Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						föstudagur 13. júní 200846 Helgarblað  DV
27. júní 1971 fæddist heilbrigður og 
orkumikill drengur sem átti eftir að 
verða áberandi í íslensku samfélagi. 
Drengur þessi fékk nafnið Fjöln-
ir Þorgeirsson og vita eflaust margir 
um hvern er rætt. Fjölnir ólst upp á 
Seltjarnarnesi ásamt foreldrum sín-
um og tveimur systkinum. Hann seg-
ir æsku sína hafa verið góða og heil-
brigða en vissulega hafi hann gengið 
í gegnum ýmislegt eins og hver ann-
ar. Þegar blaðamaður krefst frekari 
skýringa á orðum hans berst talið að 
skólagöngunni. ?Skólinn var aldrei 
mín sterka hlið og ég átti alltaf erfitt 
með að einbeita mér. Löngu seinna 
komst ég að því að ég hrjáðist af les-
blindu og eflaust hefur einhvers-
konar athyglisbrestur verið til staðar 
líka. Ef ég væri ungur í dag væri lík-
lega búið að senda mig í greiningu 
og taka á málinu,? segir Fjölnir hlæj-
andi.
Heilbrigður unglingur
Þrátt fyrir eirðarleysi í skóla 
komst Fjölnir áfallalaust í gegnum 
grunnskóla. Hann var vinmargur 
og vinsæll og segir einmitt það hafa 
bjargað sér frá því að hafa of miklar 
áhyggjur af náminu. Töffaraskapur 
og stælar voru í fyrirrúmi og stöku 
sinnum komst hann upp á kant við 
kennara sína. Eitt dæmi þess var 
þegar dönskukennarinn hans hafði 
beðið hann um að leggja vespunni 
sinni utan skólalóðarinnar. Fjöln-
ir ákvað hins vegar að aka á mótor-
hjóli inn í skólastofu dönskukenn-
arans. ?Svona var maður stundum, 
með töffarastæla,? segir Fjölnir og 
hlær. Þó svo að Fjölnir ætti það til að 
prakkarast svolítið og láta á sér bera 
þýddi það ekki að hann væri vand-
ræðaunglingur. ?Ég smakkaði ekki 
vín né reykti sígarettu fyrr en á þrí-
tugsaldri. Ég var mjög heilbrigður 
unglingur.? 
Áfall
Þegar Fjölnir var nítján ára gam-
all dundi yfir hann og fjölskyldu 
hans mikið áfall. Eldri bróðir hans 
sem greinst hafði með bráðahvít-
blæði lést aðeins þrítugur að aldri. 
Fráfall hans átti eftir að hafa mik-
il áhrif á líf Fjölnis. ?Gunnar bróð-
ir var fyrirmynd mín í lífinu ásamt 
pabba og það var meira en að segja 
það fyrir mig að missa hann. Í heilt 
ár á eftir var ég brjálaður í skapinu 
og það mátti ekkert segja við mig. 
Ég átti erfitt með að vinna úr þessu 
en með hækkandi aldri og auknum 
þroska tókst mér að snúa reiðinni við 
og lærði að nýta mér hana á jákvæð-
an hátt. Þórhallur miðill aðstoðaði 
mig einnig mikið á þessum tíma. Ég 
hugsa mikið til Gunnars í dag og get 
með sanni sagt að hann hafi tekið 
þátt í lífinu með mér.? Fjölnir verð-
ur þögull um stund en ákveður svo 
að deila með okkur eftirminnilegri 
stund sem lýsir tengslum hans við 
látinn bróður sinn. Einu sinni var ég 
að fara að keppa í fjallahjólreiðum og 
var eitthvað utan við mig. Ég hugsaði 
til brósa og bað hann um styrk, lagði 
í hann og man ekkert fyrr en ég kom 
í mark á nýju Íslandsmeti. Ég fæ enn 
gæsahúð við tilhugsunina.?
Úr fyrirsætustörfum í atvinnu-
mennsku
Ungur að aldri byrjaði Fjölnir 
að sitja fyrir hjá módelskrifstofunni 
Módel ´79 en margar þekktustu fyr-
irsætur landsins hófu einmitt feril 
sinn þar. Fólk tók strax eftir þessum 
myndarlega pilti og áður en hann 
vissi var hann orðinn þekktur á Ís-
landi. ?Þetta var skemmtilegur tími 
og óhætt að segja að maður hafi 
sýnt ófáar lopapeysurnar á þessum 
árum,? segir Fjölnir glaður í bragði 
þegar hann rifjar upp árin í fyrir-
sætubransanum. 
Að loknum fyrirsætustörfun-
um tók við skemmtilegt tímabil hjá 
Fjölni sem náði góðum árangri í snó-
ker. ?Aðeins 11 ára gamall fór ég að 
fara með Gunna bróður á Billann. 
Gunni var einn sá allra besti snóker-
 spilari landsins. Gunni var Íslands-
meistari í sandspyrnu og keppti í 
kvartmílu og var ég oft með honum 
í fjörinu sem fylgdi því og varð síðar 
sjálfur Íslandsmeistari í 600cc mót-
orhjólakvartmílu með honum. Lengi 
vel vildi ég feta í fótspor Gunna og 
verða eins og hann. Eftir að hann lést 
hellti ég mér heils hugar í snókerinn 
og eftir miklar æfingar og smá hark 
tókst mér að verða atvinnumaður í 
snóker og var það í heil fjögur ár eða 
þangað til að ég axlarbrotnaði illa í 
vélhjólaslysi.? Hann lét það ekki á sig 
fá og sneri sér um hæl að öðru.
Stöðug leit eftir samþykki
Þeir sem þekkja Fjölni vita að 
hann tekur áhugamál sín með trompi 
og gerir ekkert nema að gera það vel. 
?Eitt af mínum mottóum í lífinu er: 
Ef einhver getur það get ég það og 
helst aðeins betur.? Það er óhætt að 
segja að Fjölnir hafi lifað eftir þessu 
mottói þar sem honum hefur tekist 
að slá fjöldann allan af Íslandsmet-
um í gegnum tíðina. En af hverju þarf 
Fjölnir að vera bestur í öllu og hvað-
an kemur þessi einstaki metnaður?
?Þegar ég fór að verða óöruggur í 
náminu fór ég að leggja áherslu á að 
sanna mig í öllu öðru. Einnig var ég í 
mikilli baráttu við að sanna mig fyr-
ir foreldrum mínum eftir að Gunn-
ar lést. Pabbi vann mikið og mætti 
aldrei á neinar keppnir sem ég tók 
þátt í og mamma skildi ekki þetta 
keppnisstand á mér og mætti ekki 
heldur. Þetta hafði áhrif á mig og 
var ég í stöðugri leit eftir samþykki 
þeirra. 
Áttum ekki skap saman
Fjölnir ber þó foreldrum sínum 
vel söguna og segir þau einstakar 
manneskjur. ?Pabbi er duglegasti 
maður sem ég þekki og mamma er 
eilífðar fegurðardrottning með ótrú-
lega útgeislun enda hefur hún hugs-
að vel um sig. Ég hef mjög gott sam-
band við foreldra mína í dag þrátt 
fyrir að hafa oft lent upp á kant við 
pabba hér áður fyrr. Sem strákur 
vann ég lengi vel hjá pabba og átti 
hann það til að láta mér í hendur 
erfið og ábyrgðarfull verkefni og oft-
ar en ekki þegar vinir mínir voru úti 
í fótbolta á kvöldin og um helgar var 
ég einn eftir að vinna. Við áttum ekki 
gott skap saman en í dag sé ég að það 
er einfaldlega vegna þess hve líkir við 
erum og í dag er pabbi einn af mín-
um bestu vinum.?
Kvennamálin
Eitt af því sem hefur komið Fjölni 
hvað oftast á forsíður blaðanna eru 
ástamál hans. Mesta umfjöllun fékk 
þó samband hans við Mel B. enda 
urðu Íslendingar afar stoltir af þess-
ari nýju tengdadóttur þjóðarinn-
ar. Þegar Fjölnir og Mel B. kynntust 
upphaflega var hann atvinnumað-
ur í snóker og hún dansari. Sam-
band þeirra vakti gríðarlega athygli 
hér á landi og birtust myndir af þeim 
skötuhjúum við hvers kyns iðju. Sög-
ur gengu fjöllunum hærra að Fjölnir 
sjálfur léti Séð og Heyrt vita af ferð-
um þeirra en hann neitar því alfarið. 
?Ég hringdi aldrei í þá en ég samdi 
hins vegar einu sinni við þá þegar 
mér fannst nóg um. Þeir höfðu lengi 
reynt að fá að mynda heimili mitt og 
ákvað ég því að að bjóða þeim það 
ef þeir létu mig í friði í ár.? Aðspurð-
ur hvort honum líði vel í sviðsljósinu 
segir hann einfaldlega. ?Ég vil vera í 
sólinni, svo einfalt er það og því leit-
ast ég eftir því að vera í sólinni. Ég er 
búinn að lifa skemmtilegu lífi og nýt 
þess að vera til.?
Kostir og gallar sviðsljóssins
Sviðsljósinu geta vissulega fylgt 
kostir og gallar eins og Fjölnir hefur 
fengið að kynnast. Fjölnir hefur oft 
lent á milli tannanna á fólki en hann 
hefur ekki látið það á sig fá. ?Ég geri 
mér grein fyrir því að ég hef oft gefið 
kost á því að talað sé um mig eða gert 
grín að. Ég hef húmor fyrir sjálfum 
mér og lífi mínu og tek því ekki nærri 
mér ef fólk skemmtir sér á minn 
kostnað. Án húmors kemst maður 
ekki í gegnum lífið.? Í kjölfar þessarar 
umræðu rifjar Fjölnir upp þegar gert 
var grín að honum í Áramótaskaup-
inu. ?Þetta var árið sem ég lét plata 
mig í að keppa í þolfimi, Örn Árna-
son lék mig og bar nafið Mjölnir Ás-
geirsson. Ég hafði mjög gaman af 
þessu, segir Fjölnir.
Sveitastrákur
Þrátt fyrir að hafa unnið mörg 
ólík störf og sinnt fjölda áhugamála 
hefur íslenski hesturinn alltaf verið 
Fjölni ofarlega í huga. ?Ég fór í sveit 
á hverju sumri í tíu ár sem krakki og 
ólíkt flestum sem voru sendir í sveit 
óskaði ég sérstaklega eftir því sjálf-
ur. Ég hlakkaði alltaf jafnmikið til að 
komast í sveitina á vorin til þess að 
mjólka beljurnar og komast á hest-
Bjartýnn
fjölnir vonast til að geta 
eytt meiri tíma með syni 
sínum í framtíðinni.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88