-
gengnu hlutabréfapartíi 
undanfarinna ára er 
lokið. Góðu hliðarnar 
á kreppunni eru fjöl-
margar. Ein þeirra er 
minni slysahætta í um-
ferðinni. 
Svarthöfði gerði nefnilega þá uppgötvun á dögunum að það er ódýrara að aka á löglegum 
hraða en að þenja bifreiðina upp 
fyrir þriggja stafa tölu. Í hraða und-
anfarinna ára skipti bensínið að vísu 
engu máli þar sem peningar bók-
staflega uxu á trjánum og tíminn var 
mikilvægur í kapphlaupinu um að 
kaupa réttu hlutabréfin. Nú borgar 
sig að halda sem mest kyrru fyrir 
eða læðast í gegnum daginn. Það 
eru fleiri en Svarthöfði sem átta sig á 
því að bensínið er eins og blásýra og 
brennir upp fjárhag fjölskyldna og 
einstaklinga. Þess vegna hefur 
hægt á allri umferð og bros 
milli bíla er algengara en 
fingurinn upp. Auðvitað 
er þetta áfall fyrir starfs-
mannasjóði lögreglunn-
ar sem hermt er að fitni á 
hraðasektum í einhverjum 
umdæmum. Og þetta er áfall 
fyrir lögregluna á Blönduósi sem 
hefur gert það að sérgrein sinni að 
liggja fyrir þeim sem stíga of þungt 
á bensínfótinn. En lykilatriðið er að 
kreppan leiðir til jafnvægis á veg-
um úti og fækkar slysum í umferð-
inni. Nú eru það aðeins fífl sem reka 
bensínið í botn. Tími Bjössa á mjólk-
urbílnum sem rak bensínið í 
botn í fyrsta gír er liðinn, 
fyrir utan það að flestir 
bílar eru í dag sjálf-
skiptir. 
Svarthöfði er reyndar fyrrverandi 
fífl. Á blómatíma 
hlutabréfanna og ávöxtun-
arsjóðanna gerðist hann 
oft meðvirkur í umferðinni 
og komst reglulega í tilfinn-
ingauppnám ef annar öku-
maður gerði eitthvað sem ork-
aði tvímælis.  Í mesta æsingnum 
átti Svarthöfði það til að gefa öðrum 
ökumönnum fingurinn. Hraðbraut-
in milli miðborgarinnar og Kópa-
vogs átti það til að breytast í átaka-
svæði þar sem útistöður spruttu af 
minnsta tilefni. Eftir þannig daga átti 
Svarthöfði erfitt með að komast í ró 
að kveldi. 
En nú eru breyttir tímar. Fingurinn heldur sig samhliða öðrum 
og Svarthöfði brosir 
til annarra öku-
manna í stað þess að 
glotta. Og viti menn. 
Jafnvægið er næstum al-
gjört. Þeir örfáu vitfirring-
ar sem enn eru í umferðinni 
raska ekki jafnaðargeðinu. Ef 
þeir vilja endilega brenna upp bens-
íni með því að þenja ökutæki sín þá 
mega þeir það án þess að Svarthöfði 
láti af bensínsparnaði sínum. Hann 
er að mestu laus við háskann í um-
ferðinni og hraðasektir eru liðin tíð. 
Kreppan hefur sem sagt hægt á öllu gangverki samfélagsins. Í stað hins æðisgengna hraða 
liðast nú umferðin í hægagangi um 
landið. Það gefur jafnframt 
ökumönnum og farþegum 
færi á að greina fegurð-
ina í landslaginu og sjá 
blómin í stað þess að 
stara á malbik og hvítar 
línurnar sem aðskilja 
akreinar. Kreppan er að 
gera Íslendinga að betra 
fólki. Í stað þess að leggja 
upp í ofsaakstur á Þingvalla-
hringnum á sunnudegi til þess eins 
að skoða gerviapa í Hveragerði þá 
heldur Svarthöfði sig heima og hlú-
ir að gróðri í garði sínum og sinnir 
fjölskyldunni. Það hvarflar ekki 
að honum að leggja upp í lengri 
ökuferðir og styrkja þannig hag 
samráðsmanna olíufélaganna. Ferð-
um á bensínstöðvar sem fela í sér 
sjálfseyðingu hefur þegar snarfækk-
að. Þess í stað er farið í lengri 
göngutúra og brennslan er 
aðeins fólgin í þeim mat 
sem fjölskyldan brennir á 
göngu sinni. Og þar kemur 
til enn einn sparnaðurinn 
því Svarthöfði hefur sagt upp 
kortinu í líkamsræktarstöð-
inni og gengur frítt. Hvaða væl er 
þetta um að kreppu fylgi svartnætti? 
Þvert á móti leiðir kreppan til betra 
mannlífs. 
föstudagur 13. júní 200834 Umræða  DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson  
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar: 
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fulltrÚi ritStjóra: 
janus Sigurjónsson, janus@dv.is
fréttaStjóri: 
Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is  
auglýSingaStjóri: 
ásmundur Helgason, asi@birtingur.is
DrEifingarStjóri: 
jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is
dv á netinu: dv.is
aðalnúmer: 512 7000, ritstjórn: 512 7010, 
áskriftarsími: 512 7080, auglýsingar: 512 70 40.
Umbrot: dv. Prentvinnsla: landsprent. Dreifing: árvakur. 
dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu 
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.  
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
Bensínið úr Bot i
svarthöfði
Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Það er algengt að þeir sem verða valdir að banaslysi hugsi um það á hverjum degi. 
Manndráp í umferðinni
Leiðari
DV hefur undanfarnar vikur fjall-að um ofsaakstur ungra manna, sem hefur dregið fólk til dauða. Það er vitað að sumir veigra sér 
ekki við aksturslagi sem leggur aðra í lífs-
hættu, en getuleysi yfirvalda til að taka á 
því kemur virkilega á óvart. Ökumaður, 
sem olli slysi þar sem karlmaður og 5 ára 
stúlka dóu og kornungur bróðir stúlkunn-
ar lamaðist fyrir neðan mitti, var tekinn 
níu sinnum fyrir hraðakstur eftir ?slysið?. 
Hann sýndi enga iðrun. 
Bílslys er í rauninni í flestum tilfellum rangnefni. Hægt er að 
greina niður bílslys eftir orsakaþáttum, sem eru á ábyrgð öku-
mannsins. Oft er aðeins stigsmunur á því hversu mikil ábyrgð 
ökumannsins er. Fyrrnefndur ökumaður, sem olli dauða tveggja 
og lömun ungs drengs, hafði þrisvar verið staðinn að ofsaakstri 
áður en hann leiddi fólk til dauða. Slíkan mann verður að meta 
óforbetranlegan og það ætti að vera löngu búið að taka hann úr 
umferð.
Flest fólk er gætt samvisku. Það er algengt að þeir sem verða 
valdir að banaslysi hugsi um það á hverjum degi. Samviskubit-
ið, með réttu eða röngu, sligar fólk og eyðileggur jafnvel líf þess. 
Þetta þurfa ungir ökumenn að vita. 
Það eru sjálfsögð mannréttindi fólks að 
ökumenn valdi því ekki lífshættu. Jafnvel 
þótt ökuníðingar valdi ekki líkamlegu tjóni 
valda þeir sálrænu tjóni með því að svipta 
aðra öryggistilfinningunni. Einn ökuníð-
ingur eyðileggur í besta falli daginn fyrir 
fjölda fólks í umferðinni, en í versta falli 
drepur hann einhvern, eins og við höfum 
séð. Eða eins og Ragnheiður Davíðsdóttir 
hjá Vátryggingafélaginu segir í samtali við 
DV: Hraðakstur er ofbeldi.
Ólafur Helgi Kjartansson, sýslumaður á Selfossi, tók af skarið 
í herferðinni gegn ökuníðingum. Við þurfum fleiri menn eins og 
hann í kerfið. Hann hefur óhikað sent menn fyrir dómstóla fyr-
ir að valda öðrum skaða í umferðinni. Það er mikilvægt að öku-
níðingar og aðrir í umferðinni fái þessi skilaboð. Og það er líka 
mikilvægt að mögulegir ökuníðingar geti lesið um það í blöðum 
hvernig þeirra líkum reiðir af. Ofsaakstur veldur gerandanum 
ekki bara sjálfum sér og öðrum lífsháska, heldur hættir hann 
á að lifa lífinu kvalinn af víti samviskubitsins. Umfjöllunin um 
þetta er hluti af forvarnarstarfinu og sjálfsögð þjónusta við al-
menning.
DómstóLL götunnar
Gerir þú eitthvað til að draGa úr bensínkostnaði?
?vera bara heima og labba á þá staði 
sem ég þarf að komast á.? 
Haukur Sigurbjörnsson, 
23 ára og vinnur við 
kvikmyndagerð
?Það er nú voða lítið. Ég keyri alveg 
jafnmikið þótt bensínið sé orðið svona 
dýrt.?
Steinþór Bjarnason, 
17 ára og vinnur hjá Verktækni
?nei, ég geri ekki neitt sérstakt.?
Jón Þór Friðgeirsson, 
40 ára matreiðslumaður
?Ég hef reynt að minnka það eins og 
hægt er, til dæmis labba ég eða hleyp á 
æfingar. Ég bý í Hafnarfirði en vinn í 
reykjavík og að keyra í vinnuna er 
rándýrt. Bensínverðið er fáránlega hátt 
í dag.?
Haukur Óskarsson, 
17 ára og vinnur í MotorMax
sanDkorn
n  Málaferli fjölskyldu Jón-
ínu Bjartmarz, fyrrverandi 
ráðherra, gegn Kasljóssfólki 
stendur nú sem hæst. Jónína 
vill fá Kastljós dæmt vegna 
umfjöllunar um ríkisborg-
ararétt tengdadóttur hennar. 
Jónas Kristjánsson er ekki í 
vafa um að 
dómarar 
undirrétt-
ar muni 
dæma Jón-
ínu í hag. 
?Þeir munu 
sleikja 
tærnar á 
ósvífnu 
fjölskyldunni, sem telur sig 
vera yfir annað fólk hafna,? 
bloggar Jónas. 
n  Ein dularfyllsta bók seinni 
tíma er um Jón Ásgeir Jó-
hannesson, stjórnarformann 
Baugs, skráð af blaðamönn-
unum Jonathan Edwards 
og Ian Griffiths. Að vísu vita 
fæstir hvort handritið er yfir-
leitt til. Á eyjan.is er vitnað í 
Edwards sem segir að útgáfu 
bókarinnar hafi verið frestað 
fram yfir dóm í Baugsmálinu. 
Bókin ku heita ?The Ice Man 
Cometh?. Á vef Amazon í Bret-
landi er þó hermt að ?bókin? 
hafi verið útgefin í febrúar á 
þessu ári. Verðmiðinn er um 
140 pund eða 21.000 krónur. 
n  Í vikunni voru tveir ritstjór-
ar dæmdir til að greiða 400 
þúsund annars vegar og 500 
þúsund krónur hins vegar 
í sekt vegna áfengisauglýs-
inga. Reynir Traustason, 
fyrrverandi ritstjóri Mann-
lífs og núverandi ritstjóri DV, 
var dæmdur vegna auglýs-
inga árið 2005 en hins vegar 
var Benjamín Axel Árna-
son, ritstjóri fótboltatímarits, 
dæmdur fyrir svipaðar sakir. 
Mogginn sýndi báðum þá til-
litssemi að nafnleyna þeim en 
sagði þó ?ritstjóri Mannlífs? 
og kveikti þann grun að hinn 
dæmdi væri hugsanlega Sig-
urjón M. Egilsson, núverandi 
ritstjóri, eða Þórarinn Þór-
arinsson eða Gerður Kristný 
sem eru bæði blásaklausir 
fyrrverandi ritstjórar Mann-
lífs . 
n  Björn Bjarnason dóms-
mála-ráðherra er að missa 
mesta móðinn á bloggi sínu. 
Fáséð er að bloggarinn Björn 
færi ekki daglega inn á heima-
síðu sína en eftir hádegi í gær 
hafði hann 
ekki blogg-
að síðan á 
laugardag. 
Hart hefur 
verið sótt 
að ráð-
herranum 
vegna hler-
unarmála 
og Baugsmálsins og hugsan-
legt að hann kjósi þess vegna 
að hafa sig lítið í frammi. 
Margir bíða þess reyndar að 
hann tilkynni brotthvarf sitt af 
ráðherrastóli. 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88